Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 6
arbrögðum hjá honum. í æSisköstum og margmælgi tók hann að ryðja úr sér fregnum af huldukonu, sem ýmist var unnusta hans, móðir eða fóstra; sú var Snotra; áhuginn fyrir Staff- eldts-nafninu þvarr, en í staðinn kom Snotrufóstri. Egill tók saman og færði í letur trúarjátníngu þessa at hvarfs síns; hún vakti mjög athygli og skopgirni náúngans í fyrri daga og var mjög skráð í bækur; sennilega er hún allgott vitni um mælsku Egils í óráðinu, og ekki stendur að baki hennar heimskur maður hvað sem öðru líður. „Trúarjátníng Snotru fóstru minn- ar, heiðvirðrar huldukonu. Nemi þeir sem vilja, allt rétt. Ég er hundrað og þrjátíu ára gömul og lifi fimmtíu án enn í heiminum; hefi fóstrað Egil frá barndómi; tók til á honum tíu vetra; er upprunnin í Kötlugjá á Suðurlandi; er átján barna móðir, giftist þrítug; hefi átt þrjá menn. Sonur minn er huldukóngur, situr á Lómagnúpi, kominn undir áttrætt, heitir Þerrirvöndur. Faðir hans hét Patnes; átti ég hann seinast minna manna. Agli gef ég geitamjóik þrisv- ar á dag, spón í hvert sinn; geitur þær eru alsvartar; hefi hann kærast- an minna barna, voldugan heimsins herra. Ég lifi sjálf af fugladrít — en sýkist aldrei. Lánglífismeðul gef ég Agli; sef sjaldan, en vaki laungum reiðin mjög, en ógjörn á lygi. Flest lifa börn mín eftir Egil. Við hann aldrei skilja mun. Öðrum ei, því margfróður er, Agli einum ann; vanið hann hefi á veraldar sóma; hlýtur heill og heiður, hann er allt undir- lagt. Á guð trúi, einn frelsara hefi, lasta djöful, lýt ég draugum, Agli það kenndi; er hann barn mitt ást- kærasta. Egill Snotrufóstri“. o Arið 1747 samdist svo með Jórunni sýslumannsekkju móður Egils og Pétri sýslumanni Þorsteinssyni, að Pétur fluttist að Ketilsstöðum; Jór- unn bjó eftir sem áður á nokkrum hiuta jarðarinnar, en seldi sýslu- manni iörðina smátt og smátt. Á móti þessu lofaði sýslumaður því, að hún skyldi til dauðadags hafa húsrúm á Ketilsstöðum fyrir sjálfa sig, þjón- ustustúlku og Egil Snotrufóstra Staffeldt, son sinn, ef honum yrði haldið þar. Ekki fara sögur af því, hversu þeim samdi fyrsta árið, Agli og sýslumanni; en næsta sumar eftir visiterar Ólaf- ur biskup Gíslason í Austfjörðum og kemur að Vallanesi 27. júlí. Þá lætur séra Stefán Pálsson prestur í Valla- nesi til skarar skríða og kærir fyrir biskupi, að Egill stúdent Staffeldt hafi aldrei komig til kirkju í Valla- nesi á helgum degi síðan 1738, er Stefán varð prestur þar. Nú segir af tiltektum Egils heima á Ketilsstöðum. Hann mun hafa frétt af yfirreið biskups og grunað Stefán prest um þessar tiltektir, — því dag- inn eftir þegar Ólafur biskup ríður með fylgdarliði sínu í hlað á Ketils- stöðum, grannur maður og fölur, trónar Egill Staffeldt í dyralofts- glugga og miðlar þaðan þekkíngu sinni; — Margur hefur prestur verið í Odda; fyrstur Sæmundur hinn fróði, hann hafði djöfulinn í dósum —; að svo mæltu gat Egill stuttlega allra presta í Odda, — en síðastur var Ólafur borufóstri, hver að er einsog mávur í framan. Ólafur biskup mátti vitanlega minn ast þess, er hann þjónaði til Oddastað- ar, og ekki síður yfirbragðs síns, en brá sér ekki við; spurði aðeins hver maðurinn væri, og varð þess brátt áskynja. — Ekki segir fleira af orða- skiptum þeirra Egils og biskups í það sinn, en Pétri sýslumanni þótti nóg um framferði Egils og ávítaði hann; en Egill svaraði með svivirð- íngum. Af biskupi er það að segja að inn- an skamms sendi hann Agli áminn- íngarbréf, og mun þar á fremur hóg- væran hátt hafa varað Egil við hátt- erni sínu og villukenníngum. Egill var í betra lagi orðglaður einsog þeg- er er fram komið; settrst hann nú við og sendi Ólafi biskupi svar við til- mælum hans og er þetta upphaf að: „Bölvaður hundurinn skrattans. Þig mun viðránka, hinn ærulausi, að híngað sendir mér bréf tilskrifað; skaltu nú fá svar, sem þig skal til helvítis leiða.