Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 4
Beinamálið húnvetnska lokaþáttur xxxx. Þær vonir, sem Jón Espólín hefur sennilegí gert sér um það í upphafi, að hann fengi einhverju áorkað í beinamálinu, urðu að engu. Hinar ströngu yfirheyislur hans á Torfalæk höfðu ekki borið neinn teljandi ár- angur, þótt ekki skorti sögurnar, og hvorki var líkiegt, að Þorvaldur og Eggert játuðu á sig þyngri sakir en orðið var né neitt yrði á þá sannað til viðbótar. Samt gerði hann Húnvetn ingum nýja heimsókn um miðbik októ- bermánaðar. Þottist hann einkum eiga högg í garð prófastsins á Melstað, séra Haildórs Ámundasonar, vegna vott- orðs þess, sem hann lét Þorvaldi í té. En séra Halldór hafði ítrekaðar stefn- ur Jóns Espólíns að engu og þóttist njóta þeirra forréttinda sökum emb- ættistignar sinnar, að honum bæri ekki skylda til þess að koma fyrir sýslumannsrétt. Vildi hann láta bréf nægja sem vitnisburð af smni hálfu. en það sætti Jón Espólín sig ekki við. Varð mikið þóf þeirra á milli, og spratt af því megn óvild. En séra Halldór sat við sinn keip, hvernig sem dómarinn ógnaði honum. Aftur á móti var það látíð kyrrt liggja, þótt kaupmaðurinn í Höfða, Kristján iichram, harðneitaði að bera vitni fyrir rétti. Þessi ferð fóns Espólíns vestur í Húnaþing varð þó ekki óslitin högg- orrusta við þijózka brotamenn og þverlyndan og þóttafullan prófast. Sýslumaður sat einnig erfisdrykkju í Víðidalstungu og brúðkaupsveizlu á Þingeyrum, því að lífið gekk sinn gang í Húnavatnssýslu, þrátt fyrir allar málsóknir. „Var þar vel drukk- ið púns“, og er svo að sjá, að sýslu- maður hafi verig talsvert hreifur í þessum samkvæmum. Reyndi hann | þar afl sitt við ítækustu Húnvetninga og bar af þeim sigurorð. En það þótti ] honum miður, að hann var ekki svo búinn í þessum samkvæmum sem hæft hefði. Hann varð ag bjargast við ferðafötin, því að vestan Vatns- skarðs fékkst hvergi sæmilegri klæðn- aður, er hann gæti notag fyrir vaxtar sakir. Jón þingaði á nokkrum stöðum í þessari ferð, yfirheyrði vitni og þýfg- aði þá Þorvald og Eggert. En ekkert vannst á. Þorvaldur tíndi enn til fá- eina dali, sem hann lézt hafa varið til kaupanna á Gauksmýri og háði harða orðasennu við dómara sinn um blettótta klútinn, sem vitnazt hafði um í eigu þeirra Gauksmýrarhjóna. Var kominn upp sá kvittur, að í hon- um væri gamlir blóðblettir, og þrá- spurði Jón Espólín um uppruna klúts- ins. Varð það síðast, að Þorvaldur sagðist hafa fengið klútinn með móð- ur sinni sunnan úr Reykjavík og væri hann af Englendingi, sem fallið hefði í slag. Og við það híaut að sitja, því að ekki varð önnur skýring út úr Þorvaldi dregin, enda gerðist hann þverari og þrjózkufyllri með hverjum degi sem leið, og vann það engan bil- bug á honum, þótt sýslumaður hefði hann hjá sér í járnum. Aftur á móti var málareksturinn farinn að leggj- ast ærið þungt á Ásbjarnarstaðahjón. Var Eggert hugsjúkur í mesta lagi, þótt spakur væri, og Ragnheiður, kona hans, hætt ag risa úr rekkju. Stein- unn frá Akri var einnig orðin veii á geðsmunum. Jón Espólín nefndi fjóra menn í dóm með sér, þá Ólaf Björnsson á Beinakeldu, Hannes Þorvaldsson í Sauðanesi, Ólaf Ólafsson á Hæli og Þorstein Steindórsson í Holti — og var dómurinn síðan kveðinn upp seint í októbermánuði. Höfðu þá verig yfir- heyrð öll hugsanleg vitni, sem til náð- ist, nema nokkrir menn á Vestur- landi. Var þvi vikið til amtmanns, hvoit málinu skyldi frestað, á meðan aflað væri vitnisburðar þeirra, en honum þótti ekki taka því. Enginn impraði aftur á móti á því, að hinir dönsku hásetar sem björguðust af Hákarlinum, Friðrik og Jakob, væm leitaðir uppi í Danmörku, ef á lífi kynnu að vera, og eftir því grennsl- azt, hvaða stoðum þeir gætu rennt undir grun sina á Þorvaldi. Dómurinn var harður. Þeim Þor- valdi og Eggerti var báðum dæmd ævilöng þrælkun í Kaupmannahöfn og kaghýðing að auki. Var sá gerð- ur munur á reísingu þeirra, að Þö’r- valdur skyldi erfiða í járnum, en Egg- ert hlotnast tukthúsvist. Skyldu þeir og báðir bera málskostnað allan til þess tíma, er landsyfirréttur vísaði málinu á ný heim í hérað, 'sem og að föllnum þessum dómi í héraði. Dómur þessi var rökstuddur með sterkum grunsemdum, sem á sakboiningunum hvíldi, hnupli því, er þeir höfðu ját- að á sig, og illri meðferg Þorvalds á móður sinni og börnum. Jón gamli á Reykjum skyldi greiða kostnað þann, er hlauzt af heimvís- uninni og rannsókn Espólíns, og var það ærið fé. Þorleifur Þorkelsson í Stóra-Dal var sektaður um tvo rík- isdali fyrir slælega fangagæzlu og auk þess klipig af þóknun þeirri, er hann taldi sig eiga að fá fyrir vörzl- una. Þá þótti sýslumanni Jón llluga- son hafa þagað yfir stórmæli, en taldi sig skorta vald til þess að ákvarða honum refsingu fyrir það. Loks álykt- að'i hann, að séra Halldór á Melstað hefði brotlegur gerzt og stefndi hon- um fyrir landsyfirrétt. Það var enda- hnúturinn, sem hann rak á þetta viðamikla mál. Jóni Espólín þótti miklu íargi af sér létt. Hann neri lófana að loknum dómum og kvað stöku: Margur veð í sína sál setur, lítt þó gagni. Þetta bölvað beinamál bið ég loksins þagni. XXXX). Þeim Þorvaldi og Eggerti mun Eftir langa mæðu verða að lokum veðraslot, 196 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.