Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 8
ÉG NOTA í MESTA LAGl
Islendmgar eru sennilega eín-
hver mesta kórþjóS veraldarinn-
V. Það er kór í hverri sveit og i
sumum sveitum fleiri en einn.
Þessi kórnáttúra á líklega rót
sína að rekja til þeirra tíma, þeg-
ar hver kirkjugestur söng með
sínu nexi sem mest hann mátti
um drottinn vorn. Þeir, sem
sungu hæst og mest allra, urðu
forsöngvarar, sem þótti fremdar-
titill í þá daga. En þegar söng-
mennt íslendinga óx, hættu söfn-
uðirnir að mestu að syngja á
bekkjum sínum og það þótti ekki
lengur fínt að vera forsöngvari.
— Síðar komu menn fram á sjón-
arsviðið, sem tóku að nokkru við
hlutverki forsöngvaranna. Þeir
leiddu kórinn, en ekki með því
að syngja, heldur með því að
pata með höndunum. Það eru
orðnir margir slíkir á íslandi
núna, og margir þeirra hafa eytt
stundum og árum erlendis við
að læra þessi ;,handlistarþrögð“.
Um daginn, þegar kuldarnir voru
hvað mestir og kvefhræddir kórmenn
gengu með trefla um hálsinn til þess
að fá ekki „stórsöngvarakvef“, sat
einn þessara „handlistarmanna" —
Ragnar Björnsson, stjórnandi Fóst-
bræðra — inni í kaffihúsi og sötraði
kaffið sitt. — Eftir að við höfðum
rætt saman mjög innvirðulega um
veðrið, vindinn og snjóinn, með álls
konar tilbrigðum og komizt að þeirri
veigamiklu, að ég segi ekki örlaga-
þrungnu niðurstöðu, að hitaveitan í
Reykjavík geri alla menn að líkamleg
um aumingjum, spurði ég hann að
því, hvort ekki væri nær að gera
einhvern söngstjóra aö einvaldi —
nokkurs konar Napóleon söngsins —
í Reykjavík og búa til einn góðan
kór heldur en að vera með alla þessa
smákóra.
Honum leizt ekki a þetta: — Það
á aj) vera heilbrigð samkeppni í
þessu, sagði hann, rétt eins og í vérzl
un, annars er hætta á einokun og
einangrun. Hins vegar finnst mér,
að karlakórarnir mættu vinna meira
saman öð'ru hvoru, bæði í söng og
félagsmálum. í bæjum á Norðurlönd-
unum hinum, þar sem starfandi eru
fleiri en einn kór byggja þeir sér
liús saman í stag þess að vera að
puða sitt í hvoru lagi.
— Þýddi nokkuð að hafa samv.nnu,
yrðu 'ekki söngstjórarnir ósammála
um, hver ætti að stjórna?
— Ef kórfólkið gæti unnið saman,
ættu þeir einnig að geta það.
— Það segja sumir, áð alíir tón-
listarstjómendur séu vitlausir á
skapsmunum.
— Það er vitleysa. Og því minna
vitlausir á skapsmununum sem þeir
eru, þeim mun betra verður samband
þeirra við fólkið, sem þeir vinna með.
Þag er náttúrlega nauðsynlegt að
halda sinni stefnu við uppbyggingu
verks, en það er ekki síður nauð-
syn að hafa lagni til að koma henni
fram og reyna að skilja þá, sem mað-
ur vinnur með.
— En eru söngstjórar samt ekki
oft óþolinmóðir á æfingum?
— Eg var það fyrst, þegar ég byrj-
aði, — oft alveg að springa. En með
i'eynslunni lærir maður, að menn
eru misjafnlega móttækilegir, og
sumir' verða að fá meiri tíma en aðr-
ir. Þegar ég kom frá námi og byrj-
aði að kenna á píanó hér heima, vildi
ég láta öllum nemendum mínum fara
jafnt fram, en komst fljótt að raun
um það, að það var ógerningur, því
að þeir höfðu ekki allir sama við-
bragðsflýti.
— Er dálítið svipað að stjórna kór
og spila á hljóðfæri?
— Ég nota nú ekki mikið fingurna,
944
T 1 M ! N N - SUNNUDAGSBLAÐ