Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 19
„Æ, ég veit ekki. Væri hann vett- lingur og hefði ég prjónað hann, rekti ég hann upp“. í þágu himnaríkis Sigmundur Snorrason var barn- margur, örsnauður þurrabúðarmað- ur. í þokkabót átti hann svo barn utan hjá. Þá ofbauð flestum. Prest- urinn hélt snarpa umvöndunarræðu yfir Sigmundi, sem sat lengi vel hljóður og hógvær undir lestrinum. Loks þótti honum samt nóg komið. Stóð hann snúðugur upp og mælti: „Verið þér ekki að því ama, prest- ur minn. Varla verða mínir of margir í himnaríki". Hver rær meft sinu lagi Gísli bóndi Jónsson á Eystri-Lofts stöðum missti skeifu undan hesti sín- um á ferðalagi, fór heim á bæ og fékk þar mann til þess að járna hann. Gísli horfir á um stund, en segir svo: „Öðru vísi járnar þú en ég, lags- maður“. „Hvernig járnar þú?“ spyr mað- urinn. „Ég slæ á háusinn á naglanum". „Jón missti líka“ Ari bjó í Miðhlíð á Barðaströnd, og hét granni han.s einn eða mót- býlismaður Jón. Ari var snauður maður, en átti þó bátkænu, og afl- aði hann sér helzt lífsbjargar með. því að róa til fiskjar. Nú gerðist það í ofsáveðri, að bát- ur Ara fauk o.g brotnaði í spón. Aumkuðu menn hann, er hann svo örbirgur hafði misst bátinn, og fóru um það ýmsum orðum, að þetta væri honum mikill bagi. „Ég læt það vera“, sagði þá Ari. „Jón missti líka mikið af heyi“. Treysti á hjálpsemina Kristján amtmaður Kristjánsson var nýkominn úr utanför og dvaldist um tíma á Bessastöðum. Þennan vet- ur var andblástur nokkur þar í sókn- um gegn séra Árna Helgasyni i Görð- um, og töldu sumir, að Kristján amtmaður væri eitthvað við það riðinn. Nú bar svo við, að Kristján var þar nærstaddur, eT séra Árni var að fara í hempu sína, og bauðst hann til þess að hjálpa klerki. '„Þakka yður fyrir“, svaraði séra Árni. „Þér eruð líka manna vísast- ur til þess að hjálpa mér úr henni aftur.“ Rúmfrekur náungi Guðbrandi bónda á Valshamri í Geiradal var eignað barn, sem hann vildi ekki gangast við. Var þetta fluðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum: Lífsins skólð Ýmislegt, þó einhvers vert, ævinnar um bekki, hefði ég kannski getað gert, en gerði það bara ekki. Höfundur sendi kennara þýzka stfla til leiðréttingar og batt fyrir hann nokkrar bækur í staðinn. Vona ég bandið verði sterkt og vitni um hendur mínar, en líklega mun það lakar gert en leiðréttingar þínar. Vísur minar. Vesöl er mín vísnagrein, vantar, trúi’ ég, snilli. Mun þó staka ein og ein álnavirði — á milli. Æskutíð. Æskutíð er yndisleg, opin leið til þrifa, en eldast muntu, eins og ég, ef þú færð að lifa. Þegar Tedtur Þorleifsson varð skólastjóri á Sandi haustið 1952. Ekki grand ég ætla Teit eða strand og bana, en það er vandi, það ég veit, að þýðast Sandarana. Vísa. Valdsmenn og veraldarklíkur veittu mér sjaldan lið, en út af fyrir sig er það þó alltaf sjónarmið. Sól og surnar. Víkur burtu víl og treginn, vakir sól á himni bláum. Þykkvbæingar hirða heyin, - hlöður fylla grænum stráum. Um Sesselju. Um Sesselju yrki ég svona, að svöngum hún veitti mér bezt. Hún kann ekki eitt, þessi kona: að knepra við hjú eða gest. drengur, sem skírður var Þorbjörn Svo lyktaði, að ekki tókst að feðra hann, og var hann jafnan nefndur Þorbjörn Guðrúnarson. Þegar Þorbjörn eltist, gerðist hann vinnumaður á Þorpum í Steingríms- firði. Fundu menn, að köldu andaði frá honum til Guðbrands á Vals- hamri. Nú rak hval á Þorpum, og komu menn langar leiðir að til hvalkaupa. Meðal þeirra var Guðbrandur á Vals- hamri. Kom hann síðla kvölds, hitti Þorbjörn úti við og spurði, hvort hann gæti fengið að leggja sig. „Hvað heldurðu?" svaraði Þor- björn. „Sýnist þér veröldin ekki nógu stór fyrir þig?“ Engin bót ad latínunámi Konu Ólafs smiðs f Kalastaðakoti fýsti mjög, að sonur þeirra lærði til prests. Ólafur var á öðru máli, og vísaði hann relli konu sinnar á bug með þessum orðum: „Ég held þeir skilji hann, Strand- hreppingar, þótt hann tali ekki við þá latínu, þegar hsnn fer að betla.“| T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 211

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.