Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Page 19
Hér sést skógarbirna með húna sína. Þeir fæðast um hávetur, þegar hún er í híðinu deyja alltaf í híSinu. Menn ætla oft, — og með miklum rétti — að það sé kuldinn, sem sé höfuðorsök þess, að dýrin leggist í dvala. Þó eru til dæmi um það, að dýr leggist í dvala, meðan enn er 'heitt i veðri, en þá stafar það af því, að, erfitt er orðið um öflun fæðu. Heslimúsin í Mið-Evrópu fer í híði, jafnskjótt og hún hefur gert vetrar- bælið og safnað nægilegri forðanær- iugu, og hún sefur vært, þrátt fyrir það að heitt sé í veðri. Svefn dýranna er misjafnlega vær og þungur. Leðurblakan sefur í ein- um dúr, og sp hún vakin, deyr hún venjulega. Hún gerir sér ekki híði, heldur hangir í lofthitum og hanabjálkum, þar sem ekki frýs. Mör- gæsin dre,gur sig í hlé, þegar hún er orðin maddömuleg og vel feit og sofnar þá djúpum svefni, rumskar þó öðru hverju, sérstaklega á sól- heitum dögum, en enga forðanæringu hefur hún. Þegar hún vaknar, fær hún sér stundum göngutúr til þess að viðra sig og leggst síðan til svefns á ný. Björninn safnar heldur ekki forða, hann leggst í október-nóvem- ber og sefur þar til snemma vors, í apríl eða maí. Hann lifir bara á fitu líkamans. í raun og veru er ekki hægt að segja um björninn, að hann sé eig inlegt dvaladýr, því að hann er oft vakandi í híðinu, og það furðulega er, að birnan fæðir unga á meðan hún er í híðinu. Þeir líta dagsins ljós, þegar vetrarkuldinn er hvað harð- astur. Hér hefur verið rætt um vetrar- dvala hinna ýmsu dýra, en það er líka til svokallaður sumarsvefn, sem svarar í raun og veru alveg til vetr- arsvefnsins. Á ýmsum landsvæðum í hitabeltinu verður jörðin skrauf- þurr, þegar sólin hellir geislum sín- um án afláts yfir slétturnar, en aldr- ei kemur regndropi úr lofti. Mörg dýr lifa af þetta eyðimerkurástand með því að grafa sig í jörðu og leggj ast í eins konar dvala. Dýr, sem þetta gera, eru til dæmis krókódillinn og anakoridaslangan, stærsta kyrki- slanga Ameriku. Hinn afríski lungnafiskur grefur sig niður i leir- á botni tjarnanna og lokar holunni með slími. — Það er frægt dæmið um snigilinn, sem fannst í egypzku eyðimörkinni. Hann fannst árið 1846 og var hafður — eða réttara sagt skelin af honum — til sýnis í brezka náttúrugripasafninu. Allir héldu, að skelin væri tóm. En viti menn, fjór- um árum seinna varg vart við líf í henni, og þegar skelin var sett í vatn, kom snigillinn í ljós og byrjaði að hreyfa sig, eins og ekkert hefði í skorizt. Þannig hefur náttúran útbúið þessi dýr, til þess að þau mættu lífi halda, vaxa og auka kyn sitt. Brýr á Jöklu - Framhald af 875. sí8u. 68 ár. 3. Brú Björns Péturssonar um 1698—1783, ending um 85 ár. 4. Brú Guðmundar Péturssonar um 1783— 1819, ending um 36 ár. 5. Brú Páls Melsteðs, um 1819—1883, ending um 64 ár. 61 Brú Balds, um 1883—1931, ending um 48 ár. Gagnsemi brúarinnar hjá Fossvöll um var víðtækari en það að auðvelda almenna umferð. Við brúna eða í grennd hennar var um langa tíð al- mennur samkomustaður. Fyrst var þar sameiginleg þinghá og þingstað- ur fyrir þrjá núverandi hreppi, Jök- uldal, Hlíð og Tungu. — Var þing- staður sá nefndur Trébrúarþing eða aðeins Brúarþing, sem fyrr er sagt Mun þingið þá hafa verið háð í tjaldi eða við tjald. — Síðar varð Foss völlur næsti bær við brúna, almennur kjörstaður til alþingiskosninga fyrir Norður-Múlasýslu. Hafa því við tré- brúna á Jökulsá gerzt margir sögu- legir atburðir, kunnir og ókunnir. Járnbrú var byggð yfir Jökulsá hjá Hákonarstöðum 1908 og síðan hafa verið byggðar tvær brýr yfir ána, önnur nálægt Hjarðarhaga, hin hjá Brú, í nánd við þann stað, þar sem hin forna steinbogabrú var. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 883

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.