Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Qupperneq 13
Hér á sílSunni eru efst frá vinstri
til hægri:
S.argon, enskur togari, sem
strandaði við Hafnarmúla í des-
ember 1948 í ofsaroki og snjó-
komu. Menn frá Kollsvík og Ör-
lygshöfn björguðu 6 skipbrots-
tnönnum, en 10 létust í skipinu úr
vosbúð. — Þessi togari var stað
gengill „Dhoon“ í kvikmyndinni
„Björgunarafrekið viðLátrabjarg“
Olíuskipið Clam í brimgarðin
um við fieykjanes í febrúar 1950
Þar var björgunarsveitin í Grinda-
vík enn að verki og bjargaði 19
manns, 4 björguðust með öðrum
hætti, en 27 fórust, er björgunar-
bát.frá skipinu hvolfdi í briminu.
Egill rtauði strandaði undir
Grænuhlíð 26. janúar 1955 og sést
hér, þar sem hann liggur á hlið-
inni. Með honum fórust 5 menn,
en 29 björguðust. Björgunarsveit-
in á ísafirði bjargaði 16 mönnum
í björgunarstól, en 13 mönnum
björguðu skip, sem komu á strand
staðinn til hjálpar.
Jón Baldvinsson strandaði við
Reykjanes 31. marz 1955. Björg-
unarsveitin í Grindavík bjargaði
áhöfninni, 42 mönnum. Á mynd-
inni er togarinn á hvolfi í brim-
garðinum.
Van der Wend belgískur tog-
ari, hálfgrafinn f sandinum á
Meðallandsfjöru. Hann strandaði
í marz 1957. Skipbrotsmennirnir,
19 að tölu, björguðust allir.
Á síðustu myndinni eru menn
úr björgunarsveit að taka skip-
brotsmann úr björgunarstól.
SVIPMYNDIR UR AFREKSSÖGU
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
877