Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 15
A
TÆPASTA
VAÐI
Inn úr Svarfaðardal gengur Skíða
dalur til suðurs, girtur háum fjöllum.
Nú eru þar aðeins sjö byggðir bæir,
en voru áður að minnsta kosti helm-
ingi fleiri. Ekki eru nema tíu ár síð-
an Skíðadalsárbrú hin fremri var
byggð', og þá loks komust Hlíð, Hnjúk-
ur og Klængshóll, sem standa fremst-
ir í dalnum austan ár, í akvegasam-
band. Fyrir þann tíma urðu bændur
á þessum þremur bæjum að flytja
hvers konar varnig yfir Skíðadalsá
með fremur frumbýlingslegum hætti.
Fyrr á árum var bjargazt við reið-
ingana, en síðar leystu hestvagnar og
kerrur þá af hólmi. Ekki er fært yf-
ir ána á öðrum bílum en jeppum, og
ef vöxtur hleypur í hana, getur hún
crðið bráð'ófær, jafnvel duglegustu
hestum.
Eins og nærri má geta komust
menn oft í ærinn vanda í viðskipt-
mn sínum við ána, og er ætlun mín
að nefna eitt eða tvö dæmi því tii
sönnunar í þessari grein.
í Hlíð búa tveir bræður mínir, Frið-
björn og Alexander. Dag einn í júní-
mánuði fyrir fimmtán árum var Frið-
björn á leið austur yfir Skíðadalsá í
hestkerru. Var hann með tóma mjólk-
urbrúsa í kerrunni. Áin var kolmó-
rauð og mjög vatnsmikil, enda hiti
mikill og bráðaþeyr. Friðbjörn
þræddi eftir sæmilega öiuggu vaði,
og gekk ferðin ágætlega. í sömu
mund og hann komst upp á eystri
bakkann, varð honum litið aftur og
sá þá, hvar gaflinn úr kerrunni flaut
niður eftir brotinu. Hafði hann losn-
að vegna hristingsins, er hjólin námu
við stórgrýtið í botni árinnar. Frið-
björn hljóp vestur brotið, eftir gafl-
inum, en í því bili er hann var að ná
taki á honum, missti hann skyndilega
fótanna og vissi ekki fyrr til en belj-
andi, óstæður straumurinn kastaði
honum flötum og hreif hann með
sér með heljarafli Vissi Friðbjörn.
að hann hafði farið of tæpt á vaðinu.
og lent í versta straumhaftinu, sem
beljaði út með eystri bakka árinn-
ar.
Friðbjörn fann, að hann mátti sín
lítils gegn ógnarafli árinnar, en reyndi
þó að krafsa kringum sig og halda
höfðinu upp úr vatninu, en það tókst
þó ekki nema öðru hvoru. Þess á
milli var hann á kafi í ísköldu, grugg-
ugu vatninu, sem bar hann með sér.
Friðbjörn tók nú að súpa vatn, og
KRISTJÁN JÓHANNSSON
meðvitundin sijóvgaðist, en þó var
sú hugsun vakandi allan tímann, að
reyna að krafsa sig vestur yfir til að
losna úr versta straumkastinu. Þessi
örvæntingartilraun bar loks árangur
og mátti ekki tæpara standa. Allt í
einu kenndi Fnðbjörn grunns, og gat
hann stöðvað sig. Hafði han'n rekizt
á grynningar, sem voru í miðri ánni,
og náði vatnið í hné. Beggja vegna
voru beljandi straumálar, og eru lít-
ií líkindi til, að Friðbjörn hefð'i slopp-
ið úr greipum árinnar, ef hann hefði
misst þessara grynninga. Bóndi í ná-
grenninu, Kristinn Rögnvaldsson, á
Hnjúki, hafði fylgzt með atburðum,
beizlað hest og riðið á þeysispretti
niður að ánni. Komst hann út á eyr-
ina og bjargaði Friðbirni. Var hann
þá svo máttfarinn, að hann gat með
naumindum staðið af sér strauminn,
þar sem hann beið á grynningunum.
