Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Page 1
Vökunæturnar eru orðnar margar - bls. 876-880
I. AR
37. íbl. — SUNNUDAGUR 18. nóv. 1962
Það bar við einn vordag fyrir nálega ellefu hundruð. árum, að undarleg lest silaðist suð-
ur Vonarskarð. Þar fór landnemi af Norðurlandi með hyski sitt og búsmala, og hafði gert hverju
kvikindi kjálka, að það drægi fóður sitt suður yfir gróðurleysur öræfanna. Enginn kann af
5 því að segja, hversu lengi þessi lest var norðan úr byggð suður í lágsveitir, en söguleg þætti
j slík för nú á dögum.
Sá, sem fyrir þessari för réð, var Bárður Heyangurs-Bjarnarson, og hafði í öndverðu komið
! skipi sínu í ós Skjálfandaflfóts, numið Bárðardal framanverðan og reist byggð í Lundarbrekku.
ÍEn með því að hann varð þess áskynja, að landviðri voru betri en hafviðri, ætlaði hann, að bú-
jarðir myndu betri sunnan fjalla Kom þar, að hann afréð að senda sonu sína, en þá átti
hann marga, könnunarferð suður á góu. Þeir hafa borið héruðum á Suðurlandi vel söguna,
því að næsta vor tók hann sig upp með allt og réðst til suðurferðar.
Bárður lét ekki staðar numið, fyrr en í Fljótshverfi. Þar nam hann land að nýju og reisti
bæ að Núpum. Fyrir því var hann kallaður Gnúpa-Bárður.
Síðan þetta var hafa þrjátíu kynslóðir bænda, eða fleiri, búið að Núpum. En nú er svo kom-
ið, að sumir bera kvíðboga fyrir þvi, að Fljótshverfi, vonarland Gnúpa-Bárðar, fari í eyði,
enda búskap hætt á sumum jörðum þar. Á Núpum er þó enn búið, og er þaðan myndin hér
að ofan. (Ljósmynd: Gísli Gestsson)
BLS
868