Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 17
Skáldið var fangi / Síberíu ■ Rússneski rithöfundurinn F|odor Dostojevskij hefur af mörgum verið talinn einn mesti skáldsagnahöfundur heimsins. Hann fæddist í Moskvu áriS 1821. FaSir hans var herlæknir, major aS tign, en móSir hans var dóttir efnaSs kaupmanns. Ætl- unin var, aS hann gerði verk- fræði að lífsst^rfi jsínu, en á námsárum sínum fékk hann mjög mikinn áhuga á bókmennt- um og las mikið, sérstaklega höfðu bækur hins fræga franska rithöfundar, Balzacs, mikil áhrif á hann. ■ Þrátt fyrir þag að hann eyddi miklum tíma í lestur bókmennta á námsárum sínum, lauk hann verk- fræðiprófi. En hann entist ekki nema tvö ár við verkfræðistörf: „Starfið er mér jafn leiðinlegt og kartafla", skríf aði hann bróður sínum, sem alla tíð var mikill vinur hans. Hann hafði skrifað dálítið í tóm- stundum sínum, en nú sneri hann sér algerlega ag rithöfundarstörfum. |í fyrstu skáldsögu sinni, „Fátækt fólk“, lýsir hann lífi hinna ,lágtsettu í embættismannastétt St. Pétursborg ar með snilldarlegum hætti. Útgef- andinn, Nekrasov, sem þekktur var íyrir hinar róttæku þjóðfélagsskoð- anir sínar, varð svo hrifinn af bók- inni, að hann heimsótti Dostojevskij klukkan fjögur um nótt til þess að tjá honum hrifningu sína. Eftir þetta fyrsta skáldverk skrifaði hann hverja sfcáldsöguna á fætur annarri: „Tví- farinn“, „Eiginkonan“, „Hvítar næt- ur“ og hina yndislegu bók „Netta litla Njesvanov". Á þessum árum átti skáldið við FJODOR DOSTOJEVSKIJ stöðuga fjárhagsörðugleika að stríða. Hann kunni ekkert með peninga að fara og var auk þess haldinn ástríðu- fullri spilafýsn. Ofan á þessa örðug- leika bættist svo flogaveiki hans, sem versnaði stórum, þegar hann var handtekinn árið 1849, ákærður fyrir að hafa tekið þátt í sósíalískri og andrússneskri breyfingu og dæmdur til útlegðar í Síberíu. Foringi þessarar hr'eyfingar hét Petrasjevkij, og markmið hennar var að binda endi á keisaraveldið í Rúss- landi. Félagar hreyfingarinnar komu þó ekki miklu til leiðar, því að á ein- um af fyrstu fundum hennar voru allir þátttakendur handteknir. Þeir sátu í fangelsi vikum saman, án þess að dómur væri kveðinn upp í máli þeirra. En skömmu fyrir jól var dóm urinn lesinn upp fyrir þeim, en hann var mjög gagnorður og stuttorður og hljóðaði á þá lund, að fangarnir skyldu allir skotnir. Hinir þrír fyrstu voru-bundnir við staura, og skotliðarnir miðuðu byssum sínum á' þá; en skipunin um að skjóta kcm aldrei: þetta var aðeins gert til þess að hræða fangana, og þeir voru allir náðaðir, nema Dostojevskij, sem skyldi afplána fjögurra ára fangelsis dóm í Síberíu. Að þvi loknu slcyldi hann þvingaður til að gegna her- skyldu sem óbreyttur hermaður. Fangavistin hafði í för með sér langt hlé á skrifum hans. í bókum T f M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ 905

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.