Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 4
★ Á dálitlu hvítu risi fyrir ofan dyrnar á húsi Guðspekifélags ís- lands í Reykjavík stendur kross. Þessi kross er öðruvísi en aðrir krossar. Langtréð gengur ekki upp úr örmunum, heldur er þar hringur, og hringurinn er tákn eilífðarinnar. Þetta er hinn egypzki kross, sem stundum hef- ur verið nefndur Lykill laun- helganna. — Þar sem hann stendur, minnir hann á mann með útbreiddan faðm móti himni, líkt og hann vænti þess að verða fylitur einhverju, sem armar hans geta lukzt um. Andrúmslofítft í þessu húsi eriygnt og friffarfullt, sætur reykelsis- eimur fyllir vitin og flæðir út í hverja taug. Það' er þögn í húsinu, sem orð megna ekki að rjúfa. — f stofu Gret- ars Fells standa margir stólar um- Gretar Fells. (Ljósmynd: TÍMI'NN—RE). „Atér finnst efnishyggju- menn fjarska barnalegir" — segir Gretar Fells í spjalli um guðspeki og mannfega tiíveru hverfis lítið, knnglótt borð. Á ein- um vegg stofunnar er mynd af Jesú Kristi eftir skáldiff Kahlil Gibran, andspænis mynd af bláum pýramída, sem er felldur inn í sólarupprás með björtum og hlýjum litum. — Eg er forhertur symbolisti, seg- ir Gretar, um ieið og hann horfir á pýramídann. — Komstu snemma í kynni við guðspekina? — Já, strax um fermingu á æsku- heimili mínu, Fellsmúla. Faðir minn átti mikið bókasafn. Eg rakst þar á lítið kver um guðspeki og gleypti það í mig. — Varstu trúaður sem barn? — Nei, ekki beinlínis, en dulhneigð- ur. Trúarþel hefur aldrei verið' sterk- asti þátturinn 1 sálarlífi mínu. Eg þurfti fyrst að skilja, svo að trúa. — Hvernig .eizt prestinum, föður þínum, á guðspekihneigð þína? — Faðir minn var einkennilegt sambland af gamaltrúuðum — og frjálslyndum trúfræðingi. Hann var sérstaklega mikil) Kristsdýrkandi og þó mjög frjálstyndur og amaðist ekki við, að ég sinníi guðspekinni. Bróðir minn, séra Ragnar, varg síðar prest- ur í Fellsmúla. Hann var mjög guð- spekisinna, dulur maður og innhverf- ur og fór sinna ferða. Eftir þessi fyrstu kynni mín af guðspekinni las ég öll guðspekirit, sem ég náði í, og ræddi mikið um hana vig pabba og Ragnar bróð'ur og Guðmund Árnason í Múla. Eg held ég geti hrósað mér af því, að hafa afvegaleitt hann. — Það var segin saga, að þegar við ræddum þessi mál, vorum við' alltat þrír á móti einum, föður okkar. — Heldurðu, að æskumenn hafi verið meira gruflandi, þegar þú varst að alast upp, en ungt fólk er núna? — Nei, ég er ekki viss um þa®- Núna er til dæmis sægur af ungu fólki í guðspakifélaginu. Margt af því er fráhvertt kirkjunni, þvi a® kristindómurinn fullnægir því ekkr, eins og meg hann er farið, — enda held ég, að dulhneigðin sé ríkari í íslendingum en trúhneigðin. Að vísu fer þetta stundum saman, en strang- trúað fólk er á móti allri dulrænu og guð'speki. Og guðspekinemar hafa einkum lent í árekstrum vig hina rétttrúuðu, sem ég vil kalla blind- eða þröngtrúaða. 592 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.