Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 2
Sæi lómurinn einhvern nálgast, bældi hann sig nióur og teygði fram hálsinn. SUMARVIKUR Á hinum lágu strónrium Norð- austur-GrsBnÍands er víða fjöldi vaígpi og tjarna. Á þeim s'lóðum á íómurinn sér varpsföðvar, svo sem víða um norræn Iönd. Þanigað senriu Danir Náttúrufræðinga fyrir fáum áru.m, meðal annars til þess að fylgjast með háttum Iómsíns í umhverfi, sem er í slíkri órafjar- lægð frá öllum mannabyggðum, að þar eru menn nálega aldrei á fer'ii. Verðu.r þráðurinn hér rak- inn eftir frásögn náttúrufræðiiiigs- ins Aiwins Pedersens. Pedersen og félagi hans komu að lómatjörnunum um miðbik júní mánaðar. Fannirnar á láglendinu ivoru þá sem óðast að þána, og þorri farfugla, sem leitar á þessar slóðir á sumrin, var kominn þang- að. Árnar voru í flugvexti, stór svæði orðin alauð og sól ofar sjón- deildarhring allan sólarhringinn. Þeir Pedersen reistu tjald sitt við eitt vatnið, drjúgan spöl frá ströndinni. Kalt var og hráslaga- legt, og ísrek mikið við ströndina. Stundum hvíldi grá ísþokan yfir landinu dögum saman, og buldrið frá hafísnum, sem hraktist fyrir straumi suður með landinu, þagn- aði aldrei. Svo var það einn dag að hátt í lofti heyrðist hvellt gagg, gerólíkt röddum annarra fugla. Þá vissu gestirnir, að lómurinn var kominn, síðastur fugla, er vitja þessarar köldu strandar Græn- lands. Áður en langt um leið voru lómahjón setzt við hverja einustu tjörn á þessu víðlenda strand- flæmi. Mennirnir höfðu aðeins verið fáa sólarhringa í tjaldi sínu, þegar það gerðist eina nótt, að tveir lómar komu fljúgandi neðan frá ströndinni. Þeir flugu lágt og hratt og settust umsvifalaust á miðja tjörnina. Svo teygðu þeir hálsana og lituðust um. Þarna voru engir fuglar aðrir, nema fáeinar sand- lóur og lóuþrælar á hlaupum á leirum, og eftir litla stund stungu lómarnir sér og komu að nokkrum mínútum liðnum upp rétt hjá dá- lítilli mosaþúfu, sem var úti í vatn inu, örskammt frá bakkanum. Enn dokuðu þeir við stutta stund og svipuðust um, áður en þeir hættu sér alveg að þúfunni. Þar var dálítil dyngja, gerð úr mosa og sinu, en ekki hærri en svo, að fugl arnir gátu séð yfir hana, ef þeir syntu að henni. Þegar þeir höfðu gaumgæft dyngjuna að vild sinni, renndu þeir sér hvimandi spöl- korn út á vatnið. Allt f einu teygðu þeir báðir fram hálsana, spyrntu við fótum og börðu vatnsflötinn imeð vængjunum, unz þeir náðu flTlgtaki. Þeir sveimuðu stundar- korn lágt yfir vatninu með háum hljóðum o'g hurfu síðan í austur- átt. Úti við ströndina var fjöldi Ióma. Þeir höfðu allir vitjað vatna sinna og sannfært sig um, að að- koman var sem skyldi. En þeir gátu ekki aflað i þeim þeirrar fæðu, sem þeir þurftu, og nú lifðu þeir nokkra daga í munaði við ströndina, þar sem þeir gátu kafað eftir þorskseiðum að vild sinni. Lómar, sem voru að koma úr njósnarferðum sínum innan frá vötnunum, steyptu sér með lang- dregnu góli niður á sjóinn, og allur hópurinn, sem fyrir var, tók undir, líkt og kveðju væri svarað. Og svo þögnuðu hljóðin aftur jafn skyndilega og þau höfðu hafizt. Lómarnir voru að jafnaði á sjón- um um nætur. Þess neyttu nátt- úrufræðingarnir. Þeir reistu eina nóttina grágrænt tjald um þrjátíu metra frá vatnsbakkanum, og gættu þess svo að láta ekki sjá sig, þegar lómarnjr vitjuðu vatns síns að morgni. Síðan færðu þeir tjaldið ofurlítið nær vatninu á hverri nóttu, unz það stóð fremst á bakkanum, nokkra metra frá dyngjunni. Þá virtust lómarnir vera orðnir svo vanir tjaldinu, að þeir gáfu því engan gaum. Úr þessu tjaldi átti að athuga lifnaðarhætti lómanna, og Peder- sen,\em einkum hafði það starf með höndum, fór aldrei í það án þess að félagi hans fylgdi honum þangað og sneri síðan jafnskjóft brott og aldrei úr því, án þess að félagi hans sækti hann. Tölvísi lómanna virtist ekki svo þroskuð, að þeir uppgötvuðu, hvaða grikk- ur þeim var þarna gerður. Þegar þeir félagar komu að tjaldi sínu einn hinna fyrstu daga júlímánaðar, lá annar lómurinn í dyngjunni. Hann hvarf sem kólfi væri skotið í vatnið, er hann varð mannanna var, og kom ekki upþ aftur fyrr en við hinn bakkann. I dyngjunni voru tvö egg, grængrá á litinn, og höfðu fáein sinu- 890 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.