Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 6
Til vinstri: Úr Berserkjahrauni, Bjarnarhafnarfjall í fjarska. — Til hægri: Bæjarrústir á Ámýrum. ur burðamaður. Hefur hokur þetta minnt á hin kunnu orð Hávamála: Bú es betra an biðja sé, halr es heima hverr. Þótt tvær geitur eigi og taugreptan sal, 'þat es þó betra an bæn. Hjá þeim var í kotinu sonur Krist- ínar, Friðrik Hansson, stálpaður orð- inn, dóttir þeirra hjóna, Kristjana að nafni, fædd árif( 1830, og sonur, ári yngri, ef atburðirnir hafa orðið það árið, sem þetta fólk er ekki tal- ið við bú á Kleifárvöilum. En hann dó snemma árs 1837, svo að börnin hafa ekki verið nema tvö, ef firnin á Baulárvöllum hafa gerzt eftir það. En nú er frá atburðum að segja. Dag einn á jólaföstu fór bóndinn í hinu taugrefta fjallahreysi erinda sinna niður í sveitir og bjóst ekki við að koma aftur fyrr en ag áliðn- um næsta degi. Sagan segir, að Krist- ín hafi orðið ein eftir með Kristjönu, og vitanlega er ekki óhugsandi, að Friðrik hafi farið niður í byggð með stjúpa sínum. Dagurinn leið tíðinda- laust, og þegar birtu tekur að bregða kveikti húsfreyja á ljóstýru í bað- stofunni og settist að vinnu sinni. í vökulokin fór hún að venju í fjós- ið og hreytti kúna. Signir hún að því búnu dyr allar, svo sem henn- ar var vandi, og slekkur ljósið og leggst fyrir hjá barni sínu, eða börn- um, ef fleiri voru en Kristjana. En svo segir sagan, að hún hafi ekki lengi legið í myrkrinu, er hún heyrir, að brölt er upp á baðstofuþekjuna og rekið i hana bylmingshögg yfir rúmi hennar. Nötraði baðstofan við höggið og brast í hverju tré. Við þetta varð konan ofsahrædd. Heitir hún á guð og allar góðar vættir og margsignir rekkjuna. Þessu næst heyrir hún, að ruðzt er niður af þekjunni. í næstu andrá ríður högg mikið á útidyrahurðinni, og fylgja skruðningar og brothljóð, líkt og hurðin hafi sundrazt og flask- arnir úr henni þeytzt inn í göngin. Dynja nú höggin hvert af öðru í göng unum, og sundrazt rof og raftar og hrynja niður með miklum fyrirgangi. Færast þessi firn nær og nær bað- stofudynmum. Konan þuldi bænir sínar í dauðans angist, örvita af skelfingu. Nú heyrir hún, að vágestur þessi snýr frá baðstofudyrunum og tekur að brjóta niður búrið og eldhúsið. En þegar því er lokið, vindur hann sér upp á þekjuna við baðstofudyrn- ar meg höggum og slögum, og fellur enn niður einn raftur. Þá snaraðist konan fram úr rekkju sinni, hljóp Til vinstri: Horft út til Akureyja. Hvítt íbúöarhúsið sést yfir litta hólmann á miðri myndinni. — Til hægri: Kumbaravogur, hinn fornfrægi verzlunarstaður. 822 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.