“ Að öðru leyti er bréfið í þessum sama tón og víst ekki auðskilið á pörtum, utan hvað skammirnar og bölbænirnar fara hvergi milli mála. í bréfinu er getið huldukonunnar, fóstru bréfritarans, en nafns hennar ekki. Rekur Egill stílsmáta sinn til hennar; „Þekkirðu huldukonustílinn? Hún er móðir mín með Margréti og Lovísu. Faðirinn er Óðinn. Viltu ættartöluna leingri, hundurinn helvízki, hvatur á hið vonda.........“ Nú fyrst brást Ólafur biskup reið- ur við. í bréfi til kirkjustjórnarráðs 11. apríl 1749 víkur hann að Agli og framferði hans; fyrst því hversu Egill á námsárum sínum sökk í drykkju- skap og sóunarlíferni og eyddi fé móður sinnar, síðan því er Egill hóf Kalvínstrúartal sitt fyrir fjórtán ár- um, þar með getur hann hroka Egils og stórlætis. Þá drepur hann á skammabréfið frá Agli og getur þess að vísu, að það beri öll merki vit- stola manns, en segir þó, að sér hafi ekki virzt Egill geðsjúkur, þegar þeir h:ttust sumarið áður, öllu heldur hafi hann leikið sig sturíaðan. Leggur biskup áherzlu á frekju hans, ofmetn- að og ósvífni, sem hann segir að mönnum beri saman um ,að Egill hafi frá öndverðu sýnt. Loks spyrst bisk- up fyrir um hvað gera skuli við Egil, unz því verði við komið að bann- færa hann. 2. maí 1750 svarar kii’kjustjórnar- ráðið málaleitan Ólafs biskups. Er þar tekig vægar á málum Egils en biskup hefur vænzt. Segir þar að breytni Egils stafi af geðbilun og hinu að auki, að hann óttist hegníngu fyrir framferði sitt. Álítur ráðið að rétt sé ag fara með gætni að Agli, áminna hann með vinsemd um að láta af villu sinni og taka upp kyrrlátt líferni, en vill í eingu beita hann hörku laganna; telur og rétt að fá Egil til að senda konúngi bænarskrá um uppgjöf saka. 21. júlí skrifar biskup ráðinu enn bréf og kveðst skyldu hafa hugfast að áminna Egil hógværlega en láta hann ekki standa opinberar skriftir, enda verði því illa við komið sakir fjarlægðar að ná honum til Skálholts. En ekki verður þess vart framar að biskup hafi sinnt Agli neitt frek- ar; mun hann hafa talið hollast að láta málið niður falla, þegar séð varð að stjómin vildi ekki verða við ósk- um hans. Var Egill því ekki fyrir neinu hnjaski af hendi biskups, og espaði hvorugur annan eftir þetta. Q En nú fór tveim sögum fram. Þess er áður getið að Egill svaraði óvægi- lega átölum Péturs sýslumanns sum- arið 1748. En þann 19. september á sama sumri réðst hann aftur að sýslumanni og jós hann skömmum. Mun sýslumanni hafa sviðið undan, því nú tók hann til sinna ráða og stefndi Agli fyrir dóm Hans sýslu- manns Wíums; en í því felst, að sýslu- maður neitar í bili að telja Egil sturlaðan. Ekki er vitað hver þau ill- yrði voru sem Pétur sýslumaður taldi málssóknar verð, en svo virðist sem Agli hafi verið orðið talsvert uppsig- að við sýslumann. Tveggja atburða er getið frá veru Egils með Pétri, er sýna þetta: „Kom Egill eitt sinn inn í stofu, er Pétur sýslumaður var að lesa í bók, sá korða sýslumanns, þreif hann og otaði áð honum, en sýslu- maður hafði þá ekki annað vopna en hálftunnu, er hann bar fyrir sig; kom þá eitthvag að af heimafólki, svo að þeir hættu. — Öðru sinn: fékk Egill sér skinnstakk, rjóðraði hann allan utan í lýsi, fór svo í hann og rauk inn í stofu, þar sem Pétur sýslu- maður lá í rúmi sínu; tókst þá með þeim glíma; var sýslumaður sterk- ari, en Egill liðugri, festi og illa hend- ur á lýsisfángastakknum, og gekk þetta nokkra stund, þangag til fólk 942 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.