Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 3
x:;. :7 :
Þegar botnlanginn
verður haglapungur
Árið 1957 bar svo við, sem þó
er varla. í frásögur færandi, að
danskur læknir, Jansby að
nafni, tók botnlanga úr manni
einum. En læknirinn varð
næsta forviða, þegar upp úr
kafinu kom, að botnlanginn var
úttroðinn af höglum. Hann
taldi úr honum hvorki meira né
minna en sextíu og þrjú högl.
Fylgdi það þessari sögu, að
sjúklingurinn hefði verið skytta
mikil, sem gjarna neytti sjálfur
bráðar sinnar.
Nú er það ekki hvers manns
siður, jafnvel þótt með byssu
fari, að nota botnlangann í sér
fyrir haglapung. Þetta þótti því
saga til næsta bæjar. En ekki
var þessi danski veiðimagur
einn um það að bera hagla-
birgðir innan í sér.
Næsta ár leitaði færeyskur
bifreiðarstjóri, þrjátíu og fjög-
urra ára gamall, lækningar í
sjúkrahúsinu í Þórshöfn. Var
hann þjáður af verk í lendum.
Maður þessi var ökumaður við
kolanámu á Suðurey, en hafði
þó í seinni tíð jafnan farið til
Grænlands á sumrin. Við
myndatöku kom í ljós, að fjórði
lendaliðurinn hafði sprungið
Botnlangatotan í Dananum, full
af höglum.
„PERLUFESTIN
myndinni.
endur fyrir löngu og ekki náð
að gróa saman, og olli þetta
honum þjáningum annað veifið.
En það kom annað fram á
mynúinni, sem færeysku lækn-
unum þótti fáséðara. Þar blasti
eitthvað það, sem mest líktist
perlufesti, og þegar þetta var
borið saman við mynd þá, sem
Jansby hafði látið birta í viku-
blaði danskra lækna af botn-
langa sjúklings síns, fór fær-
eysku læknana að gruna margt.
Bifreiðarstjórinn færeyski hafði
að sönnu aldrei fengið botn-
langabólguköst né kennt sér
neins meins innvortis og yfir-
leitt verið hinn heilsuhraust-
asti, að undanteknum óþægind-
um þeim, sem hann kenndi í
lendunum. En þegar hann var
spurður um mataræði sitt, kom
upp úr dúrnum, að hann neytti
mjög kjöts af fuglum, sem
skotnir voru úti á sjó.
Nú réðu læknarnir honum
til þess að láta taka úr sér
botnlangann, og féllst hann á
það. En það var samt ekki neitt
áhlaupaverk. Botnlangatotan
var í manni þessum aftan á
sem færeysku læknarnir sáu á röntgen-
sjálfum botnlanganum, fast við
opið á mjógirninu, og var ekki
unnt að nema hana brott á
venjulegan hátt, heldur varð
Framhald á 957. síðu.
Botnlangatotan úr færeyska bif-
reiðarstjóranum, Ijósmynduð á
borSi.
m i u . v _ SUNNUDAGSBLSlÐ