Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 7
THEODORERjCÖOSWELL: Þið þekkið hannVilla Fyrr á tíð hefði ekkert veður orðið út af því þótt Villi McChracken skyti negra, en þetta var ekki fyrr á tíð. Dómarinn sat kófsveittur með sím- ann í hendinni og hlustaði á öskrandi rödd frá höfuðborginni. ,En það er ekki hægt að hengja hvítan mann fyrir að skjóta negra." „Hver er að tala um að hengja“? sagði röddin vanstillt. „Ég vil, að allt líti vel út, það er allt og sumt. Þess vegna skulið þið ekkert flýta ykkur — takið ykkur tvær vikur, ef svo vil! verkast.“ Dómarinn hlýddi og t'ók sér tvær vikur. Verjandinn leiddi fram langa röð af vitnum og sækjandinn aðra eins, og kviðdómendurnir sátu undir Þessu öllu, alvarlegir á svip. Þeim höfðu verið lagðar lífsreglurnar fyrir fram og þeir voru fegnir þessu hléi frá sólarbrunanum á ökrunum, að óglevmdri þóknuninni, sem hlóð ut- an á sig þremur dollurum á dag. Bráðskarpur ungur maður var send- ur frá höfuðborginni til þess að sjá nm öll veigamikil atriði, og þess vegna urðu réttarhöldin yfir Villa McCracken til fyrirmyndar að öllum lagarekstri. Sækjandinn gerði eins harða hríð að Villa og hægt var án þess að draga fram smámuni eins og þá, að bif- reiðaverkstæðið, sem látni maðurinn hafði komið á fót, eftir að hann kom heim frá Kóreu, var á góðri leið með að ná ti.l sín öllum viðskiptum frá Villa McCracken. Ekki lét hann þess heldur getið, sem var á almanna vit °rði. að Villi var deildarstjóri hjá Riddurum hins Leiftranda Sverðs á staðnum, og í embættisnafni hafði hann gefið hinum látna vikufrest til að hypja sig úr bænum eða taka af- Iniðingunum ella. Tvær konur voru aðalvitnin. Önn ’Jr var mjög gömul og kolsvört, hin var ekki kornung lengur, en hún var hvít Þá fyrrnefndu mátti með réttu halla norn, þó að hún hefði annan °S hljómsterkari titil á þeirrj Sleymdu feðratungu, sem hún notaði a töfrasamkomum. En gagnstætt góðri og gamalli landsvenju hafði hún ekki aðeins fengið að halda lífi, heldur einnig að reka viðskipti sín * særnilegum friði. Þeir voru færri í véttarsalnum, sem ekki höfðu ein- hvern tíma leitað ráða á laun hjá Hattie frænku. Og þó að það væri oft- ast til að biðja um tiltölulega mein- lausa ástardrykki eða verndargrip. þá voru þó nógu margir, sem leitað höfðu fulltingis hennar með svartari áform í huga, til þess að það tryggði henni óvenjulega tillitssama með- ferð. Hattie frænka var elzti íbúi bæjar ins. Sagnir hermdu. að hún hefði verið orðin fullorðih kona. þegar Lincoln sveik út frelsi handa þræl- unum. Látni maðurinn var síðasti ættingi hennar, sem mönnum var kunnugt um. Eftir að hún hafði unnið eið sinn, bar hún það, að ákærði, Villi Mc- Cracken. hefði komið í kofa sinn um kvöldverðarleytið, spurt eftir hinum látna og síðan skotið hann milli augn-' anna, þegar hann kom fram í dyrnar. Næst kom kona Villa. feitlagin og Ijóshærð, í of þröngum kiól. o» hún naut þess sýniíega. að athvglin beindist að henni. Hún sór það. að Villi hefði verið heima á umræddum tíma, og í rúminu hjá henni. þar sem honum bar að vera Það var auðséð á andlitinu á kviðdómendunum. að þeim fannst Villi vera meiri