Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Síða 6
/ presti að Breiðabólstað á Skógar- strönd, eftir frásögn móður hans, Elínar Bárðardóttur. Maður Elínar var Halldór Guðmundsson, Þórðar- sonar, og Þóru Þórðardóttur, en þau hjón voru í sambúð við Jón Sund- maon og Kristínu nokkur ár um 1850, sem síðar segir. Kristín, kona Jóns Sundmanns, var föðursystir Þóru. Frásögninni í Gráskinnu ber all- vel saman við frásögn séra Árna prófasts um það aðalatriði málsins, að hinn furðulegi atburður hafi gerzt þar á Baulárvöllum og með þeim af- leiðingum, sem séra Árni lýsir af sinni frábæru frásagnarlist. Og báð- um frásögnunum er það iíka sam- eiginlegt, að færa atburðinn ekki til ákveðins árs. Að öðru leyti ber þeim /erulega á milli, og er útilokað að rrúa það bil, nema nýjar upplýsing- rr komi til. T. d. segir svo í Grá- kinnu, að þrjú eða fjögur börn þeirra Jóns og Kristínar hafi verið hjá þeim á Baulárvöllum, og konan hafi lagt af stað með þau til byggða itrax að morgni eftir bæjarbrotið. Og á miðjum Dufgusdal hafi hún þá mætt bónda sínum, sem var þar á heimleið, og sagt honum tíðindin, sem hann undraðist og hjálpaði hann konunni til bæja. Menn voru svo sendir til Baulárvalla og sáu þeir þá öll verksummerki eins og Kristín hafði lýst þeim. Tóku þeir allt fé- mætt í kofunum og fluttu til byggða. Síðan segir orðrétt: „Aldrei náði Kristín sér að fullu eftir þennan atburð, og eigi hefur verið búið á Baulárvöllum síðan að staðaldri''. Hér er atvikum talið lýst eftir frá- sögn manna, sem fóru að Baulárvöll- um daginn eftir bæjarbrotið þar, og eru sumir þeirra taldir enn á lífi, þegar þátturinn var skráður, en eng- inn nafngreindur. Það dylst ekki á þessari frásögn, að einhverjir hafi viljað setja bæjarbrotið í samband við skrímsli, sem einhverjir virðast nafa álitið, að ætti sér heimkynni í Baulárvallavatni. En þann orðróm segist Árni prófastur aldrei hafa heyrt. Þótt eigi sé ætlunin sú, að rekja hér sögu Baulárvalla, þá verður þó ekki með öllu fram hjá því gengið, að þvi er varðar hinn fjórða áratug nítjándu aldar, því að það er sá tími, sem hefur úrslilaþýðingu fyrir það málefni, sem hér verður rætt sér- staklega. Baulárvallaland mun allt vera inn- an sveitarmarka Helgafellssveitar norðan fjalla á Snæfellsnesi, og býlið nun líka hafa tilheyrt því sveitar- élagi að öllu leyti öðru en því, að fólkið þar átti kirkjusókn suður í Staðarsveit — að Staðarstað. Sú skip- an hefur að líkindum verið gerð af hálfu kirkjuyfirvaldanna, óg hefur víst mátt kallast vel til fundin fyrir Baulvellinga- þeixrar tíðar. Hins veg- ar mun Staðarstaðarklerkur ekki hafa haft neina ástæðu til þess að fagna þessari viðbót við prestakallið, því að kotið var hvergi nærri alfara- vegi og langt inn til fjalla, svo að ekki var hægt að rækja þar skylduga prestþjónustu án talsverðrar auka- fyrirhafnar. T. d. húsvitjun, manntal og viðeigandi skráselningu á þeim, sem tóku sér þar aðsetur eða fluttu burt af staðnum. Afleiðingin af þessu hefur orðið sú, að sumt af þessu hcfur lent í undandrætti, syo að i