Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 5
f Hraunsfirði er nýlegt íbúðarhús, en þar býr ekki framar neinn maður. Sú var tíðin, að hér sat konungsdóttir i dyngju sinni. leig til Þingvalla, og við erum ósýni- legir gestir í þeim farkosti. Suður í Miklaholtshreppi er setið fyrir öðru fyrirtæki, sem á leið vestur yfir Kerlingarskarð, og farig með því að sæluhúsinu á Skarðinu. Á þessum slóðum hefur margt gerzt. Þar hafa margir menn orðið úti, og margar sagnir hafa komizt á kreik um sitthvað óhreint, sem þar er á reiki. Þar hafa sumir glímt við forynjur og aðrir ekig í gegnum drauga, sem stóðu á miðjum vegin- um ,og séra Árni Þórarinsson herm- ir, að þar hafi jafnvel sjálfur Satan birzt einmana vegfaranda í fullum messuskrúða. Einu sinni var líka bíl- stjóri á leið yfir Kerlingarskarð við annan mann, og vissi hann þá ekki fyrri til en farartækig er orðið fullt af undarlegum farþegum. Greip hann þá slík skelfing, að hann steig benzín- gjafann í botn og ók allt hvag af tók. En félagi hans í bílnum spurði hvers vegna hann næmi ekki heldur staðar og krefðist fargjalda. Meðal þeirra, sem orðið hafa úti á skarðinu, voru tvær mæðgur frá Hrossholti í Eyjahreppi, sem þar urðu til um miðbik októbermánaðar 1868. Var hin eldri dóttir hins fræga smiðs, Jóns Andréssonar í Öxl, þess sem peningana falsaði. Þar sem Fúsaskurðir heita, varð löngu fyrr úti maður að nafni Vigfús Arason, auknefndur Skriðu-Fúsi, „mis kynntur kvenskelmir“, og var um þann atburð kveðið: Skriðu-Fúsi hreppti hel hálfu fyrr en varði. Úti dó — það ei fór vel — á Kerlingarskarði. Þar sem götur ganga á víxl, glöggt má að því hyggja, lítinn spöl frá Köldukvísl, kveð óg hann Fúsa liggja. Og slíka för hafa ærið margir haft á þessum slóðum á liðnum öldum, og þar á meðal þeir, sem meira var saknað en Skriðu-Fúsa. En þennan ágústdag er ekkert ó- hreint á sveimi á Kerlingarskarði, sízt af öllu Satan messuskrýddur né hans árar, og þess vegna lætur Magnús okkur ekki í té myndir af þeim fénaði. ★ Frá sæluhúsinu er haldið fótgang- andi í vesturátt út að Baulárvalla- vatni og Hraunsfjarðarvatni, sem bæði eru fengsæl fiskivötn. Þessi vötn eru í dalakvosum, umkringdum háum fjöllum, nokkra kílómetra vest- an við þjóðveginn yfir Kerlinga- skarð. Enda þótt þau séu svo að segja í miðjum fjallgarðinum, var áður byggð vig Baulárvallavatn, og mun aflavonin í vatninu hafa freist- að fátæks fólks til þess að setja þar saman bú. Nefndist býli þetta Baul- á.rvellir. Á Baulárvöllum gerðust firn mikil á unum milli 1830 og 1840. Svo var mál með vexti, að í Miklaholtshreppi var maður að nafni Jón Sigurðsson, auknefndur sundmann, bróðir Krist- ínar þeirrar í Skógarnesi, sem Þór- bergur Þórðarson og séra Árni Þór- arinsson hafa gert nálega frægasta kvenna á íslandi. Árið 1827 gekk Jón sundmann ag eiga konu þá, er hét Kristín Þórðardóttir, og reistu þau síðan bú á Kleifárvöllum, fjalla- koti í Miklaholtshreppi. Fylgdu þeim þangag sonur, sem Kristín hafði áður átt með syni ílans kaupmanns Hjalta líns á Stapa, Friðrik Hansson að nafni. Hokruðu þau næstu ár á Kleif- árvöllum, en hverfa þar úr sóknar- mannatali árið 1834, en koma aftur fram á sama bæ árið 1836. Sóknar- mannatalið þrýtur árið 1837, en 1839 voru þessi hjón komin vestur í Eyr- arsveit, en eftir það voru þau í Stað- arsveit og viðar. Hljóta þau því að hafa verið á Baulárvöllum annað hvort þessara á.ra, er þeirra getur ekki annars staðar. En by^gðin á Baulárvöllum virðist enginn prestur hafa viljað kannast við, að væri í sóknum sínum, sem sjá má í sam- bandi við annað fólk, er þar var síð- ar skráð í almennum manntölum, þótt ekki það komi það fram í sókn- armannatölum prestanna. Ekki var beysinn búskapur þeirra Jóns sundmanns og Kristínar á Baul árvöllum, að sögn aðeins ein kýr, örfáar kindur og tvö hross, enda var húsbóndinn búskussi og laus við heimili, þótt hann væri annars sagð- Og raunar eru íbúöarhúsin í Hraunsfirði frekar tvö en eítt. Gamll bærinn stendur enn, spölkorn frá hinum. Hann var siðast notaður sem fjós. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 821

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.