Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Page 18
því, að svo fór. í köldu veðri hefur
risaeðla verið svo sljó vegna hins
lága líkamshita, er af veðrinu hlauzt,
að hún hefur engum vörnum getað
við komið, þegar dýr með „heitu“
blóði réðst á hana, jafnvel þótt það
væri ekki stærra en köttur.
Við skulum nú gera okkur' smá-
mynd af því, hvernig sum dýranna,
sem „kalt“ blóð hafa, lifa af vetur-
inn í dvalaástandi.
Höggormarnir sækjast helzt eftir
því að sofa vetrarsvefni sínum
í grjóthrúgum. Þar liggja þeir oft
margir saman í kippum, og meira
ag segja kemur fyrir, að einn og
einn snákur finnst í hópnum. Fund-
izt hefur höggormahíði, sem hafði
að geyma þrjú hundruð höggorma.
Það er greinilegt, að þegar dýrin eru
svo mörg saman í hrúgu, hafa þau
meiri möguleika á því að halda því
hitastigi óbreyttu, sem er þeim
heppilegt í dvalanum. — Karlfrosk-
urinn grefur sig niður í leirholu eða
fer niður í tjarnir, en kvenfroskur-
inn fer á land og leggst { dvala undir
laufum eða öðrum stöðum, þar sem
sízt frýs. Það er álit margra, að
froskurinn þoli að fr.iósa. En það
er samt vist, að þegar
tjarnir botnfrjósa, drepast flestir
froskarnir, sem þar eru. Froskar
hafa fundizt frosnir inni í lagís og
þó lifandi, en þá er eins og alltaf sé
talsvert vatnslag umhverfis dýrið.
Staðreyndin er að öllum líkindum
sú, að froskurinn þolir allt að 0 stiga
kulda, en frekari kælingu þolir hann
ekki.
Líkamshiti skordýranna er einnig
mismunandi og hafa allir séð, hve
fluga er ólíkt fjörugri í heitu veðri
en köldu. Á okkar landi, þar sem
vetrarkuldi er mikill og langur,
leggjast flugurnar í dvala, um leið
og kólnar í veðri. Þó er því svo far-
ið, að rnörg skordýr lifa aðeins sum-
arið og deyja að hausti, en þá lifa
egg þeirra af veturinn. Önnur lifa sem
púpur og verjast þannig kuldanum.
Það eru fá skordýr, sem lifa af vet-
urinn sem fullorðin dýr. Það gerir
þó hin venjulega húsfluga. Hún skýt-
ur sér einhvers staðar inn í þurra
viðarrifu, þegar svefninn fer að á-
sækja hana, og lætur þar líða úr sér.
— Lirfur mýbitsins sofa svefni hinna
réttlátu í tjörnum og lygnum, en bý-
flugur hafa annan hátt á. Þær leggj-
ast ekki í dvala, þótt þær hafi mis-
munandi líkamshita. Þær eru vakandi
og í fullu fjöri allan veturinn, en öll
starfsemj þeirra miðar að því að
halda á sér hita. Þær haga sér i
hæsta máta mjög einkennilega og
dálítið spaugilega, finnst þeim, sem
á horfir; — þær hanga saman mjög
þétt inni í býkúpunni og eru eins og
stór bolti á að sjá. Vængirnir og lfk-
aminn eru á stöðugri hreyfingu, rétt
eins og þetta sé eins konar hópdans,
þær blaka stöðugt væn^junum, eins
og maður, sem ber sér í kulda. Og
þær skiplast á að vera yzt í hópn-
um. Mælingar hafa sýnt að hitastig-
ið inn } slíkum „bolta“ getur veri'
20 stigum hærra en lofthitinn utan
hans. Býflugurnar eru sem sagt und-
antekningin, hitt er reglan, að þau
dýr, sem hafa „kalt“ blóð, leggisl í
dvala.
Það er hins vegar öllu erfiðara að
skilja, hvemig dýr, sem hafa „heitt“
blóð eða réttara sagt blóð með lítt
breytilegu hitastigi og eiga allt sitt
undir því við venjulegar aðstæður,
að hinn stöðugi líkamshiti þeirra sé
óháður hitabreytingum umhverfisins,
fara að því að lifa af þær miklu breyt
ingar, sem eiga sér stað í líkams-
starfsemi þeirra, þegar þau leggjast
í dvala.
Það er staðreynd, að blóðhitj þess
ara dýra minnkar til mikilla muna,
meðan vetrarsvefninn varir. Venju-
lega fer hann rétt niður fyrir 10 stig,
en þó má geta þess, að líkamshiti
amerísks sléttuhunds hefur mælzt
+2 stig á Celcíus, og samt sem áður
var hann lifandi. Mörg líffæri hætta
alveg störfum, meðan á dvalanum
stendur og er rétt hægt að greina
hjartaslögin. Til dæmis um hinar
miklu breytingar, sem verð'a, þegar
dýr með „heitu“ blóði leggst í dvala
skal þess getið, að múrmeldýrið, sem
dregur andann 60 sinnum á mínútu
við venjulegar aðstæður gerir það
aðeins 5—6 sinnum þegar það er í
dvala.
En þessi dýr geta líka vaknað úr
dvala fyrr en eðlilegt er. Verði
skyndilega heitt í vetrarhíðinu, vakna
þau, og einnig vakna þau venjulega,
ef of kalt verður. Og þá er þeim
liætta búin, — annaðhvort verða þau
að finna nýjan dvalastað, þar sem
hitastig er ofan við lágmark, eða þá,
að þau verða að lagfæra þann síað,
sem þau eru á, svo að þar verði líf-
vænlegt. Vakni þau við slíkar að-
stæður, deyja þau, geti þau ekki lagt
sig til svefns aftur í híði, þar sein
ekki frýs. Það er líka hægt að vekja
þessi dýr með því að hreyfa við þeim
eða trufla þau á ánnan hátt. Slíkt
getur haft mjög slæm áhrif á líðan
þeirra, því að um leið og þau vakna,
aukast efna-skipti líkamans, og líkams
hitinn hækkar ört.
Það hefur aftur þær afleiðingar,
að mikill hluti þess næringarefnis,
sem átti að verða vetrarforði dýrs-
ins, ézt upp. Og geti þau ekki lagzt
til dvala sem skjótast aftur, verður
það bani þeirra.
Það er öllum dvaladýrunum sam-
eiginlegt, að dvalinn væri þeim ekki
mögulegur, ef þau ekki gætu safnað
forðanæringu í líkamann. Þau spen-
dýr, sem leggjast í dvala, safna fitu,
sem er oft í þykkum lögum á hnakk-
anum og hryggnum. Ungar, sem fæð-
ast það seint, að þeim hefur ekki
unnizt tími til þess að safna forða.
Þannig er mýflugnasveimurinn stundum á sumrin, en á veturna sofa llrfur flugn-
anna svefni hinna réttlátu í tjörnum og vö'tnum.
882
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