sóknarmanntal og kirkjubók Staðar- staðar vantar nöfn nokkurra þeirra, sem hafa tekið sér bólfestu á Baul- árvöllum og flutt þaðan aftur — að minnsta kosti þeirra, sem fluttust þaðan lifandi — og meðal þeirra eru hjónin Kristín og Jón Sundmann. Þeirra nöfn hafa ekki fyrirfundizl í kirkjubókum Staðarstaðar í sam- bandi við Baulárvelli. Þangað verða því ekki sóttar beinar upplýsingar um árstíð Baulárvallaundranna, og til þess að komast að niðurstöðu um hana verður að reyna þá leið, sem hér hefur verið valin; sem sé þá leið, að rannsaka eftir föngum, hvenær þessi hjón hafi geta'ff verið búandi á Baulárvöllum og hvenær ekki og reyna þannig að færa rök fyrir árstíð undranna. Býlisins á Baulárvöllum finnst fyrst getið í kirkjubók Staðarstaðar árið 1833 á þann hátt, að þaðan eru talin flutt suður í Staðarsveit hjón- in Sigurður Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Ekki hafa þau bú- ið þar lengi, sem sést á því, að 1831 voru þau vinnuhjú á Helgafelli og giftust þar sama ár. Vel má svo vera, að þessi hjón hafi verið hinir fyrstu búendur á Baulárvöllum, að minnsta kosti á 19. öld. Sama ár, þ. e. 1833, fluttust að Baulárvöllum þessar þrjár persónur: Guðmundur Sumarliðason, bóndi, 30 ára, Jón Brynjólfsson, bóndi, og Solveig Guðmundsdóttir, hans bústýra. Við flutning þessa fólks að Baulárvöllum er þess getið í kirkjubókinni, að kotið sé nýbýli, sem hafi verið lagt til Staðarstaðar- sóknar. Engar frekari upplýsingar eru færðar um þetta fólk, né hvaðan það var komið. Guðmundur þessi Sumarliðason hefur öðrum fremur haft viðloða á Baulárvöllum eftir þetta, kvæntist þar og eignaðist börn. Hann mun hafa verið sonur Sumar- liða bónda Guðmundssonar og Krist- ínar Andrésdóttur, konu hans, er bjuggu á Valabjörgúm í Helgafells- sveit 1801. Guðmundur bjó síðar á Berserkjahrauni. Kona hans var Guð- finna Þorgeirsdóttir úr Staðarhrauns- sókn. En þetta er önnur saga. Árið 1834 eru þau Jón Brynjólfs- son og Solveig Guðmundsdóttir talin burtflutt frá Baulárvöllum, en þess ekki getið, hvert þau fóru. Guðmund- ur Sumarliðason virðist hafa setið þar eftir og tekið til sín sem vinnu- konu eða bústýru, Guðrúnu Guð- brandsdóttur úr Grundarfirði. Og í sóknarmanntalinu 1835 eru þau bæði skráð á Baulárvöllum. Guðrún flutt- ist þaðan siðar sama ár suður í Mikla holtshrepp, en Guðmundar er ekki getið frekar á því ári. En á þessu sama ári, 1835, er talin flutt að Baul- árvöllum fjölskylda vestan af Fells- strönd; Jóhannes Grímsson húsbóndi, 36 ára. Guðlaug Davíðsdóttir kona hans, 39 ára. Jóhann Geir 5 ára og Davíð 3 ára, synir þeirra, svo og móð ir bónda, Þóra Magnúsdóttir, 72 ára. Ekkert segir um það í kirkjubók Staðarstaðar, hvenær þessi fjölskylda fluttist burt frá Baulárvöllum, en víst er, að hún staðfestist á Snæfells- nesi. Má geta þess til gamans, að drengurinn, Jóhann Geir, komst ’ aldurs og bjó eitt sinn á Snorrastöð- ☆ Séð yfir Baulárvalla- vatn. Baulárvallobær- inn var handan vatns- ins. (Ljósm.: Magnús Karl Antonsson). 14 T I M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.