Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 19
LAPPAR KENNA HREIN-
DÝRARÆKT Á GRÆNLANDI
Á þessu bausti' eru tíu ár síðan
lireindýr voru flutt í tilraunaskyni
frá Noregi til Grænlands. Danskt
skip lét hinn 12. september 1952
úr höfn í Kjöllefirði í /Norður-
Noregi með þrjú hundrug hrein-
dýr innanborðs, og kom það ti)
Góðvonar 25. september eftir
stranga útivist. Þann dag var 263
hreindýrum hleypt á land. Hin
höfðu farizt á leiðinni.
Hreindýrin voru höfð í tilrauna-
stög í Itvinera og Lappar fengnir
til þess ag gæta þeirra og kenna
Grænlendingum hreindýrarækt.
Hefur hreindýrunum farnazt vel,
þótt stundum hafi orðið nokkur
vanhöld í kálfunum á vorin og
fáein fullorðin dýr hrapað í hömr-
um eða farizt í snjóflóðum. í lok
síðasta árs voru grænlenzku hrein-
dýrin orðin þrjú þúsund.
Lappi sá, sem í upphafi kom meg
hreindýrunum til Grænlands og
fcefur síðan öðrum fremur haft um-
sjón með hreindýraræktinni, heit-
ir Jón Eira. Hann fær nú orðið
laun sín greidd með hreindýrum,
því að hann hefur hug á ag gerast
sjálfstæður hreindýrabóndi á
Grænlandi.
Ekki verður hann þó fyrsti hrein
dýrabóndinn. Annar Lappi, sem
kom þangað fyrir nokkrum árum,
Jóhann Hetta, reyndist afburðavel,
og fékk hann fyrir tveimur árum
xíkisstyrk til þess að setjast að á
Grænlandj við hreindýrarækt og
nokkur hundrug dýra til þess að
byrja með búskapinn. Hann er
fyrsti hreindýrabóndi Grænlands,
og taldi hjörð hans sex hundruð
dýr um síðustu áramót.
Yfirleitt þykir sú tilraun, sem
gerð hefur verið, hafa tekizt vel
fcingað til, og það þykir liklegt,
ag smám saman muni fleiri fara
að dæmi þeirra tveggja Lappa,
sem gerzt hafa brautryðjendur á
þessu sviði Þess vegna er nú ver-
ið að kanna landsvæði, sem hent-
ug eru talin til hreindýraræktar,
og þreifa fyrir sér um reglur um
afnot þeirra.
VILHJÁLMUR ÓLAFSSON frá Hvammi:
HELLNA-REYNIR
Fyrir og eftir siðustu aldamót
bjuggu hjónin Filippus Guðlaugsson
og Ingibjörg Jónsdóttir alllengi á
Hellum í Landsveit. Var húsfreyjan
ljósmóðir sveitarinnar alla sína bú-
6kapartíð.
Þau hjón höfðu gott bú, eftir því
sem þá gerðist, voru vel við efni,
virt og vinsæl nær og fjær.
Eitt vor kastaði hryssa, sem þau
áttu. Folaldið var hestur, en svo
vildi til, að hryssan dó litlu síðar
frá litla hestinum. Filippus átti nú
úr vöndu að ráða. Hann gat ekki
okkur, því ag við gefum þeim mat og
fatnað. Þegar ég var heilbrigður og
veiddi meira en ég gat torgað, eign-
að'ist ég konu, sem dekraði við mig.
En svo dundi ógæfan yfir mig, og
lxkami minn visnaði og dó. Þá varð
ég ag sætta mig við að nærast á afla-
feng annarra rnanna, og hvað gerð-
ist: Konan fór frá mér og tók saman
vig annan, sem gat séð henni betur
farborða en ég — he-he. Þannig eru
konur. Og af því að við ölum önn fyrir
þeim, eigum við líka að vera húsbænd-
ur þeirra. Fari kona að temja sér
duttlunga, þá á að taka í lurginn á
henni, því að þá sér hún að sér. Það
er erfitt að tjóa við konur, ef þær eru
ekki agaðar. En sá, sem refsar konu,
verður að kunna sér hóf. Meðalveg-
urinn er beztur, og sé hann ekki
þræddur, getur margt illt af því hlot-
izt.“
Þannig hljóðaði dómur lamaðá
mannsins, sem allt vissi.
fengið sig til þess að deyða .folald-
ið, en vissi þó, að ekki myndi það
lifa aðhlynningarlaust í haganum.
Varð það úr, að hann tók litla móður
leysingjann og fór með hann heim.
Tjáði hann konu sinni, hvernig kom-
ið var, og hvort sem þau ræddu um
þetta lengur eða skemur, mun niður-
staðan hafa orðið sú, að Filippus
sagði konu sinni, að hún mætti eiga
folaldið, ef hún gæti haldið í því
lífi. Ingibjörg tók vel í þetta. Hún
var roskin orðin og ráðin og búin að
sjá margt líflítið ungviði lifna við
í höndum sér.
Hún hjúkraði nú þessum smæl-
ingja eins og móðir barni, hafði hann
heima á túni allt sumarið og hygl-
aði honum úr búri sínu, bæði þá og
síðar. Valdi hún honum nafn og kall
aði hann Reyni. Það nafn bar hann
æ síðan.
Þessi hestur varð hinn glæsilegi
og víðkunni Hellna-Reynir, einhver
mesti góðhestur Landsveitar um alda
mótin. Hann þekktu margir og dáðu
á þeim tímum. Hann var hvítur að
lit og vottaði fyrir dökkgráum blett-
um í bógum og lærum á sumrin, eink
um þegar hann var nýgenginn úr
hárum. Reynir var stór hestur, fót-
hár, sívalur og rennilegur, reistur vel
og vakti alls staðar eftirtekt, þar
sem hann fór. Hann var skeiðhest-
ur, með afbrigðum ferðmikill, og svo
ganghreinn, að þar feilaði aldrei.
Ingibjörg átti margar ánægjustund
ir á baki Reynis, bæði í ferðalögum
og í sambandi við ljósmóðurstörfin
og öðrum ferðalögum í sína og ann-
arra þágu, innan sveitar og utan.
Alltaf treysti hún bezt sínum hvíta
fáki. Hann var alltaf jafnöruggur
og óttalaus.
Fjörhestur var hann einnig og vildi
ógjarna láta hlut sinn, enda fljótur
að ná forystu, hvar sem var. Þó gat
Ingibjörg oftast hamið hann, því að
[hann var ljúfur og eftirlátur við
hana. Hún var honum góð fóstra, og
hesturinn lét henni í té allt hið
bezta, sem hann átti, og það var
mikið.
Reynir var einn þeirra hesta, sem
ekki er unnt að gleyma.
í næsta biaöi birtist
frásögn af þremur fær-
eyskum skipbrotsmönn
um, sem hröktust dcg-
um saman á björgunar-
fleka fyrir Austurlandi
ári® 1941, unz menn
frá Djúpavogi björguSu
þeim á síSustu stundu.
T í M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ
955