Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.12.1962, Blaðsíða 5
og ég, og töluðum um stríðið. Við vorum sammáia um, að styrjöldin í Lybíu gengj vel. Það hvarflaði ekki að mér fyrr en seinna, að velgengni eins í styrjöld er tortíming annars. Eg vissi ekki þá, að óvinurinn er í okkur sjálfum, en ekki handan ein- hverrar ímyndaðrar víglínu. Fáðu þér meira brauð og kökur, meðan ég tala um stríðið, segir hann, og gengur fram og aftur eftir endi- löngu stofugólfinu. Þag kemur í ljós, að það er ekki endilega sigurvegar- inn, sem sigrar, heldur jafnvel hinn sigraði. Já, og hver hafði svo á réttu að standa í síðustu styrjöld? Eru menn ekki í dag að taka málstað hinna sigruðu og öfugt? Þetta er bara bisn- ess. — Glerkúlan þýtur upp í loftið, fellur og er gripin Bissness. Spurn- ing um hagstæðan verzlunarjöfnuð, hvað sem tautai og raular. Allir göng- um við fyrir þessari sömu Grótta- kvörn, og mestur hluti krafta okk- ar fer í ag gæta þess, sem við höf- um eignazt. Og hvað um hugsjónirn- ar? — Þegar ég var ungur, var ég í Félagi ungra jafnaðarmanna: Ungir menn eru með því marki brenndir, — og eiga að vera það — ag halda, að þeir hafi patent-lausn á vanda- málum lífsins og geti stjórnag heim- inum með annarri hendinni í kaffi- tímanum. Við seldum vinnukonunum — sem þá vorn ekki raritet, eins og núna — aðgang að skemmtunum, sem haldnar voru a frídögum þeirra í Al- þýðuhúskjallaranum Þar voru þær látnar dansa, fil þess ag hægt væri að standa straum af kostnaði frelsis- baráttunnar á hæðinni fyrir ofan. Málgagnið hélt áfram að koma út. En svo kom tíminn og flutti menn til, og þeir, sem voru þarna á hæð- inni fyrir ofan og sveifluðu réttlætis- svipunni, aka nú kannske í Jagúar eða Mercedes Benz Þegar menn eld- ast, stækkar hlutur þeirra sjálfra á kostnað hugsjónanna, og í iðukasti baráttunnar dæla þeir lofti í persónu- legt flotholt. Það hefur stundum end- að ineð því, ag þeir hafa sagt: Ríkið — það er ég. - Eg áfellist engan, en okkur væri hollt að minnast orða Ibsens gamla stöku sinnum: At vere dikter, er at holde dommedag over sig selv. Þau geta nefnilega átt við fleiri en skáld Sjálfur hef ég ekkert gert til þess ig sjá félagslegar hug- sjónir mínar rætast, þótt ég sé í höf- uðatriðum sama sinnis og áður. Og varðandi hugsiónirnar tek ég mér í munn orð Oscar Wilde: Það landa- bréf, þar sem ,.Utópía“ finnst ekki, er ekki þess virði ag líta á það. Mér hefur einhvern veginn aldrei fundizt, að peningarnir væru sá gjald miðill, sem maður raunverulega ætti -að sætta sig vtð Þetta er að ýmsu leyfi óheppileg afstaða og bitnar á manni sjálfum, því að allir höfum við þörf fyrir peninga meðan þeir eru afl þess, sem gera skal. Þó er það svo, að beztu hugsjónirnar hafa kom- ið frá auralausu fólki. En þegar hug- sjónin hefur safnað um sig nægilega mörgum, kemur röðin að fjármagn- inu. Það tekur hana í sínar þarfir og gerir hana að bisness, en um leið vaknar þörfin hjá fólkinu til að leita sér að nýrri hugsjón. — í mínum augum er austur og vestur ekki til. Menningin er sam- þjóðleg og alþjóðleg, og vig erum öll guðsbörn í þeim skilningi, að jörðin er sameign okkar. Eg guðlasta ekki, þótt ég nefni þá í sömu andrá, Marx og Drottin. Mig minnir, að Marx tali um, að vig eigum að bera úr býtum eftir þörfum og láta í té eftir getu. — Allt, sem við höfum fram yfir, höfum við tekið ófrjálsri hendi. — Og segir ekki Kristur: Það, sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum, gerið þér og mér. — Vig ættum að sameina þetta hvorl tveggja þeirri hugmynd, að við séum öll guðsbörn. Og svo hættir Pétur að senda „sprengjuna“ upp í loftið og tala um hugsjónir: Þær eru enn þá „Útópía" á landakorti framtiðarinnar, segir hann. — Segðu mér, Pétur, hvernig var að tala í útvarpið og vita, að öll þjóð- in hlustaði? — Stundum helltist taugaóstyi'kur- inn