Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 9
í Alftafjörð rauðskeggui, nafðj tekið sér fylgi- konu, og hvíldi á þeim bann Páls biskups í Skálholti En ekki orkaði biskup að skilja þau Hið-sama kvöld og Guðmundur góði tók náttstað í Súðavík. kom Kon- þessi hlaupandi þangað, því að hana fýsti að heyra kenningu hans. Hafði hún orðið að leynast brott frá ástmanni sínum. Er ekki að sökuni að spyrja: Konan bað Guðmund góða viðurtöku með gráti og iðrun, og fyfgdi hún jafnan síðan þessum meistara sínum, ef ófriður manna skildi þau ekki að. Hinn himn eski brúðgumi tók sess Árna rauð skeggs í hjarta hennar. Nokkrum áratugum síðar gerðist það. er Órækja, sonur Snorra Sturlu sonar. sat með liðssafnað á Vestfjörð um að bóndinn í Súðavík bauðst ri’ þess að fórna bæ sínum. ef Órækja yrði þar inni brenndur og ísafjarðar djúp frelsað með þeim hætti frá ójafn aði háns og þeirra kumpána, er hon um fylgdu. Þetta hafði þó ekki fram gang. Þegar leifj á aldii l'ram, var Súða vík stundum -.ýslumannssetur. Þat sat til dæmis Þorlákur sýslumaður Guðbrandsson. sonar;onur Arngrims lærða og höfutidur Úlfarsrímna. ☆ Rétt innan við Súðavík rennui Eyrardalsá, og kemur hún af Eyrar dal. sem er þa; upp af. Á innrí bakk anum er bærinn Eyrardalur, þar sem Jón Indíafari bjó í þrjátíu ár eftir hin rniklu ævintýri í fjarlægum lönd um. Hefur í þann tíð stundum borið þay á góma í Alftafirði, er sögulegt SéJ5 út Álftafiörð. Langeyri á tniðri myndinni, Kambsnes handan fjarðar og Snæ- fjallaströnd i móðu í fjarska yzt til hægri. þótti og markvert umræðueím. Lítið eitt ínnan við Eyrardalsá gengur fram í sjó lágeyn. Þetta er Langeyri. Svo er sagt, að þar hafi Hansakaupmenri haft bækistöð fyrr á öldum og gert sér virki, því að þeim var tortryggni á Englendingum, er sátn í Hrafnfirði í Jökulfjörðum og víðar norður þac En svo urðu binir þýzku og ensku kaupmenn að láta undan síga, og tímans tönn eyddi virki Hansastaða- kaupmanna. Öldum saman var Lang- eyri auð og yfirgefin. Svo gerðist það vorið 1881,- að Norðmenn komu í Álftafjörð í leit að hentugum stað fyr- ir hvalveiðistöð Þegar þetta sumar byggðu þeir skýli til lýsisbræðslu á Langeyri, en hið næsta vor hófust stórframkvæmoir, húsagerð og bryggjusmíði. Reis upp hafskipa- Sfelnnlnn, sem bærinn Dvergasteinn í Álffafirði dregur nafn af. Séð yfir Siötúnahlíðar. bryggja innan u'. vig eyrina og verk- smiðjuhús upp af henni. Bjálkahús mikið var byggt þarna til íbúðar, og var rifið, síðasi þessara norsku húsa á Langeyri. árig 1940, og viðir úr því notaðii í heimavistir nemenda Reykjanesskólans. Þá tíð, er Norðmenn sátu þarna, voru mikil umsvif á Langeyri, en kannski nokktið sukksamt stundum eins og verða vildi í hvalveiðistöðv- urc Norðmanna vestan lands og aust- an á þessum árum. — Enn er uppi- standandí í Eyrardal gamalt og sér- kennilegt timburhús frá þeim árum, er mest blómgun var í atvinnulífinu í Álftafirði, og var þar lengi verzlun og brauðgerð um skeið. Þegar Norðmenn voru brott farn- ir af Langeyri, var þar lengi útgerð og saltfiskverzlun og síðar hraðfrysti- hús. Nú hefur vestfirzkur athafna- maður, Björgvin Bjarnason, keypt Langeyri með öllum mannvirkjum, sem þar eru, og látið reisa ný til við- bótar, og er fyrirhugað, að þar taki til starfa niðursuðuverksmiðja. Heppn ist það fyrirtæki vel, getur svo farið, að nýtt blómaskeið hefjist í Álfta- firði. Og þá yrði þess ekki langt að bíða, að gömlu húsin í Súðavík þok- uðu fyrir nýjum byggingum. ☆ Talsverðan spöl innan við Langeyri er bærinn Dvergasteinn, og rennur þar lítil á til sjávar og hefur myndað allstóra eyri, er heitir Dvergasteins- eyri. Þar var önnur hvalveiðistöð Norðmanna, byggð 1896. Seinna var þar síldarsöltunarstöð. En nú sjást þar aðeins múrsteinahrúgur á víð og dreif, örfáir fúnir bryggjustólpar, leif- ar af reykháfi og síldarþró mikil úr steinsteypu. Álftafjörður má muna sinn fífil fegri. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 897

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.