Vegalengd sú, sem Friðbjörn barst
með ánni, var tvö eða þrjú hundruð
metrar, og þótt hann léti lítið yfir
þessari mannraun, hafði hún sín eft-
irköst. Allt sumarið var hann las-
burða, illa fyrirkallaður og með þrá-
látt lungnakvef, sem orsakaðist af
því, að hann sogaði niður í sig mikið
af ísköldu aurvatninu.
☆
Annar atburður, og ekki eins al-
varlegur, átti sér stað við ána vetur-
inn eftir í janúarmánuði. Þá voru
snjóar miklir og frosthörkur og áin
á þykkum ís. Dag nokkurn áttum við
Fiiðbjörn það erindi vestur yfir að
ná í kol, sem voru þar í bing. Veður
var leiðinlegt — norðangjóla og
fjúk — frost um þrettán stig.
Við beittum hesti fyrir sleða og
héldum af stað. Friðbjörn hafði
broddstaf meðferðis, og reyndi i'yr-
ir sér með honum, er út á ána kom,
en ísinn virtist hinn traustasti, eins
og búast mátti við, eftir hinar lar.g-
varandi frosthörkur.
En þegar allt virtist i bezta gengi.
brast ísinn skyndilega undan klárn-
um, sem sökk svo djúpt niður að
aftan, að vatnaði upp á miðjar lend-
ar. Sem betur fór voru framfæturn-
ir uppi á skörinni. Okkur bræðrum
brá mjög í brún við þennan óvænta
atburð, og horfðum í hálfgerð'u ráð-
leysi á, hvernig hesturinn seig æ
dýpra niður í krapaelgnn án þess
að gera nokkra tilraun til að brjót-
ast um. Friðbjörn tók þó fljóíiega af
skarið, losaði sleðann frá, seildist
niður í krapið, náði taki á tagbnu
og togaði í. Eg hélt í tauminn cg
reyndi að hvetja hestinn til átaka.
En þegar það tókst ekki, lagði ég
fram mitt liðsinni, Friðbirni til hjálp
ar. Og eins og í ævintýrinu stendur,
þá togaði Friðbjörn í stertinn og ég
togaði í líka, og smám saman gá*-
um við' mjakað klárnum upp úr kraps-
elgnum, unz hann lá endilangur uppi
á skörinni — og var hinn rólegasti
að sjá, enda frábærlega stilltui að
eðlisfari. Ekki þótti okkur það ráðlegt
að láta hann standa á fætur þarna
á bláskörinni, heldur veltum honom
um hrygg frá vökinni. Þá lokst stóð
Gráni, en svo hét hesturinn, á fætur
og hristi sig duglega. Hefur sjálfsagt
kulað illa um hann í frostnæðingn-
um — og flýttum við okkur að koma
honum í hús. Eftir á gátum við ekki
annað gert en að brosa að þessan
óvenjulegu björgunaraðferð. M"s!
dáðumst við að rólyndi hest'dn'
☆
Oft og iðulega var Skíðadalsá vað
in, er menn þurftu að bregða sér milli
bæja. Urðu þeir, sem burðameiri
voru en í meðallagi, þá oft að bera
aðra á baki sér, Því að „bússur“ voru
ekki nema einar til á hverjum bæ os
sums staðar engar. Eitt sinn kom einn
nágranni okkar til Friðbjörns, og
bað hann að bera sig yfir ána. Var
hann með lamb i togi — væna skepnu
enda komið fram á haust.
Nú vildi maðurinn ekki missa
lambsins, og tók Friðbjörn það til
ráðs, að bera manninn á bakinu, en
lamtoið í fanginu. Gekk ferðin yfir
ána að óskum.
☆
Á veturna bólgnar áin oft upp og
flæðir yfir flatlendið beggja vegna.
Verða þá mikil ísalög og myndast
ákjósanlegt skautasvell. Var oft glatt
Framhald á 957. síSu.
/
IÍM1NN - SUNNUDAGSBLAÐ
9í