Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Síða 16
Þetta er skipbrotsmannaskýll & Meðallandsfjöru. Sandvötntn hafa grafið undan
þvf, svo að stöplarnir standa berlr. Annað skýli á Kálfafellsfjöru hvarf alveg á
kaf f sand, sést aðelns á eitt horn þess upp úr sandinum.
gert af fúsum og frjálsum vilja og
einlægri löngun til að hjálpa og
bjarga öðrum úr háska, ag án alls
endurgjalds.
— Tekur starf þitt ekki oft á taug-
ar og tilfinningar?
— í slysavarnastarfinu verður auð-
vitað ekki hjá því komizt að kynnast
sorgunum og hinni alvarlegu hlið
þessarar starfsemi. Það er þungbært
að þurfa ag svipta ástvini síðustu von
um björgunarmöguleika þeirra nán-
ustu. Einhver þungbærasta stund __ í
starfi mínu hjá Slysavarnafélagi ís-
lands var, þegar farþegaskipinu Goða-
fossi var sökkt hór úti við Garðskaga.
Ég fékk fyrstu vitneskjuna um hvað
var að gerast þarna, og í gegnum
mig var einu frettirnar að hafa, sem
aðstandendur gátu eitthvað byggt á.
Mörgu mannslifinu hefur þessi snjalla
uppfinning, björgunarstóllinn, bjargað.
En hvað rnátti ég segja? Það var
hörmulegt að gefa von, þar sem um
enga von var að ræða. Sú stund líð-
ur mér aldrei úr minni. Skrifstofan
var troðfull af angistarfullu fólki,
sömuleiðis allir gangar og stigar út
úr dyrum. Síminn linnti ekki látum.
Heil þjóð var slegin harmi og kvíða.
í annað skipti var það mér ekki síð-
ur þungbært, íö ég.varð til þess að
svipta unga móður og eiginkonu allri
von. Mannlaus bátur fannst rekinn
upp á Mýrum, og ég komst að því,
hver var eigandi bátsins og fór þang-
að heim og spurði eftir manninum.
Konan hans sagði að hann hefði geng-
ið niður í bæ. Mér létti við ag heyra
þetta og sagði, að það væri gott, að
hann hefgj ekki róið, því að báturínn
hans hefði fundizt rekinn upp á Mýr-
um. En þá rak unga konan upp lágt óp
og hné niður. Var mér þá ljóst, hvern-
ig í öllu lá. Hún hafði óttazt um mann
sinn, en vildi ekki láta á neinu bera.
En þessi vitneskja kom yfir hana eins
og reiðarslag.
— Hvað væri það fyrsta, sem þú
gerðir, ef hjálparbeiðni frá skipi í
sjávarháska bærist gegnum talstöð-
ina hérna á borðinu? '
— Ef þetta er skipsstrand og ég
veit, hvar skipið er statt, hef ég
strax símasamband við björgunar-
sveit á staðnum, annars kalla ég í
fleiri sveitir. Öll skip í nágrenninu
láta líka til sín taka og sömuleiðis
miðunarstöðvar á svæðinu. Þegar bát
ar þarfnast aðstoðar á rúmsjó, verð-
ur að reyna að útvega skip eins fljótt
og auðið er. Slysavarnafélagið á
sjálft Sæbjörgu, hún er sennilega
eitthvert mesta björgunarskip Evr-
ópu. Þag eru aldrei minna en 20—30
skip á ári, jem hún aðstoðar. Það eru
náttúrlega komin fleiri skip til skjal
anna, sem hægt er að leita til, en
hún var í fjöldamörg ár ein um
hituna. Nú megum við leita til Land-
helgisgæzlunnar um aðstoð, og á hún
að ganga fyrir öðru.
— Hefurðu ekki oft verið vakinn
aí værum blundi með hjálparbeiðni?
— Jú, það hefur verið talsvert uffl
það öll þessi ár, en maður venst
þessu, og ég hef lifað mig inn í þetta,
hvort sem er á nóttu eða degi.
— Er ekki gífurlega mikill kostnað-
ur við rekstur félagsins?
— Jú, hann er mikill. Síðastliðið
ár var hann rúmlega ein og hálf mill
jón. Til þess að standast straum af
kostnaðinum, fær félagið styrk frá
ríki og einstaklingum, sem nemur Va
hluta hans. Margir einstaklingar hafa
gefið félaginu stórgjafir og er
skemmst að minnast björgunarbáts
Framhald á 886. síðu.
Skipbrotsmenn af „Cape Fagnet", sem björgunarsveitin í Grindavík bjargaðl
24. marz 1931.
880
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