Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 5
— Það álíta raargir, að guðspeki- félagið sé trúfélag. — Já, þag er sá draugur, sem við erum alltaf að berjast við. Það eru allir jafn frjálsir innan félagsins sem utan þess, félagið sem slíkt heldur ekki fram neinum skoðunum. Félags- menn þess mega trúa hverju sem þeir vilja eð'a engu Stefnuskrá fé- lagsins kristallast í tveimur orð'um „bræðralag og sannleiksleit", en menn ráða sjálfir, hvaða leiðir þeir fara. Allir, setn láta í ljós skoðanir sínar í félaginu, bera sjálfir ábyrgð á þeim, — ekki félagið. Við vilj- um vinna á bræðralagi á öllum svið- um, ekki sízt t.rúarbragðanna og lít- um margir svo á, að allar þessar trúarklíkur og trúarpex séu eitt af því, sem stendur mannkyninu fyrir þrifum. Við lítum síður en svo á, að við höfum allan sannleikann, en það sem gerir þag að verkum, að ég og margir aðrir aðhyllast guðspekina, er, að okkur finnst lífið verða miklu skiljanlegra í Ijósi hennar. — Er guðspekin mjög andstæð efn- ishyggjunni? — Já, guðspekin lítur svo á, að efnishyggjan sé ein mesta hindrun á þroskabraut mannanna. En í raun- inni er lcomig svo, að þeir, sem líta á sig sem efnishyggjumenn og gorta af því, eru orðnir eins konar eftirlegu- kindur 18. og 19. aldarinnar, því að margir beztu vísindamenn nútímans nálgast hið andlega viðhorf til lífs- ins meir og meir. — Hinn sanni vís- indamaður fullyrðir ekki um það, sem hann ekki veit. Það er heiðar- leg afstaða. En þegar vísindamaður fullyrðir, að ekkert líf sé eftir dauð- ann, er það hið sama og að segja, að allir skyggmr menn fyrr og síðar l.iúgi, og þag er nokkuð mikil full- yrðing og ekki vísindi. heldur nei- þvæð trú. — Mér finnst efnishyggju- menn fjarskalega barnalegir. Þeir eru eins og mnður, sem fer á tónleika í Gamla bíó, en fullyrðir, að það séu hvergj tónieikar annars staðar, af því as hann heyrir þá ekki. — Heldurðu, að vísindin geti orðið einhvers vísari um annað líf? — Það er raín hugmynd, en að- eins hugmynd, ag vísindin eigi eftir að sanna framhaldslífið. Eg held — en kannske er það bara fantasía — að þau eigi eftir að finna áhald, sem er nógu fíngert til að taka við sveifl- um frá framliðnum mönnum. Tilver- an er ekki annað en mismunandi sveiflur, og við erum bæði móttak- ari og sendir. — Þið guðspekinemar talið oft um „hið guðdómlega eðli“ mannsins. — Já, einmitt. Maðurinn þekkir ehki sjálfan sig sem andlega veru, eins og hann er innst inni. Kirkjan a mikinn þátt í þessu. Hún hefur talið mönnum tiú um, að þeir væru gerspilltir syndarar. Við lítum nátt- úrlega ekki svo á, að maðurinn sé fullkominn, síður en svo, — hann er í smíðum og þess vegna ófullkom- inn. En innst inni er hann gæddur guðdómlegu eðii, annars væri held- ur engin von um hann. — Þig teljið, að mað'urinn end- urholdgist, er það ekki? 1 — Ekki allir, og innan félagsins mega menn hafa hvaða skoðun á því, sem þeir vilja. Ilinu höldum við' marg- ir fram, að þegar menn fari að kynna sér guðspekikerfið, komist þeir að þeirri niðurstöðu, að' fortilvera og endurholdgun sé líkleg. — Ef við erum á annað borð eilífir, hljótum við að hafa verið' til á undan fæð- ingunni. — Fyndist þér lífið vert að lifa því, ef aðeins væri til eitt líf, þetta líf? — Mér fyndist lífið þá vera grát broslegur skrípaleikur, næstum þvi djöfullegt. — Þú talar um fortilveru. Eru hæfi leikar manna þá áunnir i fyrri jarð- vistum? — Já, allt, sem mönnum er með- fætt, er arfur frá fortíðinni — þeirra eigin fortíð, ekki forfeðranna nema ag mjög takmórkuðu leyti. Þannig er til dæmis með meðfædda