Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 18.11.1962, Síða 20
ÞEGAR EMIL ZOU SKRIFAÐI OPIÐ BRÉF TIL FORSETANS Fösfudaginn 13. janúar 1898 birfisf hin fræga grein rifhöfund- arins Emil Zola „J'Accuse" — Eg ákæri — í franska blaðinu „L'Aurore". Fjórum árum áður er þessi merkilega grein birfisf hafði liSsforinginn Alfred Dreyf- us verið handfekinn og ákærSur um landráS. Hafði hann sam- samkvæmt ákærunni verið njósn- ari Þjóðverja. Ef rekja ætti þetta sakamál frá byrjun til enda, væri auSvelt að skrifa um það heila bók. En sú bók myndi ekki varpa Ijósi á sannleik- ann varðandi allt í sambandi við þetta mikla mál, því að enn þann dag í dag er sumt f málinu óupplýst og verður að öllum líkindum aldrei upp- lýst. Þetta mál væri einnig vel fallið sem efni í leikrit með dramatískri atburðaiás, sviðsmyndum af götu- óeirðum, stjórnarkreppu, sjálfsmorði o.s.frv. . En að er bezt að fylgja þráðum veruleikans frá byrjun, — þess veruleika, sem nú er löngu horf- inn og verður aldrei aftur — von- andi. Upphaf málsins var það, að í þýzka sendiráðinu i París fannst skjal, sem hafði að geyma nákvæmar upplýs- ingar um franskt hernaðarleyndar- mál, og var auðséð á skjalinu, að sá, er það hafði skrifað, hafði verið öllum hnútum vel kunnugur. Þetta skjal var eina sönnunargagnið, sem notað var gegn Dreyfus, og aðeins á þeirri forsendu, að rithöndjn á því líktist rithendi hans. Ekkj var auð- velt að finna eða benda á með sterk- um líkum neinar orsakir fyrir því, að Dreyfus befði framselt skjalið í hendur erlends ríkis. Fortíð og að- stæður Dreyfusar virtust tremur benda til þess, að hann væri ólík- legur til þess að vera hinn seki: Hann fædist f Alsace, en hafði flúið þaðan eftir árið 1871 til þess að kom- ast hjá því að verða þýzkur ríkisborg- ari. Hann var vel stæður efnalega og Iifði reglusömu lífi. En starfsbræðr- um hans féll ekki við hann, hann var fáskiptinn og innilokaður — og þar að auki var hann Gyðingur. Það var nóg. — Gyðingahatrið er nefnilega engan veginn fyrirbrigði, sem spratt upp úr tímum nazismans 5 Þýzka- landi; það var til áður í öllum lönd- um, þar sem Gyðingar dvöldust, þótt aldrei hafi það komið jafnskýrt og óhugnanlega fram eins og á tímum nazismans. Hermálaráðherrann var í fyrstu ekki sérlega fylgjandi því, að stefna Dreyfusi fyrir rétt vegna þess, hve sönnunargögn gegn honum voru veiga lítil. En franska blaðið „Libre Par- ole“, sem þekkt var af Gyðinga- hatri sínu, hótaði að hefja harðvítuga baráttu gegn ríkisstjórninni, ef hún ekki þegar í stað hæfist handa um að draga Dreyfus fyrir dómstólana. Og þann 22. desember 1894, þegar Par- ísarbúar voru í jólaskapi, var dæmd af honum hertign hans og honum gerð útlegð til æviloka. Hann var sendur til hinnar illræmdu Djöflaeyjar. — Það er víst, að svo fljótt hefði ekki skipazt til í örlögum þessa ógæfn- sama manns, ef hermálaráðherrann hefði ekki farið ó bak við meðráð- herra sína með svindilbragði: Hann lagði fyrir dómendur nýtt skjal, sem að því er virtist, tók af vafa um sekt Dreyfusar. Skjalið hafði hermála- fréttaþjónustan gert og hvorki Dreyf- us eða verjandi hans .fengu vitneskju um það. En herforinginn Picquard, sem stjórnaði rannsókn hermálafrétta- þjónustunnar, fann samt sem áður nýtt skjal, sem sannaði, að Dreyfus var saklaus, en leiddi grun að öðrum liðsforingja, sem Esterhazy hét. Kom- ið var í veg fyrir, að Picquard g®t* haldið frekari rannsóknum áfram, og hann var sendur í snatri til Túnis- Síðan var hann ákærður fyrir að hafa falsað þctta skjal Nú var þungamiðja málsins ekki lengur sú, hvort Dreyfus væri saklaus eða sekur. Nú var aðal- 684 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.