Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 15
holti á Mýrum, þjónaði siðan á Kálfa fellsstað. Fékk veitingu fy,rir Stafa- felli 1726 og fluttist þangað á næsta ári. Prestverkabók lians geymir ýmiss konar fróðleik um sóknarbörnin. Með- al þeirra var nún Fríða, sem lánaði honum rauða hestinn, er kom ekki aftur heim í Kiossaland. Fyrsta haustið, sem - séra Högm var á Kálfafelli, ól kona hans son. Hann var vatni ausinn og nefndur Böðvar. Skírnarvottur var ungur maður þar í sveitinni, Árni Ófeigsson, sýnilega handgenginn prófastinum. Leið svo nærri ár. Þá trúlofuðust fil hjúskaparbunds, 17. október 1728, Áxni Ófeigsson og Hólmfríður Einars- dóttir. Þau voru saman vígð á annan dag jóla. Árnj Ófeigsson var 27 ára, fæddur um 1701, sonur Ofeigs bónda í Byggð- arholti Þorlákssonar og konu hans Kristínar eldri Eyjólfsdóttur, Árna- sonar. Hefur Árni ungur valizt til forystu í máletnum sveitarfélagsins, notið að' einhverju frændgarðs til hrautargengis, en þó varla umfram það, sem verðleikar gátu staðig til. Hó mfríður Einarsdóttir var 18 ára, fædd um 1710, dóttir Einars bónda í Vik, Árnasonar. Um móður hennar er ekki kunnugt. Einar í Vík mun hafa verið tvíkvæntur; seinni kona hans hét Guðleif. Nöfn dætra eldri harna hans benda eindregið til ann- ars móðurnafns. Ætt hans mun hafa átt rætur báðum megin Lónsheiðar. Þau Árni og Hólmfríður hófu bú- skap í Hvammi, bjuggu þar í tví- býli. Mótbýlismaðurinn var Helga Eyjólfsdóttir, ekkja Bjarna Árnason- ar. Þau höfðu búið á Eskey á Mýr- hm, áttu fjölda bama og voru mörg jþeirra hjá móður sinni. Helga var móðursystir Árna Ófeigssonar. Hvammur er sunnan við Jökulsá. Jörðin var 15 hundruð að dýrleika að fornu mati, þar í talin hjá eiga hyggð úr heimalandinu frá ómuna- hð. Heitir þar á Þorgeirsstöðum og var kotið metið til 5 hundraða. Virð- ist svo sem oft hafi verið með skyld- !um að skipta um búsetu á þessum býlum. Hvammur var allgóð jörð, landrými víðlent, afréttarland gott í Hvamms- fjöllum, hagasælt og fleytingssamt á vet.rum, notalegt málnytupeningi á sumrum. Þar var víða skógur í hlíð tun. En 'hrístak taldist til betri hlunn inda á hverri jörð. Vorið 1736 mun flytjast upp í Lón niaður að nafni Markús Gíslason frá Með'alfel i í Nesjum. Hann settist að í Hvammslandareign, þar sem hét í Volaseli og hefur stundum í byggð ver iS. Fæddist Markúsi sonur í Volaseli Þá um sumarið, en á sama ári eða því næsta missti hann konuna. Árið 1738 flutti hann bú sitt í Hvamm, kvænt- ist heimasætu þar, Þórunni Bjarna- dóttur. Bjó síðar við þriðju konu á Brekku við Stafafell. Sama vorið sem Markús kom að Hvammi, losnaði Krossaland, býli á næstu grösum. F uttust þau Árni Ófeigsson og Hólmfríður búferlum þangað. Krossaland er eign Stafafellskirkju og var 6 hundruð að dýrleika. Inni- króað milli vatna; þar er flatlent. Útsýn fögur til fjallanna, sem um- lykja sveitina a þrjá vegu. En utan við forvaðann, framan við bæinn, rís dökkur sjávarkamburinn. Opinn faðm ur fjörunnar tekur á móti öldunum, sem koma óbrotnar utan úr víðáttu hafsins. Þarna bjuggu þau Árni og Hólm- fríð'ur. á annan áratug og hefur víst vegnað vel. Séra Högni Sigurðsson hai'ði stundum átt erindi til að skíra nýfædd börn þeirra í Hvammi. Sama sagan endurtekur sig í Krossalandi. Og oft var Jökulsá þá í slíkum for- áttuham, að prestinum þykir frásagn arvert. Séra Högni fékk Breiðabólstað i Fljótshlíð 1750. Sama ár drukknaði Árni bóndi Ófeigsson. Hólmfríður Einarsdóttir stóð þá uppi með stóran hóp barna, elztu börnin komin að tví- tugu, þau yngri í ómegð. 