Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 15
BELGUR, SPURUL AUGU Hann er býsna þriflegur, belgurinn á selnum þeim arna, svo aö auðséð er, að hann er við góð þrif. Breið bringan Ihvelfist fagurlega á milli hreifanna, og kampamir gæða hann virðuleg- um svip. En það eru þó ekki sízt augun, sem vekja athygli, stór og spurul. Það er Hka margra mál, að þag sé eitthvað furðulega mannlegt við augu sela. Oft hefur verið gert orð á því, að hérlendis sé selurinn vargur í véum við mynni iaxánna, og mörg hríðin hefur verið gerð þar ag honum til þess að vinna honum geig og útrýma honum eftir föngum. En svo eru líka margir, sem lagt hafa elsku á selinn — ekki aðeins vegna þess, að hann hefur verið þeim féþúfa, heldur af allt öðrum hvötum. Það er til dæmis alkunna, að séra Sigurður i Hindisvík hefur um Iangt árabil friðað alger- lega sel þann, sem heldur sig fyrir landi hans, því að honum hefur þótt gaman að íjá; hann bylta sér í sjónum í víkinni fyrir framan bæinn og skríða upp á skerin. Menn kalla þetta sérvizku. En það er mörg sérvizkan og sum viðsjárverðari en það að hafa yndi af að sjá villt dýr lifa í friðl og spekt. Að minnsta kosti er eitthvað óhugnan- legt við það, þegar menn fíkjast eftir því sem leik að drepa dýr og fugla úti í náttúrunni. Og mörgum myndi finnast tómlegra, ef aldrel sæist selur á skeri eða klöppum og hvergi skyti selur upp gljáandi haus á vík eða vogi og renndi forvitnum augum tU lands. T f M I N N — SIJNNUDAGSBLAÐ 207

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.