Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 16
I , n i
KNÚTUR RASMUSSEN:
ÁST OG ERJUR
Á NORDURSLÓÐ
Ehré var ekkj atkvæðamaður við
veiðar. Þag var sagt um hann í háði,
að hann reri húðkeip, sem gerður
væri úr skinnum af veiðidýrum ann-
arra manna. Öllu lakari vitnisburð var
varla unnt ag fá.
Ehré var ungur og hraustur, en let-
in varð honum að falli. Hann hafði
gengið að eiga feita, roskna ekkju,
og þau fengu að liggja í skoti í húsi
föður hans. Það bar sjaldan við, að
þau væru rumskuð, þegar aðrir lögðu
af stað á veiðar, og svo slangruðu þau
allan daginn íðjulaus á milli hús-
anna.
Drengirnir í byggðinnj nefndu
þennan mann Ehré sterka. En það
gerðu þeir honum til háðungar, og
Ehré barði þann, sem hann náði með
minnstri fyrirhöfn, þegar hann heyrði
þessa nafngift
Annars var hann góðlyndur. Og
hann þóttist líka hafa af nokkru að
státa. Hann var sonur Sorkrarks, sem
allir litu upp til, og bróð'ir Majarks,
bezta veiðimannsins í öllu byggðar-
laginu. Þá feðga skorti aldrei kjöt, og
hvers vegna átti Ehré ag leggja meira
á sig en nauðsyn bar til?
En drattaðist hann loks á veiðar
einhvern daginn, kom hann nálega
aldrei tómhentui heim. Þess er þó að
geta, að ævinlega var þetta kjöt af
veiðidýrum, sem aðrir höfðu fellt.
Hann var sem sé gæddur ótrúlegum
hæfileika til þess ag þefa það uppi,
hvar félagai hans komust í tæri við
bráð, og þannig varð hann sér úti um
hlutdeild í veiðifeng annarra.
Einu sinni iá nærri, ag illa færi
fyrir honum Hann fór að haustlagi
með fleiri mönnum á sjó ag elta
rostunga. Þeir festu í rostungi, settu
út belg og réðust síðan á hann með
skutlum sínum. Ehré hafði sig meira
í frammi en góðu hófi gegndi, og
rostungurinn réðst á hann. Húðkeip
hans hvolfdi undir eins, en þegar
hann sökk, sneri rostungurinn frá.
Og ekki drukknaði Ehré. Félagar hans
drógu hann upp úr, fóru með hann
á jaka, þar sem þeir færðu hann úr
hverri spjör og lánuðu honum í stað-
inn þessar flíkur, sem þeir gátu án
verið. En nær dauða en lífi var Ehré.
þegar þeir komu með hann í land.
Hann lenti þó sjaldan í slíkum
hrakningum, því ag hann hélt sig að
jafnaði heima við.
Þennan mann hafði Alekrasína
krækt í. Hún hafði alið fyrri manni
sínum fjögur börn, og það var ekki
hlaupið ag'því ag finna mann, sem
vildi taka svo barnmarga ekkju upp
á arma sína. Hún varð því ab sætta
sig við mann sem ekki var í tölu
veiðigarpa. Og þegar hún hafði ginnt
Ehré til sín eina nóttina, sleppti hún
ekki tökum á honum.
Það fór vel á með þeim. Þau lágu
oftast í faðmlögum í skoti sínu í húsi
Sorkrarks, en brygði út af þvi, voru
þau oftast að leita hvort öðru lúsa.
þau léku sér eins og áhyggjulaus
börn, og engir voru jafntíðir gestir i
tjaldi okkar aðkomumannanna sem
þau. Þau voru aldrei bundin við nein-
ar annir.
En svo góðar sem samfarir þeirra
voru. þá gátu ástarlot þeirra stund-
um tekig á sig dálítig grófa mynd.
Dýr heyja oft blóðuga bardaga um
fengitímann. Það getur verið hinn
mesti háski að koma nærri hundum,
þegar ólga er í blóðinu. Þeir stórskaða
hver annan af eintómri afbrýðisemi,
og sá. sem hrenpt hefur hnossið, get-
ur jafnvel af óskiljanlegum duttlung-
um ráðizt á maka sinn og bitið hann
til blóðs. Þá vælir tíkin aumkunar-
lega. en karldýrið stígur ofan á hana
með framfótunum og urrar grimmd-
arlega í ofurdeð metnaðar síns. En
þegar blóðig kyrrist og sársaukinn
dvínar, leggst tíkin fyrir framan þenn
an herralega maka sinn, dinglar róf-
unni með mestu fleðulátum og veit
varla, hvernig hún getur vottað hon-
um ástúð sína af nógu mikilli auð-
mýkt.
Svipað þessu getur gerzt meðal
manna á hinum nyrzta hjara ver-
aldar. Karlmönnunum þykir vænt um
konur sínar, en í duttlungaköstum
getur þag borig við, að þeir þreytist
á ástúðinni eintómri og leiki þær
harkalega. Eigi ástin að dafna, verð-
ur konan að vita, að karlmaðurinn
sé sterkur, segja þeir.
Það var einn dag, er ég sat inni í
tjaldi meg gestum mínum, ag skyndi-
lega kváðu við' reiðileg köll. Það var
karlmaður, sem hrópaði:
„Hnífinn minn“, öskraði hann —
„þú hefur gleymt ag brýna hnífinn
minn.“
Vig litum út og sáum, að þetta
var Ehré. Hann var bálreiður og sót-
rauður í andliti og hafði þrifið í
hárið á konu sinni. Þannig dró hann
hana á eftir sér bak við tjöldin. Alekr-
asína var náfcl af vonzku og sárs-
auka, en mæltj þó ekki org frá vör-
um.
Einn gestanna í tjaldi mínu var
bróðir Alekrasínu. Hann hét Sitdlúk,
afburðafríður maður. Eg fylltist heil-
agri reiði og vandlætingu, þegar ég
sá að meinfýsnislegt glott lék um
varir Ehrés, og rödd siðmenningar-
innar í brjósti mér, skipaði mér að
skerast í leikinn og vernda hig veika
kyn fyrir ofbeldi villimannsins. Blóð-
ið hljóp fram í kinnarnar á mér, og
ég sá fyrir mér, hvernig ég veitti
þessum miskunnarlausa eiginmanni
maklega ráðningu. Eg leit til bróður
Alekrasínu, því að þaðan bjóst ég
við uppörvun til þess að skerast í
leikinn og láta hnefana tala því máli,
sem þessi fantur skildi. Augu okkar
mættust, og mér brá í brún. Sitdlúk
hló svo dátt, að hárið hristist niður
á nef honum.
„Láttu þau útkljá sín mál“, sagði
hann. „Hér skiptir fólk sér aldrei af
hjónaþrasi".
„Þetta er systir þír.“, sagði ég.
En Sitdlúk hló enn hærra.
„Systir mín er ekki annað en kona,
eins og allar hinar. Og konur þarfn-
ast ráðningar. svo að tætt verði við
þær. Þú heyrðir það sjálfur, að
Alekrasína sveikst um ag brýna hníf-
inn hans“.
Þag rann af mér berserksgangur-
inn, og ég varð skömmustulegur á
svipinn. Mér skildist, að hyggilegast
Það sló í brýnu med hjónunum — húsfreyjan var ögrandi, en bóndinn harS-
leikinn — aö lítilli sfundu liöinni hvíldu þau þó á ný í faömlögum.
952
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