lista- hæfileika. Þeir stafa af sérhæfingu á ákveð'num sviðum í fyrri tilveru. Þetta er eina sennilega skýringin á hinum svokölluðu undrabörnum. — Ef menn broskast í hverri tilvist. á það þá fyrrr öllum að liggja, að verða jafn fullkomnir og Kristur? — Því myndum við hiklaust svara játandi, en það þarf mörg jarðlíf til. Það er hægt ag benda á ýmis legt í Biblíunn; þessu til stuðnings. Páll postuli segir, að menn eigi að ná því, sem hann kallar „vaxtarhæð Kristsfyllingarinnar“ og hann talar um „Krist í css, von dýrð'arinnar“ Við höfum líka org Krists: „Verið fullkomnir eins og yðar himneski fað ir er fullkominn." Hann hefði ekki sagt þetta, ef hann hefði ekki sjálfir trúað því, að svo gæt; orðið. — Er Kristur þá ekki útvalinn guðs sonur? — Hann er það í sama skilningi og við erum öll guðsbörn. En hann ér náttúrlega einn af þroskuðustu guðs sonum. sem verið liafa á jörðinni Það kemur benega í ijós af orðum hans sjálfs. að hann hefur litið svo á, ag við værum öli guðsbörn. Þarí ekki annað en benda á „Faðir vor“ því til sönnunai. — Við töluðum áðan um listamenn Hvaða rúm skipar listsköpumin i guðspekinni? — Samkvæmt kenningum guðspek innar er listin ein af leiðunum til mannlegrar fullkomnunar. En þá verður listamaðurinn að vera ábyrg- ur og sú list, sem á skilið að' heita því nafni, hlýtur að stefna ag ein- hvers konar fegurð, enda eru lista- menn stundum kallaðir í dulrænum fræðum“ prestar fegurðarinnar“. Það er skoðun okkar margra, ag listin muni brátt koma í stað trúarbragð- anna, og það er eftirtektarvert, að nú, þegar kirkjurnar standa hálftóm- ar, fyllir' unga fólkið hljómleikasali og hlustar með allt ag því trúarlegri andakt. — Hvernig stendur nútímalist að vígi gagnvart þessum viðhorfum guð- spekinnar? — Mín skoðun er sú, að listin sé nú eins og unglingur á gelgjuskeiði. Eg geri þá kröfu, ag list sé í þjónustu lífsins og þróunarinnar og sé mann- bætandi, og ég held raunveruleg menning sé fyrst og fremst í því fólgin að kunna að meta hin sönnu lífsverðmæti, svo sem manngöfgi, fegurg og kæ’leika. — Það er nú mjög í tízku að taia um ab=t’-aktlist og órímuð ljóð Es held. að abstrakt list geti staðið við hlið hmnar tit'r lægu listar, en hún verður þ= að hafa eitthvag til að bera, sem ar á huga og hjarta, hún verðir að vera geðvirk annars ei hún »kki list. — Þú héfur sjálfur ort og skrifað bækur. — Já, það hefur loðað við ni!g áhugi á ljóðagerð og bókmenntum. og nú er nýkomin út ljóðabók eft;- mig, sem heitir Ljóðvængir og svo er að koma út framhald af fyrirlestr- um, sem ég hef kallag „Það er svo margt“. — Svo við snúum okkur aftu'' tð guðspekinni — Heidurðu, a* H1 séu forlög? — Við myndum kaila „for! >g ó- hjákvæmileg örlög, því að þa* eru líka til hjákvsemileg. örlög. með öðrum orðurn orlög, sem maðurinn getur ráðið við. En þegar er um hín svokölluðu ,,forlög“ að ræða, eru þaff örlög, sem maðurinn hefur hlevnt a: stokkunum og raaður ekki við aflsið- ingar þeirra Það er til ágætt dæmi til skýringar á þessum tvenns- konar örlögum: Kastir þú gúmmíhnetti í vegg, kemur nann til þín aftur og þú getur st.öðvað hann eða sveigt hann af braut -unni, en enginn stöðv- ar byssukúluna, allra sízt. ef þag er fallbyssukúla! — Er hægt að reikna út öilög manna? — Eg verð að játa, að ég er svo- lítið hjátrúarfullur Eg álit nefni- lega, a'ð talnaspekin og stjörnuspek- in hafi nokkuð til síns máls. Þessar tvær greinar eru dálítig ólíkar, því Framhald á 909. síSu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 893

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.