Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 12
★
I fjalllendi SuSur-írans um
þrjáfíu kílómetra frá borg-
inni Shíraz, eru rústir hinnar
miklu fornborgar, Perse-
polis, sem í hálfa aðra öld
var höfuöborg einhvers
stærsta og bezt skipulagöa
ríkss fornaldarinnar — ríkis
hmna herskáu Persa, sem
Grlkkir böröust við hjá Ter-
mopylene og Salamis. Eru
þær orrustur margfrægar
crðnar í sögum.
í Persepolis var höll hinna merku
konunga, Dareioss og Xerxess. Darei-
os lét reisa borgina um 500 íyrir
Krist og gerði hana að höfuðborg
hins máttuga ríkis síns. Þegar Alex-
ander mikli fór sigurför sína aust-
ur á bóginn, lagði hann borgina und-
ir sig, og gríski sagnfræðingurinn
Díódórus segir, að hann hafi eytt
höllinni með eldi, þegar hann hélt
þar svallveizlu og varð viti sínu fjær
af ölæði. Frá þessum atburði segir
annar grískur sagnfræðingur, Kleit-
irkos, á þá lund, að dansmær frá
Aþenu, Þais að nafni, hafi gripið eldi
brand af altari og kastað honum í
eina af trésúlunum, sem hélt uppi
salarloftinu. Alexander hafi orðið svo
hrifinn af þessu tiltæki hennar, að
11111
íiWííííííííííí;:
:v:;:
i ' „ i
íftwíííxWíííí:
mm
Hlpll
- - ,
... wmmrnmM
.
Hi
miig
ii#i*
llllll
Klettagröf Dareiosar Hystaspessonar. Stærð þessa mannvirkis sést grelnilega, ef
hún er borin saman við mennina á miðri myndinni. Einn þeirra hangir i bandi í
sextíu feta hæð.
hann og síðan hver af öðrum hafi
gert hið sama, þar til salurinn stóð
í ljósum loga, og hafi þá öll höllin
brunnið innan. — Hvað sem líður
sannleiksgildi þessarar frásagnar, er
það víst, að íslamskir þjóðhöfðingjar
höfðu not af höllinni á fyrri hluta
miðalda, en þegar blómaskeið þeirra
var á enda runnið, varð höllin að
vústum einum.
Ferð'amenn, sem síðar komu á þenn
an fornfræga stað, tóku allt, sem hönd
á festi og hægt var að hafa með sér
með góðu móti. Það er varla til það
fornminjasafn í heiminum, sem ekki
á einhverjar lágmyndir frá Perse-
polis. Og höll Dareioss var nær ó-
þrjótandi náma byggingargrjóts fyrir
seinni tíma menn. En loks var þó
tekið af skarið upp úr 1930 og ráð-
stafanir gerðar til þess að hindra
frekari eyðileggingu.
Mjög mikið hefur fundizt af fleyg
rúnum í Persepolis, sem urðu lykill
að öllum þeim margbreytilegu fleyg-
múratöf um, sem síðar fundust á slétt
unum við fljótin Evrat og Tígris. Það
var ungur kennari í Göttingen í
Þýzkalandi, sem réð fléygrúnirnar
er fundust í Persepolis. Hann veðj-
aði við félaga sína, eitt sinn er þeir
sátu að sumbli, að hann gæti ráðið
fleygrúnirnar. Og hann stóð við heit
sitt, öllum til mikillar undrunar, og
leiddu umfangsmik ar rannsóknir
hans til þess, að saga þeirra mörgu
og miklu menningarríkja, sem risið
hafa hvert upp af öðru á þessum
slóðum, varð mönnum kunn.
Dareios staðsetti höll sína á hjalla
í fjallshlíð, Lét hann hlaða gífurlega
mik um steinbjörgum við hjallann út
á sléttuna og myndaðist þannig
grunnur, sem var um 450 metra lang
ur, en 300 m á breidd. Á þrjár hliðar
948
IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