Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Síða 10
»r. Var brúin metin ófær orðin, en
nauðsyn hennar ótvíræð. Kom þá
til stjórnarvalda að ákveða, hvað
gera skyldi. Og þar sem stjórnin
féllst á nauðsyn brúarinnar, en ekk-
ert fé var fyrir hendi, var það úr-
skurður hennar, að ibúar héraðsins
skyldu kosta endurbygginguna, svo
sem verið hefði.
í formála fyrir bók Olaviusa-r segir
Jón Eiríksson, að brú hafi verið á
Jökulsá alLt frá fornöld (de ældste
tider). Hljóta þessi ummæli að eiga
við þá brú, sem um var að ræða,
brúna hjá Fossvöllum, og staðfesta
um leið frásögn Droplau'garsona sögu
um fleiri en eina brú á Jökulsá.
Sýslumenn í Múlaþingi á þessum
tíma voru Hans Wíum og Pétur Þor-
s.einsson. Kom þeim ekki saman um
málið. Wíum vildi, að brúin væri af-
lögð, en Pétur vildi endurbyggja
hana. Wíum synjaði þess, að sýslu-
búar hans væru látnir taka þátt í
er.durbyggingarkostnaði brúarinnar.
Akvað stjórnin þá — 1761 — að setja
sk ,1'dí ferju á ána í stað brúarinn-
ar Pétur tók það þá til ráðs um
vo.-ið, 12. júní, það sama ár, að fara
m ið tólf manns, hefja brúna með
yi.idum, rétta hana við og endurbæta
á sinn kostnað. Entist sú viðgerð
rr .i tuttugu ár.
pað er svo aftur af ferjusetning-
urni að segja, að þegar til fram-
ik'. æmdanna átti að koma, fannst eng
ir. i nothæfur ferjustaður f grennd
Vi5 brúna. Ferjustaðir höfðu áður
verið á Galtastöðum og Húsey, en
þeir höfðu lagzt niður vegna breyt-
inga á rennsli árinnar. ítrekuð leit
e£ ferjustað árin 1769 og 1772 leiddi
ei ki heldur til úrlausnar.
pegar Olavíus fór um MúlasýsLur
árið 1776, segir hann hina endur-
b:-ttu brú Péturs sýslumanns vera
o na svo hrörlega, að varasamt sé
aö fara með lausa hesta yfir hana.
Stjórninni mun nú hafa þótt full-
reynt um ferjustaði. Hins vegar var
brúin nú komin að falli og aðgerðir
aðkallandi. Með konungsbréfi 8. maí
1780 var ákveðið, að brúarefnið, á-
samt flutningskostnaði, skyldi greitt
úr konungssjóði. Jafnframt var lagt
fyrir stiftamtmann og amtmenn að
ákveða með reglugerð, hvemig afla
skyldi þess fjár, sem vantaði, og til
viðhalds brúarinnar. Byggingarkostn-
aður var áætlaður 400—500 ríkis-
dalir, en efnið með flutningskosfn-
aði til Vopnafjarðar 120—130 dalir.
Mismuninn var ætlazt til, að sýslu-
búar legðu fram.
Árið 1783 var gamla brúin rifin og
ný brú byggð á þessum grundvelli.
Fyrir því stóð Guðmundur sýslumað
ur Pétursson í Krossavík, er þá var
orðinn aðstóðarmaður föður síns.
Pétur sýslumaður tilkynnti stjórn-
inni, þegar brúargerðinni var lokið.
Lagði hann til, að kostnaðurinn
skyldi til bráðabirgða greiðast úr
jarðabókasjóði. Síðan skyldi jafna
honum niður þannig, að Múlasýslur
greiddu tvo þriðju hluta, en Þing-
eyjarsýsla, Eyjafjarðarsýsla og Skaga
fjarðarsýsla afganginn. Til viðhalds
skyldi sett umferðargjald. Amtmað-
ur féllst á tillöguna.
Reglugerð um viðhald brúarinnar
var sett 1. júlí 1788. Er áætlað þar,
að með góðu viðhaldi ætti hún að
geta staðið 150—200 ár. Til viðhalds
og endurbyggingar brúarinnar skyldj
efna til sjóðsstofnunar með umferðar
gjaldi, brúartolli. Verðir skyldu sett-
ir þrír, tveir fyrir austan og einn
að vestan, til þess að hafa eftirlit
með brúnni og innheimta brúartoll-
inn. Brúin skyldi vera opin til um-
ferðar aðeins þann tíma ársins, sem
áin væri ekki fær á ísi.
Umferðargjaldið var ákveðið einn
•skildingur fyrir gangandi mann, á
með lambi, geit með kið, tryppi og
kálf. Tveir skildingar fyrir lausan
hest, nautgrip. Þrír skildingar fyrir
mann og hest, klyfjahest og hryssu
með folaldi. Undanþegnir gjaldinu
voru embættismenn í skylduerind-
um og kirkjufólk. Brúarverðir voru
settir bændurnir á Fossvöllum,
Blöndugerði og Giljum.
Varzla brúarinnar reyndist til
stórra tafa og óþæginda fyrir um-
ferðina. Auk þess innheimtist ekki
í brúartolli nema tæplega það, sem
varzlan kostaði. Brúártollurinn var
því afnuminn eftir þrjú ár, en í stað
hans lagt gjald til brúarinnar á bænd
ur héraðsins, sem getið verður nán-
ar síðar.
Ending þessarar brúar var furðu-
lega lítil, miðað við endingu fyrri
brúa. Þegar árið 1817 ritar Páll Mel-
steð sýslumaður stjórninni, að brúin
sé orðin varasöm. Líklega hafa burð-
arviðir brúarinnar verið grannir og
'Melsteð þess vegna talið hana við-
sjárverða, því að hann vill fá burðar-
tré hálft þriðja eða þrjú fet að þver-
máli, og þrjátíu og fimm álna löng.
Stjórnin sneri sér um það til verzl-
unar Örums & Wulfs, en hún kvað
slik tré ófáanleg og óflytjandi. Send-
ir voru þá j þeirra stað sex plankar,
fimmtán til sextán þumlunga breiðir
og átján álna langir, sem ganga
skyldu á misvíxl undir miðju brúar-
innar sem lengdin leyfði og skeyttir
rammlega saman. Andvirði brúarefn
is með flutningskostnaði til Vopna-
fjarðar, rúmir níu hundruð ríkisdal-
ir, var greitt úr konungssjóði. Bygg
ingarkostnaðinn skyldi til bráða-
birgða greiða úr jarðabókasjóði, en
endurgreiðast honum eftir því sem
stjórnin, með ráði amtmannsins, á-
kvæði síðar.
Árið 1819 var brúin svo endur-
byggð. Fyrir framkvæmdum stóð
Melsteð sýslumaður. Til þess að
standa fyrir smíði brúarinnar fékk
hann Eyjólf Ásmundsson ísfeld.
Kaup hans var þrjátíu ríkisdalir.
Efnið til brúarinnar var fiutt sjó-
veg frá Vopnafirði upp á Ker. Fyrir
flutningi þaðan á ísum stóð Björn
Sigurðsson, bóndi á Ketilsstöðum.
Að lokinni brúargerðinni tilkynnti
sýslumaður stjórninni, að kostnaður-
inn við brúargerðina hefði orðið tæP
ir níu hundruð dalir, nær jafnhár
því, sem efnið hefði kostað, komið
til landsins. Lagði Melsteð til, að
byggingarkostnaði skyldi jafnað að
874
X í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