asninn, ef hann hefði ekki verið þar. Átta riddarar hins Leiftranda Sverðs sátu umhverfis eldhúsborðið hjá Villa. Hann tók upp könnu, sem stóð á gólfinu hjá honum, drakk væn an teyg og þurrkaði sér óstyrknr um munninn með loðnu handarbaki Hann leit á vekjaraklukkugarnvnn yfir vaskinum og lyfti könnunni aft- ur. Þegar hann lagði hana frá sér, seildist Pete Martin eftir henni og tók hana til sfn. „Hertu upp hugann, Villi“, sagði hann og hristi könnuna til þess að sjá, hve mikið væri eftir í henni. „Enginn nær í þig hér hjá okkur.“ Villi skalf. „Þið hafið ekki séð hana húka þarna undir trénu nótt eftir nótt eins og ég.“ Hann seildist eftir könnunni, en Martin hló og færði hana, svo að hann náði ekki til hennar. „Nú hættir þú þessum drykkju- skap, og þá sérðu ekki Hattie frænku, hvert sem þú lítur. Það er mesta furða, að þú skulir ekki vera farinn að sjá eiturslöngur á eldhús- borðinu, eins og þú hefur þambað síðan réttarhöldin voru.“ „Ég hef séð hang, svei mér þá“, sagði Villi mæðulega. „Sex nætur í röð hef ég séð hana, -eins og ég sé ykkur, sitja þarna undir trénu og bíða þess, að tunglið verði fullt“. Hann teygði sig eftir könnunni aftur, en Martin bægði honum frá henni. „Þú ert búinn að fá nóg. Nú situr þú hér og steinþegir, meðan ég tala nokkur orð af viti Hattie frænka er dauð, og Jackson er dauður, og þau eru bæði komin djúpt undi" græna torfu. Ég lái þér ekki. þó t það .færi um þig. út af því sem hún gól í rétt- arsalnum, áður en hún valt um koll. en þú veizt, að Riddararnir r’ða við hvaða niggara sem er, dauðan eða lifandi Nú ferð þú up og fær? þér blund. Þú ert ú'kevrður. Ea efast um, að þú hafi sofið sex tima síðan réttarhöldunum lauk Ekki hefur Winnie Mae misst neinn syefn. eða hvað“? Villi nuddaði beran skallann með digrum fingrunum. „Ég ge' ekki sof- ið“, sagði. hann rámur. ,.ekk: meðau hún er þarna úti Hún ssiði að hann mundi koma aftur með næsr» fullu tungli, og nú er það alltaf að verða kringlóttara". ..Hann kemur aftur. en ví^ sjá fyrir honu.m. Villi“. sagð' Mirt-'n sefandi röddu. ..Nú gerir þú eins og ég sagði Tunglið kému’- ekkj upp fyrr en eftir góða tvo tíma Þú færð þér dálítinn blund og við vek.ium þig í tæka ííð“. Villi hikaði. en síðan stóð hann upp og lötraði upp stigann. Hann var svo þrevttur, að hann reikaði j rpori. Þegar hann kom inn í dimmt svefn- herbergið, fór hann úr fötunum >og fleygði sér í járnrúmið við hliðina á Winnie Mae Hann revndi að halda sér vakandi en gat bað ekki Eftir anðartak hrutu þau hvort með öðru, bann þungt, hún létt og fínlega. Það var glaða tunglsljós og birta i herberginu, þegar Villi vaknaði. Þeir höfðu ekki vakið hann Neðhn úr eldhúsinu heyrði hann raddafflið og síðan drykkjuhlátur Hægt, líkt og í leiðslu, stakk hann fótunum fram yfir rúmstokkinn og réikaði að glugg anum. Hann reyndi að stilla sig um að líta út, en gat það ekki. Þarna mundi hún vera, húkandi undir gamla trénu, skorpin, svört múmía, sem beið og beið og beið. Allt í einu rak Villi hnúana upp Framhald á 910. síSu, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 895

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.