Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Page 17
um á parti, og á flóði flæddi tjarn- arvatnið inn — og þá var ekkert ann ag að gera en ausa. Kuldinn var líka stundum svo mikill þarna, að smink- arinn varð að hita sminkið í hönd- unum á sér eða yfir kertaljósi, til þess að hægt væri að nota það. En þeir létu það ekki á sig fá, gömlu leikararnir. Áhuginn var svo mikill. Og allt var þetta sjálfboðavinna. Leikararnir voru miklu meira niðri í Iðnó en heima hjá sér. Þeir höfðu flestir fasta vinnu, en eftir vinnutíma skunduðu þeir á æfingar og voru við þær fram á kvöld — oft með vettlinga á höndunum vegna kulda —. — Það gat verig skrambi kalt í húsinu og er enn. Maður fann fyr- ir því, þegar maður var að paufast við að smíða leiktjöldin fram á nótt. Vistlegt var Það ekki, og stundum voru rottur ag dansa frammi í saln- um til bragðbætis. Það var allt fullt af rottum í Reykjavík þá, og fáir kipptu sér upp við, þótt Þeir sæju þeim bregða fyrir. Þetta var minn háskóli. Eg var lengi að hugsa um ag vera þarna í hálfa öld, en af því verður nú varla, af því að ég er orðinn svo fjandi gamall. Eg er þó búinn að vera þarna í þrjátíu og átta ár og ekki misst af nema þrem sýningum á þeim tíma. Stundum kom það fyrir, að ég var ekki heima eitt einasta kvöld vikunnar. Ef dagar komu, sem Leik- félagið eða revían ekki notaði, voru færðir upp- menntaskólaleikir, þeir senumennirnir urðu alltaf ag vera til staðar. Maður skyldi ælla, ag eiginkonur eða eiginmenn, sem sá.tu heima flest kvöld vikunnar, hafi stöku sinnum sett upp skeifu. En, nei, það var r.ú ekki, segir Hafliði. Heimilin voru öli í þessu, og Þegar leikurunum var þakkað, var heimilunum, konunum og eiginmönnunum alltaf Þakkað líka. Þetta var eins og hver önnur skylda, að menn legðu sig alla fram, til þess að sýningarnar gætu tekizt sem allra bezt. Auðvitað er það svo leiðis enn þá, en magastritið var meira á þessum tímum. En þag var einkennilegt með þetta fólk, þótt það væri þreytt eftir vinnu, kom þvi allt- af vel saman. Þag voru aldrei árekstr ar. — Duttu leiktjöldin nokkurn tíma hjá þér? — Nei, þau duttu ekki. Maður greip í þau, þegar þau tóku upp á því að hallast. En ég man einu sinm eftir fossi, sem rann upp í móti, and stætt öllum náttúrulögmálum. Þó var þeta ágætur og frægur foss, Öx arárfoss. En þetta var ekki eingöngu honum að kenna: Hann var nefni- lega málaður á kefli, sem snúig var, svo að vatnið bunaði eins og lög gera ráð fyrir. Gallinn var bara sá, að keflinu var snúið öfugt. Stundum kom fyrir, ag við gleymdum ag setja stóla inn á sviðið eða eitthvað því- líkt, en leikararnir björguðu málinu alltaf. Og maður er búinn ag gleyma þessu, áður en maður veit af. Það kom líka fyrir í gamla daga, að ljós- in slokknuðu í miðri sýningu, en þá var bara kveikt á kertunum og haldið áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Eg man ekki eftir, að sýningu haM verig hætt af þeim ástæðum. — Finnst þér gömlu leikararn:. hafa verið betri en þeir nýju? — Eg geri engan mun á þeim. Eg hef alltaf sagt þeim það, sem mér finnst um leik þeirra í það og það skiptið, og Þeir hafa aldrei fyrzt yf- ir því. Eg man til dæmis eftir, þeg- ar GunnÞórunn Halldórsdóttir kom að Leikfélaginu. Hún átti að leika gamla konu úr sveit, og þá sendi hún mig fram í sal og bag mig að horfa á sig leika hana og segja sér svo, hvað mér fyndist að. Og þá þýddi ekki annað en að segja satt. — Við hvaða verk hefur þér þótt mest gaman að vinna? — Mér þótti mjög gaman ag vinna vig „Mann og konu“ því að þar þekkti maður allt svo vel og .Gullna hliðið" eftir Davíð. Það var svo fal- legt þegar Lárus var búinn ag koma því í kring. En hriínastur held ég, að ég hafi verig af ..Vetrarævintýri" Shakespeares. Þar varð maður að vera svo fljótur að skipta um tjöld. Maður mátti ekki tapa einu hand- taki þá varð maður of seinn. Þetta voru lausir flekar, sem stillt var á gaffla, en nú er miklu auðveldara að eiga við þetta, Því að leiktjöldin eru dregin upp. Annars æfist maður í þessu ég man sérstaklega eftir, hvað okkur fór fram við að skipta um tjöld í „Ævintýri á gönguför" eftir því 'Sem sýningum fjölgaði. Nú eru líka sviðsskiptingar yfirleitt færri í leikritum en áður var. Það var al- gengt, að 7—8 leiksvig væru í einu Framhald á 837. síSu. Gamla Iðnó á tjarnarbakkanum. Þar hefur margur skemmt sér vel. T f M I N N SIJNNUDAGSBLAÐ 833

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.