Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 19
legg sér. Þegar tækifæri gafst, stakk þjónninn barnið með hnífnum og hljóp síðan burt. Barnið veinaði og konan hrópaði: „Morðingi!" Og það varð uppþot og ringulreið á torginu, svo að Wei og þjóni hans tókst að komast undan. „Tókst þér að drepa hana?“ spurði Wei. „Nei“, svaraði þjónninn. „Um leið og ég miðaði hnífnum, leit barnið skyndilega undan. Ég held, að ég hafi fleiðrað andlit hennar nálægt annarri augnabrúninni“. Wei fór í skyndingu brott úr borg- inni, og atburðurinn á torginu gleymd ist fljótlega. Hann hélt til höfuð- borgarinnar, harmþrunginn yfir því, að síðasta bónorðsför hans hafði orð- ið árangurslaus. Hætti hann nú að hugsa um hjónaband í bili. Þremur árum síðar tókst honum að ná samn- ingi um ágætt konuefni af Tanfjöl- skyldunni, sem var vel þekkt í sam- kvæmislífinu. Stúlkan var ágætlega menntuð og þótti einkarfögur. Allir óskuðu honum til hamingju, og tekið var að undirbúa brúðkaupið. En þá bárust honum einn morgun þær voða fregnir, að unnusta hans hefði framið sjálfsmorð. Hún hafði elskað annan mann. Nú hugsaði Wei ekki um kvonfang í tvö ár. Hann var orðinn tuttugu og átta ára gamall og horfinn frá því að kvænast konu af háum þjóðfélags- stigum. Dag nokkurn var hann á ferðalagi úti í sveit og varð þá ást- fanginn af bóndadóttur einni. Og það, sem meira ,var: Stúlkan endur- galt ást hans. Þau bundust heitum, og hann fór til borgarinnar til Þess að kaupa handa henni silki og gim- steina. Þegar hann kom aftur, komst hann að raun um það, að heitkona hans hafði tekið erfiðan sjúkdóm, misst allt hárið og var orðin blind. Hún neitaði að giftast honum og bað hann að fara og finna einhverja, sem honum vær; samboðin. Nú liðu nokkur ár, en þá varð enn ein stúlka á vegi hans. Stúlkan var ekki aðeins fögur, hún var mikill unn andi bóka, lista og tónmennta. Þar voru engir keppinautar, og þau bund- ust heitum. Þremur dögum fyrir brúð- kaupið var hún á leið heim til sín. Henni varð fótaskortur og hún dauð- rotaðist við fallið. Það var eins og forlögin væru að leika sér að hon- um. Wei Kú var nú orðinn forlagatrú- ar. Hann kærði sig ekkert um að eiga nokkur samskipti við konur framar. Hann einbeitti sér að starfi sínu í Shiangchow, rækti skyldustörf sín og hugsaðj ekki framar um að kvænast. Hann gegndi skyldustörfum sínum af slíkri kostgæfni, að yfir- maður hans, Wang Tai, bauðst til þess að gefa honum systurdóttur sína. Þetta snerti viðkvæman streng í brjósti Weis. „Hvers vegna viltu, að ég kvæn- ist systurdóttur þinni? Ég er orðinn of gamall til Þess að kvænast". En þar eð fast var lagt að honum, lét hann undan, en hrifningarlaust. Hann sá ekki brúði sína fyrr en gift- ingin fór íram Hún var ung og þokkafull, og hann var ánægður. Að öllu leyti reyndist hún honum hin ákjósanlegasta eiginkona. Hún greiddi hár sitt alltaf á sér- kennilegan hátt yfir hægra gagnauga, og honum fannst það fallegt og hugs- aði talsvert um það. Eftir skamma hríð elskaði hann konu sína innilega og spurði hana: „Hvers vegna breytirðu ekki stund- um hárgreiðslunni? Ég á við — hvers vegna greiðirðu það alltaf til ann- arrar hliðarinnar?" Kona hans lyfti hárinu frá og sagði: „Sjáðu“, og hún bentj á ör. „Hvenær fékkstu þetta?