Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 13
ÞETTA ER MYND af rústum Persepólis, sem ungur frakkneskur kaupmaður teiknaði árið 1665, og er þetta fyrsta mynd- in af rústunum, sem gerð er á staðnum. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 949 var grunnurinn um 20 metra hár, en fjórða hliðin sneri inn að fjallinu. Dareios hafði búið í hinni frægu höll Nebúkadnesar í Babylon, og sennilega hefur hann haft hana sem fyrirmynd, þegar hann lét gera svo voldugan grunn undir hallirnar í Persepolis. Það voru gildar ástæður fyrir þess um byggingarhætti í Babylon, þar var höllin byggð svo há vegna hins mikla hita og raka á sléttunum. Persepolis stóð aftur á móti í tvö þúsund metra hæð yfir sjávarmá i, svo að loftlags- ins vegna var óþarfi að gera hana svo háreista. En Dareios hefur haft annað í huga: Með þessu móti varð borgin nær óvinnandi með þeim vopnum, sem þekkt voru á þessum tímum, og auk þess hlaut þeim, sem nálguðust borgina frá sléttunum, að vaxa stærð hennar og glæsileiki mjög í augum; hallir hennar risu í allt að 25 metra hæð af grjóthlaðanum. Slétturnar eru nú þurrar og ófrjó- samar, en á tímum hinna voldugu Persakonunga voru þær frjósamar vegna áveitna frá á, sem rann um slétturnar. Frá þessari á var einnig veitt vatni til hallanna og sjást vatns- leiðsluskurðirnir enn þá, er liggja í gegnum undirstöðu hallanna. Fyrstu hallirnar, sem reistar voru í borginni, voru auðvitað hallir Dareioss, en sonur hans Xerxess bætti fleirum við og sömuleiðis eftir maður hans. Auk súlnahal a, þar sem Lágmynd frá Persepólis meí? sgx fleyg'eturslínum. hofprestarnir komu saman, voru á þessum mikla grunni stjórn bygg- ingar, einkasalur þjóðhöfðingjans og setuliðshíbýli. Ekki hefur fundizt neitt hof eða rústir þess, en ef til vill hefur það verið í sjálfri borg- inni, sem var neðan við hallirnar. Þar er nú beitiland eitt og engar ieifar hennar að finna. Breiðar og langar tröppur liggja frá sléttunni neðan við hallarstæðið upp á hlaðann. Þrep þeirra eru lág, svo að hægt hefur verið að ríða upp þær eða ganga hátignarlega án þess að missa reisn líkamans. ver/'chudeneJhu:hfluben. altrftcn. pnjuchcn. Schrifb || \ !‘ ft p |E =1 Ef E! fi TT Tf !r u H“=!!.í'1£!! fíf.íll' 1fl ‘WKI.W.K* Kr.Rf =< <Hlf«€í« « « «fí Þas fyrsta, sem blasir við auganu, þegar upp á grunnhlaðann er komið, er hlið Xerxess konungs. Það er 25 metra hátt, og til h iðar við það standa tvö risavaxin, vængjuð ljón með mannshöfðum. Og ofan við ljón- ið hefur konungurinn látið greypa: „Stórkonungurinn Xerxess, konung- ur konunganna, konungur margra landa, konungur hinnar víðlendu jarð ar, hefur með hjálp Ahurumazda reist þetta hlið.“ — Hann hafði rétt til þess að nota stór orð; ríki hans náði frá Dóná í vestri til Indus í austri. Samt sem áður tókst honum

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.