0 Snjólfur hét maður Pálsson. Faðir hans var Páll bóndi í Firði, sonur Snjólfs bónda í Flatey á Mýrum Jóns sonar, kominn af ætt séra Snjólfs prests í Ási í Fellum Bjarnasonar. Páll Snjólfsson bjó lengi í Firði og synir hans, sem voru margir, urðu bændur á ýmsum jörðum í Lóni. Snjólfur Pá sson mun hafa komið að Hvammi 1738, sama vorið og Árni Ófeigsson og Hólmfríður Einarsdótt- ir fluttust út í Krossaland. Þá hvarf Jón Bjarnason, sem verið hafði fyrir vinna hjá Helgu móður sinni, til gift ingar og búskapar á næsta bæ; heitir þar Þórisdalur. Markús Gíslason sett ist að í Hvammi, eins og áð'ur er sagt. Þetta vor hafa vín- og veizluföng verið reidd úr Djúpavogshöndlunár- stað suður í Hvamm og Þórisdal, og góðvinafágnaður orðið á fjallabæjun um sunnan vig Jökulsá. Áður en sumri lauk stóð þar þriðja systkinabrúðkaupið. Það var 13. tíag ágústmánaðar, að lýst var trúlofun Snjólfs Pálssonar og Steinunnar Bjarnadóttur. Þau voru saman vígð 14. dag septembermánað- ar. Hjónaband peirra varð stutt og mæðusamt. „1. janúar 1741 grafig andvana bam Snjólfs", stendur í prestverka- bók séra Högna á Stafafelli. Og 8. október 1743 skírður Jón Snjólfsson veikur. Drengunnn náði ekki aldri. Sjö vikum seiuna var meybarn skírt í Hvammi, loreldrar Markús og Þór- unn Bjamadóttir. Stúlkan var nefnd Steinunn og ægir það sína sögu, svo að ekki varður um villzt: Stein- unn, kona Sniólfs Pálssonar, hefur andazt á barnssæng og þessi systur- dóttir hlýtur uafn hennar Ekkjumaðurmn bjó áfram i Hvammi, festir kaup á allri jarðar- torfunni; verðuj þó ekki neitt full- yrt um, hvenæ) kaupin fara fram. Hvammur ásamt hjáleigu hafði verið 15 hundruð að dýrleika. Þegar Snjólf- ur keypti, mun jörðin metin á 14 hundruð, en 12 júní 1750 var hún niðursett í 13 hundrug — tvisvar lækkuð frá htnu forna matsverði. Tún lá undir skriðuhlaupum og vötn brutu gróið land í næsta nágrenni bæjarins. Sanngjarnt taldist, að opin- ber gjöld lækkuðu af eigninni. Árin hverfa hjá. Vötn renna til sjávar. Tvær konur drukkna í Jökulsá. Önnur þeirra var gamla ekkjan frá Hvammi, Helga Eyjólfsdóttir. Og nornirnar halda áfram að skapa mönnunum örlóg Við fráfali Árna bónda Ófeigssonar réðust mál á þann veg, að Snjólfur Pálsson fluttist út í Krossaland, gekk þar í hjónaband — kvæntist ekkj- unni. Þau áttu bæði góð bú, þegar þau rugluðu saman reitunum, voru ekki stödd á nemum flæðiskerjum. Frá þessum tíma eru til vottfestir úrdrættir úr manntalsbókum sýslu- manna, þar sem gerð er grein fyrir öllum bændum á hverju verzlunar- svæði, jafnvel getið um efnahag þeirra og dýrleika ábýlisjarða. Þarna fengu einokunarkaupmenn- irnir svör við spurningunni: Hver er maðurinn? Árið 1753 var Snjólfur Pálsson bóndi á Krossalandi efnaðastur bænda í Lóni. Hann hefur ekki þurft að ganga bónleíður til búðar á Djúpa- vogi. Þau Snjóltur eg Hólmfríður Einars- dóttir fluttust fljótlega að Hvammi, hafa fremur kosið að búa á eigna- jörð en vera landsetar. Þar um ráð- ið, að fénaður hans var landvanur í fjöllunum og öruggara þótt, að hann gengi þar fram. Snjólfs Pálssonar naut ekki lengi við. Hann hefur víst andazt á önd- verðu ári 1761; dánarbúið tekið til skipta þá um vorið. Lifserfingjar voru þrír. Hólmfríður Einarsdóttir fékk Þor- geirsstaði í sinn hlut og valdi sér þar búsetu. o Hér segir örlítið frá börnum Hólm- friðar Einarsdóttur: Framhald ó 909. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLÁÐ 903

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.