Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Page 3
þessari einkennilegu áætlun amt- ttanns, og var þetta bundið fast- mælum. Hinn frægi húsameistari konungs, de Thurah, var fenginn til að gera teikningu að kirkj- unni, en verkstjórn var falin þýzkum byggingarmeistara, Sa- binzky. Þeir biskup og amtmaður áttu að sjá um, að ekki skorti vinnuafl og vistir á staðnum, og lét ráðið þá vita, að ekki fengist Weira fé frá Danmörku en 600 ríkisdalir eða um þriðjungu.r kostnaðarins. En með konungsúr- skurði 18. marz 1757 er leyft að efna til samskota í öllum bæjum i Danmörku og Noregi til hjálpar Hólastól, en þá var hvað bágast komig hag Norðlendinga í harð- indunum. Sabinzky kom í Hóla í ágúst 1757, og var þá strax hafizt handa nm undirbúning byggingarinnar, svo sem grjótnám úr Hólabyrðu. En skjótt varð vandi á um verka- nienn. Heimtuðu þeir hátt kaup, tvö mörk á dag, auk þess fæði, skæð'i, vettlinga og fleira. Skorti nú bæði fé til þess að borga verk- nrönnum kaup og eins hitt, sem verra var, vistir og matarföng. Akvag þá stjórnin, að bændur i Húnaþingi, Skagafirði og Eyja- firði skyldu leysa af hendi vinnu við dómkirkjuna kauplaust með Öllu „svo sem venja er um al- múgann í ríkjum vorum“. Það læt- ur að líkum, að þetta varg held- ur óþokkasælt og kölluðu bændur kvöð þessa ólög. Gekk allar göt- ur í mesta þófi um kvað'avinnuna, en Eyfirðingar töldu sér óskylt að vinna, ef Skagfirðingar létu sitt eftir liggja. Jón Snorrason var sýslumaður Skagfirðinga, og fékk bann litlu ráðið við héraðsbúa, en samkvæmt frásögn síra Þorsteins á Staðarbakka bar sýslumcnnum ag kveðja hieppstjóra til þings og gera þeim skylt að senda einn til ivo menn úr hverri sveit til Hóla. Áttu menn þessir að hafa með sér mötu, líkt og vermenn, og vera eigi skemur að smíðinni en sex til átta vikur. Sú varð þó raunin á, að Skagfirðingar fluttu kalk og ann- að byggingarefni erlent frá Kolku ósi og Hofsosi. Alls munu koraið hafa um 550 tunnur kalks, og voru þessir flutningar hinir verstu. Sumarið 1759 var gamla kirkjan rifin til fulls. Timbur úr henni var í fyrstu ætlað til endurbóta á staðarhúsum á Hólum, en að mestu mun það hafa farig í vöruskemmu, sem reist var á Kolkuósi yfir byggingarefni og aðrar innflutt- ar vörur stólsins. Og á þessu sama sumri var lokið grunni hins nýja kirkjuhúss. Vegna þess, að kirkj- an var færð nokkuð til á hinum gamla grunni, varg að rjúfa leg nokkurra biskupa, er þar hvíldu. En til að komast hjá enn meira raski var kirkjan breikkuð nokk- uð frá teikningunni. Og þetta s-umar var enn fremur byrjað á véggjahleðslunni. Hafði stjórnin út sendan hmgað annan húsasmið til, Schlatzer að nafni, og var öll- um vegghleðslum endanlega lok- ið' 1763. Lengst stóð á tréverki, en um veturnætur það ár var kirkjusmíðinni ag kalla lokið og hin nýja Hóladómkirkja fullbúin. Yar hún vígð hinn 20. nóvember 1763. Áður er þess getið, að vikið var nokkuð frá teikningu um breidd kirkjunnar Einnig var þaki breytt frá því, er vera áttt, gert af tré í staðinv fyrir bláan þakstein. Og enn urðu þær breytingar, vegna dýrleika, að ekki var sett upp hvelfing né heldur söngpallur, og loks var turninn eigi reistur á stöpli kirkjunnar. Þess er að framan getið, að áætl- fður kostnaður vig kirkjusmíðina var liðlega 1700 ríkisdalir. Um vori 1760 var kostnaður þegar orð'inn um 3000 ríkisdalir, en ætla má, að alls hafi kirkjan kostað nær þrefalda þá fjárhæð. Með hinu mikla samskotafé, sem safnaðist í borgum og bæjum í Danmörku og Noregi árin 1757 —58, hefur reynzt unnt að standa straum af þessum gífurlega kostn- aði. Ekki helur islenzkt fé til kom- ið, nema lítils háttar úr eigin vasa Gísla biskups sem stjórnin neit- aði að endurgreiða síðar. Önnur staðarhús voru ekki upp byggð, og hlaut því biskup að búa alla sína tíð við hinn versta húsakost, eins og raunar org hans tilfærð hér að framan bezt sýna. Tæpum tuttugu árum eftir dauða hans lézt hinn síðasti Hóla- biskup, herra Sigurður Stefáns- son, 1789. Síðan þá hefur ekki setið biskup á Hólum, enda stöll- inn lagður niður árið 1800. í raun réttrj hefur því hin tvö hundruð ára gamla Hóladómkirkja aðeins verið dómkirkja. biskupshús. i 35 ár, það er að segja 1763—1798, og í vissurn skiiningi frá 1910, er lög voru sett um vígslubiskupa. Enginn þeirra hefur þó enn setið heima á Hijlum. (Heimildir: Dansk Lovsaml. for Island, Saga íslendinga VI, Al- þingisbækur ísl. og Prestatal og prófasta). 1 í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.