Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Side 14
r GUÐBJÖRG HE ÁSGEIRSDÓTTIR: YDALUR ur. Kalt vatn er þar ekki að fá nær en í lind, sem rennur með túnfæt- inum. Þá er ag heit laug utan til við túnið, hlaðin innan með grjóti. Þar kom dálítið vik út, sem lækurinn úr henni rann, og voru þar þrír stein- ar. Tveir, sem hægt var að Iiggja á, þegar verifj var að þvo föt þarna, og svo steinn á milli þeirra, sem keppuð voru á sokkaplögg og utanyfir- föt. I. Allir íslendingar kannast vig ísa- fjarðardjúp, með sínum mörgu og fögru fjörðum og fengsælu fiskimið- um, að ógleymdum hinum fríðu og frjósömu eyjum, Vigur og Æðey, sem liggja svo til miðja vegu milli Skut- ulsfjarðar og ísafjarðar, en það eru yzti og innsti fjörður Djúpsins. Þetta vita allir, enda er ekki meiningin að fjölyrða um þessa staði, þótt um þá mætti skrifa beila bók. Dalur liggur innanvert frá Mjóa- firði að vestan, sem Heydalur heitir. Eg minnist þess ekki að hafa heyrt hans getið í útvarpi eða séð um hann skrifað í blöð eða timarit, þótt mér finnist, að hann verðskuldi það ekki síður en margir aðrir fagrir staðir á okkar kæra landi. Langar mig því að minnast hans að nokkru, ef vera mætti, að það, sem hér verður skráð, gæti orðig til þess að vekja löngun einhvers til ao líta á dalinn og ná- grenni hans. Heydalur hefur verið mjög afskekkt ur eins og fleiri staðir við ísafjarð- ardjúp og víðar. Var því frekar fá- förult þar á verrum. En á sumrin var engin nýlunda ag sjá ferðamanna- hópa leggja lei'ð sína um dalinn. Nú er þjóðvegurinn búinn að teygja svo úr sér, að Heydalur er kominn í sam- band vig vegaKerfi landsins, svo að öllum er nú opin leið að skoða þenn- an sumarfagra dal. Hann er framúr- skarandi grösugur og skógi vaxinn að miklu leyti. Að vísu eru þetta aðeins leifar fornrar rányrkju, en þó eru víða samfelldar breiður, sem örðugt er að hafa sig í gegnum. Þetta er aðallega birki- og víðiskógur. Stærsta og þéttvaxnasta skógarbeltið er frammi í dalnum, liggur það að austanverðu. alveg fast að gljúfur- barmi árinnar. sem rennur niður dal- inn og nefnist Heydalsá. Rennur hún þar í lágum gljúfrum, annars er víða þægilegt að komast yfir hana. Tveir fossar eru í henni í lágdalnum, spöl fyrir framan bæina. Heitir sá Nafar- foss, sem nær er, en hinn fremri Stokkafoss. Þar eru mjög djúpir hyl- ir. Mikill silungur er í ánni, og fyrir mörgum árum voru látin í hana laxa- seiði. Þetta skógarbelti heitir Loðni- skógur og hefur þótt bera nafn með réttu, en þarna hefur ekki manns- höndin hjálpað til, að svo mætti verða. En fyrir löngu var rudd braut gegn- um skógarbeltið endilangt, til þess ag Fyrir ofan þetta skógarbelti, er mýr hægt væri að koma heim heyj af engjunum framar í dalnum. lendi og slægjuland, sem ekki er hægt að fara yfir með hesta. Þarna reynd- ist hinn ákjósanlegasti vegur, hörð moldargata, sem ekki sást steinn i. Gaman var að skeiðríða þarna í gegn, meg ilmandi birkið til beggja handa og toppa þess yfir höfði sér, með hvíslandi laufi og margrödduðum fuglaklið. í Heydal eru tveir bæir, annar sam- nefndur dalnum. Hann stendur að vestanverðu, en hinn ag austan, að- eins framar og heitir Galtarhryggur. Dregur hann nafn sitt af háu kletta- belti, efst á fjallinu upp af bænum, sem Göltur heitir. Skarg er í klett- ana, sem ber við himin frá bænum, og heitir Hádegisskarð. Það er með lóðréttum hlíðum og láréttum botni, eins og þag hafi verið sagag út eftir teikningu. Þegar sólina ber þarna yfir, á klukkan að vera tólf á hádegi. Þá eru Nónhnúkur og Miðaftanshæð líka á sínum réttu stöðum. Talsvert er um jarðhita á Galtar- hrygg. Bæjarlækurinn er vel volgur. Svo er annar lækur frammi á túninu. dálítig heitari. Hann heitir Volgilæk- Þessi laug var líka óspart notuð til þess að baða sig í, og var þá veitt í hana köldum læk, sem er utan til við laugina, því að ann-ars var hún of heit. Þetta var hin mesta heilsulind. Væru þeir, sem í hana fóru, með skrámur af einliverju tagi, greru þær óðar. Eg heyrði sagt, að fólk hafi fyrr á tímum komið langan veg til þess að njóta þess læknismáttar, sem þetta vatn hafði að geyma. Guðmund- ur góði hafði vígt iaugina á sínum tíma. Síðasti bóndinn á Galtarhrygg byggði sér íbúðarhús á eyri fyrir neðan laugina og hitaði það upp með vatni úr henni meg góðum árangii. Nú býr enginn á Galtarhrygg, síðan þessi maður lézt fyrir nokkrum ár- um. Heydalsbændur nýta jörðina með, enda stutt að fara, aðeins áin á milli túnanna. f Heydalstúninu er líka volg laug. Heydalur má teljast auðugur af gilj- um og gjám. innan til við Heydals- túnig er svo nefnt Heydalsgil, með breiðum gljúfrum, sérstaklega mið- hlíðis. Beint á móti því að austan er gjá, en hún er ekkj eins breið og gilið. Framarlega í dalnum eru tvö gil, hvort á móti öðru. Heitir vestra NeSri hluti Heydals — Galtarhryggur til hægri, Heydalur til vinstri. Vegurinn liggur heim að Heydal, og áin rennur á milli bæjanna út í Mjóafjörð. — Myndirnar tók Ingibjörg Valdimarsdóttir. 110 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.