Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 18
mann sinn til jarðar. Þafs ruddist út úr tjöldum sínum og umkringdi hjón- in, og hálfstálpaður strákur hrópaði: „Ehré sterki leggst á bákið fyrir framan konuna sína!“ Þetta tforu ærnar brýningar. Og vesalings Alekrasína — hún varð að greiða sigur sinn dýru veriði. Bóndi hennar varpaði henni niður, og þeg- ar hún brölti á fætur, var hún alblóð ug í framan. Hún ranglaði spotta- korn, þreif stein og varpaði í átt að tjöldunum. En henni geigaði, ög steinninn lenti i einum hundi Ehrés. „Grýtirðu hundana mína?“ öskraði maður hennar. viti sínu fjær. ,.Hvaf( varðar mig um hundana þína. Það var ekki að mínum vilja, að steinninn lenti ekki á þér sjálf- um“, svaraði hún með sömu ögrun- inni og áður. Nýjar sviptingar, og aftur varpaði Ehré henni til iarðar og barði hana. En konan var alltaf jafnróleg og kveinkaði sér ekki vitund. En nú vissi Ehré ekk: lengur, hvað hann gerði Hann rauk skyndilega brott frá henni og tók upp úr ffurru að grýta hunda sína, sem tvístruðust í allar áttir Síðan þreif hann hnífinn, sem þau hjónin höfðu deilt um, braut hann á hné sér og kastaði brotunum eins langt út á sjó og hann orkaði. Við þetta sefaðist hann loks. Hann snaraðist inn og skeytti ekki meira um konuna Hún fór í humátt á eftir honum. Klukkustund síðar heyrðum við, að þau voru tekin að spjalla sam- an og hlæja að því, sem þeim fór á milli, og þegar ég leit inn til þeirra af forvitni að nokkrum tíma liðnum. lágu þau sofandi í faðmlögum. Þetta kvöld var margt talað í tjald- staðnum. Þeir, sem orðið höfðu vitni að viðureigninm, báru saman bækur sínar, og þótt vitnin greindi nokkuð á í smáatriðum, var dómurinn kveð- inn upp einum rómi: „Að hugsa ser“, var sagt, og svo slettu menn í góminn: „Konan hans fleygði honum á bakið — hann lét vesala konu veita sér á hrygginn!" ☆ Þegar eitthvað það gerðist, sem fréttnæmt þótti og menn vildu vita bezt skil á, var vandinn ekki annar en fara til Rytunnar. Hann var sem lifandi fréttablað og að því leyti fremri öllum Wöðum, að hann dró aldrei dul á 'neitt og greindi jafnfús- lega frá skoðunum fólks, hverjar sem þær voru. Skírsk.otaði hann þá oft til þeirra, sem hann hafði vitneskju sína frá: Þetta sagði hann . . . því trúði hún mér fyrir . . . þau héldu samt . . . þannig sögðu þeir frá . . . Með þessum hætti hliðraði hann sér hjá að leggja of mikið til málanna frá eigin brjósti Og það var hyggi- legt. Rytan var lamaður kararmaður og lá nótt með degi á sleða sínum und- ir berum himni liðlangt sumarið. Ekkeit, sem gerðist í sjónfæri hans, fór fram hjá honum. Iðulega rak hann upp óp, þegar eitthvað merkilegt bar fyrir augu hans. Þá þustu allir á vett- vang til þess að vita, hvað Rytan hafði séð. Allir vissu, að lamaði karl- inn á sleðanum gerði ekki annað en vaka yfir því, hvað gerðist. En þegar tíðindalítið var til lang- frama, varð hann að láta sér nægja drauma sína, sem oft fólu í sér merki- legar forsagnir Með þessum hætti tókst honum ávallt að halda vakandi áhuga fólksins á því, sem fyrir hann bar. Hann var maður, sem margir leituðu til. Eg var með allan hugann við það, sem gerzt hafði, þegar ég kom til hans. Mig langaði til þess að heyra, hvað hann legði til málanna, og þess vegna vék ég uudir eins talinu að því. að nú hefði ég í fyrsta skipti á æv- inni séð konu barða. Rytan glennti upp skjáinn og og mændj á mig. Hann hélt, að ég væri að gera gys að sér. En hann tók samt til máls, þegar ég endurtók full- yrðingu mína. „Hvernig hafið þið taumhald á kvenfólkinu í landi ykkar?“ mælti hann, og það var greinilegur með- aumkunarhreimur í röddinni. „Eða er húsbóndavaldið kannski í höndum kvenna í þínu landi?“ Við gerður báðir grein fyrir við- horfum okkar t;l kvenfólksins, og það varð undir eins bert, að okkur greindi talsvert á. Hann talaði með þungum áherzlum, og það vottaði fyrir nokk- urri beiskju í orðum hans. „Það verður að ala önn fyrir kon- um“, sagði hann, „og það gerum við karlmennirnir Þær leita athvarfs hjá HJÓN úr nágrenni Jórvíkurhöfða við tjald sitt á sólskinsdegi. Flíkurnar, sem þau eru í, hafa þau kannski fariS í tll þess a8 þóknast Ijósmyndaranum. 954 T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.