Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 5
/
GARÐUR, bústaSur háskólastúdenta í Kaupmannahöfn á dögum Eglls Guðmunds-
Guðmundur Ólafsson skýrðu og þýddu
forn.íslenzk handrit í Uppsölum fyrir
Svía.
Á því herrans ári 1732 fær Egill
Staffeldt nýja grillu í kollinn, og er
óþarfi að efast um að hún hafi verið
honum alvara þá stundina; hitt kem-
ur og með í reiknínginn, að Egill er
peníngatæpur. Hann geingur fyrir
danskan prófessor, Hans Gram, og
tjáir honum vilja sinn: kveðst hafa
ókveðið að reisa á vit þeirra svensku
og afrita þar íslenzk skinnhandrit.
Má vera að bókabruninn 1728 hafi
ýtt undir þessa hugmynd Egils. Varla
ber að skilja ráðagerðina svo, að Egill
hafi ætlað að vinna verkið í Svía
þágu; ef svo hefði verið, myndi próf-
essor Gram tæplega hafa tekið eins
vel undir erindi Egils og raunin varð
á um síðir: hann fær Agli penínga-
fúlgu nokkuð digra, og er svo um
samið, að henni verði varið til farar-
innar.
Egill geingur síðan út þaðan; leið-
in liggur ekki til Svíþjóðar meir;
tæplega til skuldaskila í Assistens-
húsið; en öllu heldur á knæpu fyrsta
kastið. Það er hvort sem er komið til
hans kasta að eyða peníngunum. —
Egill fer sínu fram um grillur og
svall, unz hann félaus vaknar einn
dag og minnist Grams prófessors.
Verður honum að ráði að flýja sem
snarast til Helsíngjaeyrar.
o
Kemur nú til sögunnar Jens nokk-
ur Wíum sýslumaður, óvílsamur og
harðgerður, rosamenni, skylmínga-
maður og drykkjumaður góður. Hann
hafði feingig sýsluna að Bessa Guð-
mundssyni látnum; var þó ekki sér-
lega glatt látið a-f honum sem skör-
úngi í stöðunni, en það kemur ekki
málinu við. Árið 1732 er Jens Wíum
í utanför sem oftar og kemur við
í Helsíngjaeyri. Geingur hann þar
fram á Egil Guðmundsson Staffeldt
og tekur honum drjúgum vel. Fara
svo leikar, að Wíum tekur að sér að
leysa Egil úr skuldaprísund og greiða
svo götu hans, að honum sé fært að
gera heimferð sína; er þetta ekki
eina dreingskaparbragð Wíumfeðga
þótt brokkar væru kallaðir á sinni
tíð. Verða þeir samferða til íslands
þetta ár, og fagnar Agli sorgbitin
móðir.
sonar Snotrufóstra.
Ekki verður þó laung dvöl Egils
við móðurkné að sinni, því enn hygg-
ur hann á siglíngu og frama í Höfn.
Árið er ekki liðig þegar hann "ætur
í haf á ný með fullar hendur fjár
úr arfinum.
Segir ekki af þeirri ferð annað en
það, að óráð hans færðist í aukana
samfara drykkjuskap þegar til Hafn-
ar kom. Fjórum árum síðar er Egill
rekinn frá Kaupmannahöfn, og kem-
ur hann enn heim á fund móður sinn-
ar; hún býr á Ketilsstöðum á Völlum,
eignarjörð sinni. Sezt Egill nú í bú
hjá henni.
Með Agli Staffeldt seilist framandi
trúarhyggja til íslands.
Við þessa heimkomu var Egill út-
blásinn af Kalvínstrú og kvaðst hafa
tekig hana að fullu. Einsog geta
mátti nærri hafði þetta eilitlar bylt-
íngar í för með sér gagnvart kirkj-
unnar þjónum á Austurlandi, enda
aftók Egill með öllu að virða presta
eða altarisgaungur. Hvort sem
Kalvínstrú hefur þarna ein verið að
verki eða ekki, þegar fram í sótti,
hélt Egill til streitu þessari afstöðu
sinni til kirkjunnar, — og innan
skamms tók að brydda á nýjum trú-
y .y r ^ y y ^
yý*f* , 0? a/MÍ&y
hmn At •JaZÁaMék/Át. '&á
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
941