Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 7
Skrögg eða Þingeyra-Skrögg. Orti hann brag um Björn og söng á bæj- iim gegn hæfilegri þóknun, og var þetta síðasta erindið: Fantur var hann þá, var hann þá, málahundur var hann þá, var hann þá, aldrei fær hann sól að sjá, sól að sjá, svörtum poka liggur á, liggur á. En svo köldu sem andaði til Björns á Þingeyrum. þá talaði hann þá enn hraklegar um móðurfólk sitt frá Fjós- um og sagð'i, að „bölvað ekki sens Fjósaruslið" hefði leitt ógæfuna yfir jföður sinn. En væri hann spurður, hvort faðir hans hefði ekki verið greindur maður, sem og var, og vel að sér um margt, svaraði hann: „Nei, þetta var allra mesti aumingi upp á vitsmunina. Það voru haldin yf- ir honum þrjátíu próf, og honum bar aldrei saman við sjálfan sig. Og þó var hann mesti gáfumaður hjá Fjðsa- ruslinu". xxxxv. Það er ekki alls kostar óeðlilegt, þótt menn spyrji: Drápu þeir Þor- valdur og Eggert skipstjórann af Há- karlinum á Hjaltabakkasandi haustið 1802? En við því verður að' gangast, sem raunar er þegar komið fram, að svör eru ekki á reiðum höndum. Því hefur enginn getað' svarað með neinum rök- um fram á þennan dag, og svo er enn. Það verður hvorki stutt né hrak- ið með þeim gögnum, sem tiltæk eru, enda er þess vart að vænta, þar eð ekki tókst að komast að öruggri niðurstöðu við eina hina umfangs- mestu málsrannsókn, sem dæmi eru um hér á landi á nítjándu öld. Grun- semdirnir hafa að sönnu orðið líf- seigar, og mörg þau atvik, sem horfðu Þorvaldi til áfellis, hafa verið mönn- um minnisstæð allt til þessa dags. Hér hefur þó komið fram, að sumar þær hroðasögur, sem gengu manna á milli, voru staðlausir stafir, og svo hefði getað verið um orðróminn all- an frá rótum. Við vitum það ekki. Það er ókunnugt, hve áreiðanlegur heimildarmaður Guðmundur á Akri var, og það verður ekki heldur um það dæmt, hvort þvi sé fulltreystandi að Jón Illugason og aðrir. sem áttu orðræður við hann, hafi hermt um- mæli hans rétt áu þess að ýkja, geta í eyður eða brengla þau í minni sínu á hálfum öðrum tug ára. Og fleira gæti komið til greina, þótt þessir aðilar allir hafi verið trúverðugustu menn og haldið sig fara rétt með allt. Gerum ráð fyrir því, að svo hafi ver- ið. Það hlýtur að hafa verið- á skugg- sýnni vetrarnóttu í rosaveðri. að Guðmundur á Akri fór á fjöruna. Sagan sagði, að hann hefði staðið álengdar og horft á aðfarir þeirra Þorvalds og Eggerts. Var hann þá til dæmis þess öruggléga umkominn að greina á milli manndráps og líkráns, skelfdur maður og furðulostinn? Gat ekki ímyndunaraflið hlaupið með hann í gönur við slíkar kringum- stæður? Enginn veit heldur, við hvað hin- ir dönsku skipsmenn studdust í grun- semdum sínum, ef þær hafa þá verið svo eindregnar, sem talið var. Og þar er á það ag líta, að tortryggni út- lendra strandmanna gat verið auð- vakin. Það er því margs að gæta. ef vega á likumar og meta. Hinu verður ekki neitað, að hátta- lag þeirra Guðrúnar gömlu í Hjalta- bakkakoti og Steinunnar, ekkju Guð- mundar á Akri, var næsta tortryggi- legt. En þar gat annað komið til en þær væru að hylma yfir morð. Það er harla trúlegt,. að miklu fleira hafi verið stolið á strandfjör- unni en sannaðist við rannsókn máls- ins, og við það gátu fleiri verið riðn- ir á einhvern hátt en Þorvaldur og Eggert. Það var engin nýlunda, að menn teldu það réttlítið, er þeir komu á höndum á strandfjöru, og þarf ekki sælast langt aftur f tfmann til þess að leita slíkra dæma eða annarra hlið- stæðra. Miklu fremur mun hafa verið litið á strandgóss sem happ af himn- um sent. Tíð strönd voru hlunnindi, sem menn renndu vonaraugum til. Gripdeildum á strandfjöru leyndu menn fyrir yfirvöldunum, en fóru ekki ævinlega í launkofa með þær sín á milli, og hrepptu þar ýmsir hlut eða umbun, eftir því sem atvik féllu. Þaðan gat verið runninn ótti kvenna, sem ekki höfðu staðið f stórræðum um dagana, við yfirheyrslur og eiða. Af því gat einmg stafað, hve Þorvaldi var í mun að ná tali af sumum vitn- anna, áður en þau leystu frá skjóð- unni. Hér fer því sem oftar, að hver verður að trúa því, sem honum þykir lfklegast. Það, sem ekki vitnaðist við Framhald á 214. sí8u. Stefán halti var oft spurSur um mál föður sins. Andaði köldu til Björns á Þing- eyrum, og hafði hann ort um hann brag, er hann söng á bæjum gegn hæfilegu gjaldl: „Fantur var hann þá, var hann þá, málahundur var hann þá, var hann Þá . . . . " T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 199

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.