Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 17
Guðmundur Jónsr.on — kvefaSur og í eigin gervi. — Hvernig stendur á því, að söngv- arar eru allir svona lífsglaðir? . — Ætli að það sé ekki af því, að þeir fá svo mikið súrefni í lungun, nokkuð sem blaðamenn og bílstjórar fá ekki. Það er ábyggilega mjög hollt að syngja,_ og ég hef aldrei heyrt um, að söngvarar fái lungna- krabba. Aftur á móti verða þeir hjartveikir af öllu þessu trukki og djöfulskap. Ég held það vœri skyn- samlegra að skikka fólk í kór og láta það syngja mikið i stað þess að vera að hræða það með krabba. — — Hefðirðu ekki viljað vera ó- perusöngvari erlendis? — Það eru mjög mörg ár síðan mig hætti að ianga til þess. Það eru svo miklar innklíkur og olnbogaskot. í þessu, og þeir, sem verða ofan á verða rótlausir og heimilislausir og flækjast út um allar jarðir. Ég spurði Kim Borg, þegar hann kom hingað, hvort hann væri búsettur í Dan mörku. — Jú, hann hafði verið þar í fjóra daga á síðasta ári. Hann hefur lika íbúð í Stokkhólmi, og þangað heimsækir konan hann kannske, þeg- ar hann er í námunda við plássið. — Er ekki kominn tími til að stofna óperu hér? — Ég má náttúrlega ekki svara þessu neitandi, en ég held, að það ' hafi verið furðuvel gert í þessu, síð- an byrjað var að sýna söngleiki fyrir alvöru. Það mætti kannske færa óperur oftar upp, en sinfóníuhljóm- sveitin hefur líka öðrum skyldum að gegna en spila með óperu. Það væri rjær að nýta betur félagsheimilin úti á landi. Ég er allra manna sízt á móti bögglauppboðum og kaupakonu- böllum, en það væri lika gott, ef félagsheimilin væru notuð til ein- hvers annars. — Það var gert svolitið grín að okkur hér í Reykjavík, þegar Ríkisútvarpið sendi okkur með „List um landið“, en fólkið úti á landi kunni að meta þessar skemmtanir og lagði mikið á sig, til þess að þær tækjust. Við sýndum til dæmis „Ráðskonu- ríkið“ eftir Pergolezi í Mývatnssveit, og Mývetningar sóttu píanóið og efni við í leiktjöld 30 km. leið, og þrjú hundruð manns komu á skemmtunina. — Á einum stað, þar sem við Páll ísólfsson og Björn Ólafsson héldum kirkjutónleika, var org- elið í kirkjunni svo lélegt, að við fengum lánað orgel úti í bæ. En skömmu seinna var keypt orgel í kirkjuna. Þetta sýnir, að ekki þarf mikið til þess að vekja áhuga fólks. Það ætti að skipuleggja einhverja starfsemi, sem gæfi fólki úti á landi von um heimsólcn einu sinni eða tvisvar á vetri. Það hefur tíðkazt, að skemmtiflokkar færu út um land á sumrin, þegar háannatíminn er, og fáir mega vera að því að skemmta sér, en á veturna lætur enginn skemmtigestur sjá sig. Svona ferðir þurfa ekki að kosta neitt stórfé. Það var sáralítill halli á þessum ferðum okkar, þótt við værum ellefu saman og sýndum á 30—40 stöðum. Og hvers vegna í ósköpunum eru ekki málverkin, sem eru í kjallara iistaverkasafns rikisins engum til gagns, send út á land og látin hanga í skólum og svipuðum stöðum — ákveðinn tíma á hverjum? — Ert það ekki þú, sem ert ábyrg- ur fyrir músíkinni í útvarpinu? — Nei, ég er í mesta lagi með- sekur. En þú getur bókað, að það er leikið allt of mikið af músík í út- varpið. Fólk hættir að heyra hana, þótt það hafi útvarpið alltaf í gangi. Mér finnst, að það væri nær að drífa eitthvað af mataruppskriftum og eldhúsrómönum í útvarpið á síðdeg- inu, en keyra grammófóninn hálfan sólarhringinn. t — Er fólk ekki alltaf að skamma ykkur? — Það er lítið um það nú orðið. Skammirnar fara aðallega í blöðin. Annars er okkar dagskrá sambæri- leg við hverja eina dagskrá erlendis. T í M I N N SUNNUDAGSBI.AÐ 209

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.