Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Qupperneq 5

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Qupperneq 5
íf.h^v UPPGÖTVANIR, SEM VALDA ALDAHVÖRFUM? v mm ■ *■'•• Myndatökutæki de la Warrs — Frá kössunum tveimur neSst fer orkustraumur- inn upp í efsta lcassann, en þar kastast hann með endurspeglun gegnum linsur á Ijósmyndaplötu, ssm staðsett er í botni hans. — Myndirnar eru úr bók Poul Goos — Hinesides vor verden. Bók Heisenbergs sé ekkert minna en stórviðburður, því að hún sýni með titli sínum og innihaldi, að sá mikli raunvísindamaður .hafi gert sér Ijóst, að þessar grundvallarsetn- ingar eru dauðar og magnvana. Titill bókarinnar einn hljóti að raska jafn- vægi margs ágæts eðlifræðings, sem enn sé á valdi aldamótakenninga eðlisfræðinnar. Bókin heitir „Philo- sopic Problems of Nuclear Sience“ „Heimspekile.g vandamál kjarneðlis- Vísindanna", — það, að eitthvað svo raunhæft og efnislegt sem kjarneðl- isfræði sé í einhverjum tengslum við svo óraunhæft og þokukennt fag sem heimspeki, gætu áðurnefndir eðlisfræðingar svarið fyrir! í bók Heisenbergs kemur fram, að hann viðurkennir, að sá „frumkraftur" — eins og hann orðar það — sem komi fram í margvíslegu formi í hin um skynjanlega heimi, geti einnig komið fram með hætti, sem við ekki þekkjum enn þá, þegar um það er að ræða að skýra hugtökin „sál“ og „líf“. Ef við óskum að skýra lif- andi eða andlega þróun verðum við að útvíkka stærðfræðilega bygg- Ingu kjarneðlisfræðinnar (leturbr. P.G.) og það virðist mörgum, að við neyðumst til að taka upp enn fleiri ný hugtök, sem ómótmælanlega sam tengist því hugtakakerfi, sem við höf um notað fram að þessu", segir Heis enberg. — f þessum orðum koma fram algjör skil við fyrri efnisvísindi, sem varpað hafa frá sér og gefizt upp við vísindalega skilgreiningu á Bivtgtökunii'm ,,líf“ og „sál“ vegna þess, að þau féllu ekki í þrivíddar- „ramma“ þeirra. En nú bendir Heis- enberg á þann möguleika — með vís indalegri varfærni þó, — að nauð- synlegt verði að útvíkka atómfræð- ina, sem þegar hefur fjórar víddir, svo að hún rúmi einnig andleg fyrir- brigði, þó að þetta þvingi vísindin til að viðurkenna ný orkuhugtök. Heisenberg segir, ag „frumkraftur inn, sem allur veruleiki er sprottinn af“ geti einnig lcomið fram með liætti, sem við enn ekki þekkjum. Hafi maður þessi orð Heisenbergs í huga, mun það létta mjög skilning á starfi og uprgötvunum de la Warrs, segir Poul Goos, því að hann fáist einmitt við þau form „frumkrafts- ins“, sem Heisenberg talar um, en þau hafa fram að þessu verið ó- þelckt. Höfundur lcomst fyrst í kynni við uppgötvanir og starf de la Warrs, er hann las bók eftir enska verkfræð- inginn Langston Day „New Worlds beyond the Atom“, — „Nýir heimar að baki atómsins“, sem greinir frá starfi de la Warrs. Hann segir, að ekki fari hjá því, að hvað eftir annað segi maður við sjálfan sig við lestur bókarinnar, að þetta hljóti að vera „sience fiction" (uppdiktuð vís- indaævintýri) og segist ekki áfellast neinn, sem þag geri, því að það hafi hann sjálfur gert í fyrstu. Bókin fjalli nefnilega um dularfull tæki, sem með tengslum við hugsun manns- ins og geislun frá orkusviði blóðdropa geri mögulegt að „taka mynd af“ orkusviðinu, en þessi „mynd“ geri síðan nákvæma og djúpstæða sjúk- dómsgreiningu mögulega og jafnvel „fjarlækningu"! — Því er ekki að neita, að þetta hljómar sem algjört „vísindaævintýri". „Ég gat þó ekki neitað því, að bókin virtist skrifuð í fullkominni alvöru. Hér virtist ekki vera á ferðinni þörf, fyrir að búa til „sensation11 umfram það, sem niður stöður bókarinnar gáfu tilefni td, og smám saman varð mér ljóst, að höf- undurinn sjálfur var að minnsta kosti sannfærður um raunveruleika þess, sem liann fjallaði um“, segir Poul Goos. Fræðilegar skýringar á starfi de la Warrs, sem komu fram í þessari bók, brutu algjörlega í bága vig „bók- stafs“-vísindin, en það hafi líka flest- ar meiri háttar uppgötvanir gert, seg- ir Poul Goos, allt frá deilakenningu Max Plancks, sem hann setti fram 1901, til uppgötvunar Speemanns á ,.autonome“-orkusviðinu 1921. Sál- eðliskenningar Strombergs nú hin síð ari ár brjóta einnig í bága við hefð- bundin vísindaviðhorf. Og kenningar Einsteins neyddu okkur á sínum tíma til að viðurkenna. að heimurinn hefði (minnst) fjórar víddir, en ekki aðeins þrjár eins og vísindin höfðu slegig föstu. — Ef óg gerði ráð fyrir, segir Goos, að innihald bókar Langston Days væri í aðalatriðum rétt, varð mér ljóst, að þá væri það i fyrsta skipti í sögu mannsins, sem tekizt hefði ag stíga yfir þröskuldinn inn í rúm- tíma-veruleika þeirra Plancks og Ein- steins og nýta krafta þessa veruleika, Fyrri hluti T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 43)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.