Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 4
ÞORSTEINN JÓNSSON FRÁ HAMRI:
EGILL
SNOTRUFÓSTRI
@9
Snotrunes í Borgarfirði eystra er
fomt býli og hefur heitið svo frá því
í fornöld, en á seinni tímum hefur
bæjarnafnið orðið kveikja að þjóð-
sögu — um Snotru: álfadrottnínguna
í álögum, sem eignaðist Snotrunes og
bjó þar, unz einn ráðsmaður hennar
af mörgum rauf álögin með því að
fylgjast með ferðum hennar i álf-
heima á jólanótt; en áður hafði ráðs-
menn hennar jafnan brostið rág og
þekkingu til að vita, hvert þessum
ferðum Snotru var heitið um hver
jól. Hún hvarf aftur í álfheima að
álögunum leystum, en ráðsmannin
um fékk hún í hendur búið í Snotru
nesi. Þessi saga er skráð í safni Jóns
Arnasonar og að efninu á hún sér
ýmsar hliðstæður meðal álfasagna, —
er nánast flökkusögn. Hún snertir
raunar ekki það mál sem hér verður
á drepið, en hins '-erður minnzt, að
huldan Snotra -réð í raun og sann
leika ærið miklu um lífshlaup og at
hafnir ákveðins manns á fyrri hluta
17. aldar, hvað sem öllum þjóðsög
um líður. — í þann tíma og laungum
fyrrum dreymdi menn í álfheima
þegar einstæðíngsskapurinn og ráða-
leysið svarf harðast að. Þá var uppi
Álfa-Árni, sem umgekkst huldufólk
jafnt og mennska meðbræður sina;
og til samanburðar má geta þess, að
nokkru eftir síðustu aldamót trúlof
aðist mennsk stúlka huldumanni í
Fljótum nyrðra. Þannig er ekki lángt
síðan huldufólkshóllinn stóð opinr
þeim, sem sterkast þráðu þángað .
Ð
Guðmundur Ormsson hét prestur
er sat að Stafafelli í Lóni. Jórunn héi
kona hans og var Pétursdóttir lög
réttumanns á Eyvindará, Ásmunds
sonar. Séra Guðmundur lézt í stóru
bólu 1707. — Þeim hjónum varð ~eins
sonar auðið svo getið sé, er skírður
var Egill; Anna hét dóttir .þeirra.
Að séra Guðmundi látnum giftist
Jórunn Pétursdóttir Bessa sýslu-
manni Guðmundssyni á Skriðu-
klaustri, bróður séra Narfa í Möðru-
dal. Bessa sýslumanni er svo lýst,
að hann „þótti litt til þess (þ.e. em-
bættisins) hæfur, ólærður að kalla
mátti og lítt skrifandi, en drambsam-
ur mjög“. Hafa þó góðir fræðimenn
efazt um sanngirni þessara orða. Þau
Bessi sýslumaður og Jórunn áttu ekki
barn saman.
Af Agli Guðmundssyni er það að
egja, að hann ólst upp hjá móður
■ inni og stjúpa og var sagður frábær
ið gáfum og öðru atgervi.
Árið 1719 var hann settur í Skál-
holtsskóla, þá sautján vetra; finnst
hann í skólaröðum frá þeim tíma:
..Egellus Gudmundi". Þaðan útskrif-
aðist hann 1722 við hinn bezta
irðstír.
Árið eftir andaðist Bessi sýslu-
uiaður, og voru þau Egill og Anna
arfleidd að öllu fé þeirra hjóna að
þeim báðum látnum. Bessi var maður
°uðugur að fé, svo hér var stæðileg-
ur arfur í vændum.
Egill Guðmundsson beið því ekki
hoðanna, en hélt til streitu námskappi
únu; hann sigldi til Hafnarháskóla
og þar innritaðist hann í tölu stúd-
enta 6. nóvember 1723. Þann 6. júlí
1725 varð hann baccalaureus í heim-
;peki. — Um þær mundir hafði hann
ekið sér auknefnið Staffeldt, leitt
íf fæðíngarstað sínum, og stóð nú
/egur hans allhátt. Er þó vert að
minna á það nú þegar, að laungum
reyndust sárbeittir íslendingum í
Höfn þeir Bakkus konúngur og Kan-
allinn; og af því sem nú var tíðinda,
má ráða að Egill Guðmundsson Staff-
eldt hafi ekki orðið hvað siztur „púls-
maður hjá Baccho og Veneri“ í hópi
stúdenta.
Hagur námsmanna í Höfn stóð með
litlum blóma í þá daga, — þótt mað-
ur freistist til að reingja Jakob
Worm, þegar hann segist hafa á
Garðsdvalarárum sínum öfundað
hlekkjaða Brimarhólmsfánga og talið
þeirra ævi betri en þrautadaga solt-
ins stúdents. — Fyrsta minnilega
„kjarabót" Garðstúdenta var sú, og
harla sérstæð, að í drepsótt míkilli
er hófst 1711, veitti konúngur Garð-
búum einkarétt á líkburði í Höfn„
m-eð taxta: tvö mörk og upp í tvo
dali — eftir mannvirðíngum hins
dauða. Héldu þeir „hlunnindum"
þessum til loka 18. aldar; og þá er
að líta á hversu Garði hélzt á íbúum
sínum: frá 1714, þegar þeir hrepptu
líkburðarstarfið, og til aldarloka dóu
29 íslenzkir stúdentar í Höfn — úr
ýmsum kvillum. — Húsakynni á
Garði voru ill og þrifnaður var lítt
við hæfi.
En þess er að minnast, að stúdent-
ar voru misjafnlega efnum búnir, og
nú verða þeir atburðir á þriðja tug
18. aldar, að Egill Guðmundsson
Staffeldt tekur að stunda drykkjur
stórar í Höfn. Þessi dugmikli náms-
maður, sem öllu hafði virzt geta borig
birginn og mælti af munni fram skáld
skap á latínu jafnt sem móðurmál-
inu, var innan lítils tíma rínglaður
„grillumaður". Segir það stytzt af
Agli, að út þennan áratug og betur
þó var hann áfram í Höfn og sóaði
fé móður sinnar.
0
Um þessar mundir var nokkuð um
liðið síðan Sviar tóku að gefa gaum ís
lenzkum heimildum um sögu Svíþjóð-
ar; voru raunar lítt læsir á þær, en
undu illa söguleysi sínu gagnvart Dön-
um, sem stærðu sig af Saxo. Semkunn
ugt er varð Svíum allmikils ágeingt
um söfnun íslenzkra handrita, og sú
var raunin á, að fulltíngis íslendinga
sjálfra var þörf, þegar til átti að taka
að nota þau sem heimildir. Hrökk
þá skammt hneigð Svía til að eigna
sér bækur þessar og kalla þær„ forn-
gauzkar“. — Stórvirkastur að söfnun
til handa Svíum var Jón Eggertsson
af Ökrum, en þeir Jón Rúgmann og
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