“ „Þegar ég var þriggja ára. Faðir minn var dáinn, og móðir mín og bróðir létust á sama ári. Eg var því falin forsjá barnfóstru. Við áttum hús nálægt Suðurgötu í Sungcheng, þar sem skrifstofa föður míns var, og hún ræktaði grænmeti og seldi það á torginu. Dag nokkurn réðst að GVENDUR þótti nokkuð illmáll og gefinn fyrir að leika tveimur skjöld- um. Einhverju sinni er hann var á manntalsþingi og hlýddi Þar á ræðu sýslumanns, varð honum að orði: — Skelfing getur maðurinn logið. Sýslumaður heyrði orð hans og kallaði byrstur: — Hvað voruð þér að segja? Gvendur lét sér hvergi bregða og svarar: — Eg var að segja, að Þetta væri gullfallega sagt hjá yður, sýslumaður. ★ BIÐILL, sem þótti heldur léttúðugur fékk það svar hjá ástkonu sinni, að hún vildi aðeins eiga þann, sem elsk- aði sig af heilum hug. — Fáðu þér þá hund, sagði hann, og fór leiðar sinnar. ★ EIRÍKUR bóndi kom dóttur 6inni fyrir á prestsetri og skyldi hún læra þar kvenlegar hannyrðir, en jafn- framt vinna fyrir sér. Ekki þótti Ei- ríki það fara eins og hann hafði gert okkur Þjófur og reyndi að drepa mig. Við skildum það ekki, því að við átt- um enga óvini. Honunr tókst ekki að koma fram ætlan sinni, en örið ber ég síðan. Og þess vegna greiði ég hárið svona“. „Var fóstran hér um bil blind?“ ,,Já. Hvernig veiztu það?“ „Ég var þessi Þjófur. Þetta er ákaf- lega einkennilegt. Allt hefur farið eins og forlögin fyrirhuguðu". Hann sagði henni upp alla söguna um fund hans og öldungsins fyrir nákvæmlega fjórtán árum. Eiginkon- an sagði honum, að þegar hún var sex eða sjö ára, kom frændi hennar í Sungcheng og tók hana til sín og fjölskyldu sinnar í Shiangchow, þar sem Wej kvæntist henni síðan. Þá vissu þau, að gifting þeirra hafði ver- ið ákveðin á himnum og elskuðust heitar en nokkru sinni fyrr, einmitt vegna þess. Síðar eignuðust þau son að nafni Kún, sem varð borgarstjóri í Taiyan, og móðirin komst til hárra metorða vegna sonarins. Þegar borgarstjórinn í Sungcheng heyrði, hvað gerzt hafði í borg hans, gaf hann kránni við suðurhliðið, þar sem Wei Kú hafði staðnæmzt, nýtt nafn. Hann kallaði hana Hjónabands- krána. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. sér vonir um, og var stúlkunni hald ið meira að vinnu en námi. Nokkru síðar ræddi hann um þetta við prest frúna, án þess að aðrir heyrðu mál þeirra. Þegar Eiríkur var spurður um sam- ræður þeirra og hvernig hefði farið S með þeim, svaraði hann aðeins: — Hún sér ekki sólina fyrir sjálfri sér, blessúð frúin. ★ MANGA gamla var dugnaðarkona og tók að sér fjárhirðingu, meðan mað- ur hennar var við sjóróðra í fjar- lægri veiðistöð. Var Þetta erfitt verk, því að þröngt var í búi, börnin mörg og fjárhús léleg. Þegar nágrannarn- ir spurðu hana hvernig hún gæti tek- izt Þetta á hendur, svaraði hún: — Maður verður að treysta guði og lukkunni ,og er það ekki beysið. ★ NOKKRAR gamlar konur ræddu um það, hvar verst væri að hafa gigtina. Ein nefndi bakið, önnur mjöðmina, þriðja öxlina. En þegar þær höfðu Bergsteinn Kristjánsson safnaði FYNDNI OG FLÓNSKA 1 í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 835

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.