yfir mann, beinlínis þannig að maður dró í efa, að maður lifði frétta tímann af. í öðrum tilfellum var mað- ur algerlega rór og allt kom fyrir hafnarlaust. Eg var með alls konar þætti utan fréttatímans, meira að segja barnatímann, þótt ég væri tæp- ast meira en barn sjálfur. Eg tók all- an fjandann að mér. Þetta r— ofnotk- un og spurning, hvor hefui .arið verr út úr því, útvarpið eða ég. — Og nú ertu kominn í tengsl við útvarpið aftur — Já, ég vakti upp gamla þáttinn minn „Sitt af hverju tagi“ Stundum er fójkið símaði urlausnir við spurning- um þáttarins, var álagig á símstöð- inni svo mikið að öryggin sprungu. Fólkið liringdi mikið utan af landi, en nú hefur það ekki verið gert nema einu sinni. — Finnst þér mikill munur á út- vaipinu nú og áður? — Eg held, ag útvarpig hafi ver- ið öðru vísi í gamla daga. Það var ekki eins mikil stofnun, en meiri hluti af fólkinu sjálfu. Þá komu kall- arnir niður eftir til okkar og voru kumpánlegir, bví að þeir höfðu á til- finningunni, að þeir ættu útvarpið. En þetta hefur breytzt með þjóðfé- laginu. Það er orðið stærra í sniðum, hjóla- og færibandamaskína, og allir þekkja ekki alia — Eg sé, að þú horf- ir á kökurnar Eg held þú ættir að fá þér eina. Það drepur þig ekki. — Stundum kemur það bezta frá fólk- inn sjálfu — beint og ómengað ■— eins og í viðtalsþáttunum hans Stef- áns. En ég geri þó ekki lítið úr vinnu og fágun. Hún er líka nauðsynleg, en þag verður allt að stefna að þvf að ná til fólks. Það er auðvitað eink: mál hvers og eins, hvað hann ký. sér til dægradvalar, en það er öruggt, að útvarpig hefur átt mikinn þátt í að þroska smekk þjóðarinnar. Áður var mönnum hótað aldurtila fyrir að spila sinfóníur í útvarpið. Nú er þetta breytt, og Háskólabíó er fullt á hverj um hljómleikum. En það er ekki þar með sagt, að fólkið verði betra, þótt það hlusti meira nú en áður á sígilda tónlist. — Við höfum dæmin úr fanga búðunum í Þýzkalandi: Á pianóunum i íbúðum fangabúðastjóranna voru tónverk með fegurstu lögum heims- ins. Þag er óþarfi að rifja upp, hvern- ig umhorfs var í fangabúðunum. — Er dálítið erfitt að skemmta fólki? — Ég hef samstarf við góða menn. En það vanlar höfunda til þess að skrifa létt efni. Kímni okkar hefu aðallega beinzt að eftirhermum, c maður verður að þekkja fólkið, sei hermt er eftir, til þess að njóta hen. ar. Þetta er þjóðleg skemmtun, en hún úreldist engu síður en orfið og hrífan vegna breyttra þjóðfélagshátta, og þá verður annað að taka við. — Segðu, að fólk megi senda efni. Það verður flutt, svo framarlega sem það hentar. — Sumir, sem skemmta fólki, fá það á tilfinninguna, að þeir séu þræl ar þess. — Maður getur haft á tilfinning- unni, að fólkið ætlist til einhvers af manni, og þá sé maður í eins konar ánauð. En það, sem maður gerir í ánauð, er aldrei gott. Maður verður að geta talið sig frjálsan, þó að Kilj- an segi í Kaþólskum viðhorfum, að frelsi sé hvergi til nema á vitfirringa hælum — Manni er dillað, og mað- ur er sleginn til jarðar, en það er um að gera að halda sínu striki og gera það, sem manni sjálfum finnst rétt. En hvað er svo rétt? — Hjólið er kringlótt. En það eru einhverjir hnettir þarna úti í himingeimnum, o® þaðan að sjá er það sporöskjulaga. Pétur staðnæmist snöggvast á ei- iífðargöngu sinni um gólfið, horfir tnn í stjörnulaust skammdegið og segir: Einu sinni var fært upp stykki hjá Leikfélaginu, sem hét „Fléttuð reipi úr sandi“. Ég var þá hvíslari hjá því. Eftir sýninguna sagði einn yngsti leikarinn: Ég er búúin að semja leikrit. — Hvað tekur langan tíma að sýna það? spurði Haraldur Á. — Fimmtán til tuttugu mínútur, en það má draga það upp í hálftíma með því að ganga um gólf og horfa út um gluggann. Framhald á 981. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSJBLAÐ 965

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.