Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 20
BENSI GAMLI lagðist í sinnisveiki
og var ófáanlegur til þess að stíga
í fæturna. Gömul vinkona hans af
næsta bæ kom þá til hans og tók
að tala um fyrir honum. Sagði hún
meðal annars, að nauðsynlegt væri
fyrir hann að biðja guð og treysta
honum. En þá svaraði Bensi:
— Ég hef nú einu sinni leitað
til hans, þegar mér lá á og hann sinnti
tekki bón minni, svo að ég er nú
að hugsa úm að komast af án hans.
★
DÓRI bar blöð og bréf út um þorp-
ið, og var hann áhugasamur við starf
sitt, oftast á harðahlaupum og mik-
ið í hug. Kom þá fyrir, að orðræða
hans var ekki sem skipulegust. Eitt
sinn hafði honum orðið það á að
afhenda annað bréf en vera bar. Kom
hann þá til baka með miklu írafári
og sagði:
— Eg het sKilið hér eftir öfugt
bréf til vitlauss manns.
★
ÓLAFUR GAMLI var ekkjumaður,
en hafði verið svo heppinn að fá bú-
stýru, sem honum var mjög að skapi.
Þegar Ólafur fór í kaupstaðinn, sagði
hann við bústýruna, að hún mætti
biðja sig um eitthvað úr kaupstaðn-
um, sem hana vanhagaði um. Bústýr
an varð þessu fegin og sagði, að sig
langaði sérstaklega að fá efni í
skyrtu, þótt það væri af ódýrustu
tegund. Þá svaraði Ólafur:
— Það þykir mér satt að segja
nokkug mikið, sirs í klút hafði ég
hugsað mér.
ÚR ÁLFTAFIRÐI -
Framhald af 899. síðu.
hjóna myndarbúi í Hattardal meiri.
Þeir, sem kynni höfðu af gömlu hjón
unum, bera þeim þag vitni, að þau
Jiafj verið gæðamanneskjur og elsku-
leg í viðmóti öllu. Það lék löngum
hýrusvipur um andlit gamla manns-
ins, sem bauð af sér bezta þokka.
En þótt hann lifð'i hér langa ævi,
lærði hann aldrei ag tala íslenzku, svo
að i lagj væri.
Nokkurn spöl fyrir utan Hattardal
gengur eyri fram í sjóinn. Þar var
síldarsöltun á sama tíma og á Dverga-
MISSÖGN
í 36. tbl. Sunnudagsblaðs Tímans
er smásaga úr (Austur) Landeyjum
í safninu „Fyndni og flónska". Sögu
þessa þekkja margir eldri Landey-
ingar, en hún er öll úr lagi færð og
er rétt að háfa það, sem sannara er.
Skip það, sem beið lendingar, var
svokallað „jul“ sexróið, og hét Svan-
•ur. Formaður var Jóhann í Krosshjá-
leigu, sérkennilegur maður og orð-
hákur. Lifðu ýmis tilsvör hans og
kringilyrðj á vörum fólks í sveitinni
löngu eftir hans dag. — Magnús bóndi
í Stóru-Hildisey átti hlut í Svaninum,
og var jafnframt háseti Jóhanns. —
Nú er það eitt sinn, ag sjór hafði
versnað meðan Jóhann var í róðri.
Var beðið lags úti á legunni. Nú sýn-
ist Magnúsi (ekki Jóni) vera sæmi-
steinseyri, og eru margar vörður, sem
síldarfólkið hlóð í tómstundum sín-
um, uppi á fjallsbrúninni þar fyrir
ofan. í þessum vörðum sumum eru
flöskur meg nafnamiðum, og kannske
minnist einhver, sem les þessar lín-
ur, þess dags, er hann fór upp í
fjallið með stúlkunni sinni eða piltin-
um og skildi eftir lítinn miða í
flösku til minningar um þá göngu-
ferð.
☆
Vestan Álftafjarðar heitir Sjötúna-
hlíð. Þag er dregið af nafninu, að þar
hafi verið sjö bæir — er þó sjálfsagt
þjóðsaga, þar eru nú allir bæir komn-
ir í eyði, enda er þar brattlent og
ekki gott til búskapar með þeim hætti,
sem nú tíðkast. Lengst var Kambsnes
í byggð, og var sá bær utarlega á
ströndinni, gegnt Súðavík. Þar bjuggu
þau Egill Jónsson og Guðrún Þórð'ar-
dóttir, er síðar voru í Árnesi í Súða-
vík, fram á fjórða tug þessarar ald-
ar. Nokkur ár eru síðan Egill lézt, en
Guðrún lifir enh. og á heima hjá dótt-
ur sinni í Súðavík, langminnug fróð'-
leikskona, er margt hefur séð byltast
og breytast í sinni tíð.
Og nú látum við staðar numið. Vio-
komumst ekki í bifreið út Sjötúna-
hlíð. Vegurinn er kominn inn fyrir
fjarðarbotninn og nokkuð á leið út
hlíðina. Árnar inni í fjarðarbotnin-
um, Fjarðarós og Hattardalsá, hafa
verið brúaðar. en við verðum enn um
hríð að bíða eftir vegi inn í Seyðis-
fjörð, ef við kveinkum okkur við að
leggja land undir fót. En þegar ak-
vegur opnast meg öllum suðurfjörð-
um ísafjarðardjúps inn til Langadals
og Þorskafjarðarheiðar, verða þeir
áreiðanlega margir, sem fara hring-
ferð um Vestfirði j sumarleyfinu sínu.
Firðina við Djúpið þekkja fáir, sem
ekki hafa alið aldur sinn þar vestra
að einhverju leyti.
LEIÐRÉTT
legt lag og segir við Jóhann formann:
„Ættum vig ekki að róa í Jesú
nafni?“
„Nei, við skulum ekki róa í Jesú
nafni“, svarar Jóhann. í sama mund
reið yfir vont ólag. Þá segir Jóhann,
og beinir máli sínu að Magnúsi:
„Hvernig hefði nú farið, hefðum
við róið í Jesú nafni? Allir steindrep
ið okkur og farið til helvítis!"
Aldrei heyrði ég talað um það, að
Magnús í Hildisey hafi verig kjark-
lítill, enda alvanur sjóvolki, sem og
flestir fulltíða karlmenn í Landeyj-
um í þá daga. Sem meðeigandi í skip-
inu hefur hann trúlega átt meira
undir sér en óbreyttir hásetar og vilj-
að gefa formanni holl ráð. En Jóhann
formaður sá betur. H. G.
908
T f M I N N — SUNNUDAGSBLA®