Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 19
Það virðist svo sem sumu fólki hafi
legið við að verða flökuxt af því, sero
áður hefur verið um Gvend skrifað,
þar sem minnzt hefur verið á lúsina.
Má vera, að fullmikið hafi verið úr
því gert. Eigi að síður er það satt,
að Gvendur bar nok'kuð kvi'kt með
sér á ferðalagi sínu og sjaldan dróst
lengi, að hann yrði var, þegar hann
renndi tveim fingrum niður undir
skyrtuhálsmálið. Kom hann þá með
vænan drátt, sem hann lógaði strax,
aftökustaðurinn var rétt hvar sem
hann var staddur, hvort heldur var
við borðshorn, stól eða annars stað-
ar sem honum þótti henta. Lét hann
kvikindið laust, brá nöglinni yfir það
svo að buldi við brestur, sagði svo,
eins og svona töluvert hróðugur:
„Hún va fullorrin þessi“. Óhætt má
segja, að.vegna þeirrar óværðar, sem
honum 'íylgdi, væru þó töluverðir
annmarkar á að lofa honum að vera
nætur.
Þó að erfitt sé að bera í bætifláka
fyrir Gvend að þessu leyti, er þó
naumast rétt að áfellast hann neitt
heldur fyrir þessar sakir fyrst hann
var aumingi kallaður og var það á
vissan hátt, en líMega ekki nema sum
heimiii orðin dauðhreinsuð af þeim
ófögnuði, sem lúsin var. Gvendur var
oft svo vikum skipti á þessu vandri
sínu bæ frá bæ og sveit úr sveit, án
þess að koma heim, náttúriega alltaf
í sömu fötunum, og gisti víða. Þó að
þær hálfsystur hans, Guðný í Klúku
og Stefanía á Gilsárvöllum, sem bóð-
ar voru mestu hreinlætiskonur, vildu
þrífa karlinn og hafa hann þokkaleg-
an, þá var hann þeim bæði óhlýðinn,
erfiður og óráðþæginn. Þó að þetta
væri nú svona með Gvend, þá var
hann alls staðar velkominn. Hann var
vandaður og trúmennskan var gull,
þegar hann var beðinn að koma ein-
hverju til skila, sem mun hafa verið
æði oft. Hann bar aldrei slúðursögur
á milli manna eða neitt bull, sem
öðrum mætti til meins verða. Hann
lék sér stundum að krökkum, þar
sem hann kom og vildi ekki vera hafð-
ur fyrir grýlu á börn.
Væri Gvendur reittur til reiði, gat
hann orðið ægilegur ásýndum, en
þeim, sem hann átti þá orðastað við,
var þá heldur ekki í kot vísað en bara
beina leið norður og niður. Við minni
háttar stríðni sagði Gvendur oftast:
„Æ, vert ekki að skipta þér af onum
Gendi, farr í böliaðan rass“.
Þegar Gvendur kom heim úr ferða
löguim sínum, gat hann sagt frá svona
almennum fréttum. Ef veikindi höfðu
gengið, mannalát, barnsfæðingar og
brúðkaupsveizlur, svo og dálítið um
bústaðaskipti fólks. Oft hafði hann
nokkuð af sendibréfum, sem hann
vatfði fyrst innan í blað, svo klút eða
dulu utan um. Tók hann þá bréfin og
skoðaði þau vandlega áður en hano
afhenti þau og skilaði þeim rétt til
viðtakenda. Þó var hann ekki læs á
skrift né prent, en mun hafa þekkt
bréfin af svip og útliti, líkt og fjár-
maður þekkir einstaklinga í hjörð
sinni.
Gvendur var alltaf fáanlegur, þar
sem hann var á ferð, að slátra hest-
um, ef með þurfti. Vann hann að
því með dugnaði miklum. Hreinlætið
skal ekkert um sagt, líklegast held-
ur ekki mikið fengizt um slíkt á með-
an fólk át ekki hrossakjöt, en það
var haft handa gripum. Talið var, að
Gvendi þætti mest í varið að fá að
aflífa hestana sjálfur. Þóttu aðfarir
hans við aftökuna nokkuð hroðalegar.
Þær sá ég aldrei og sleppi alveg að
lýsa því, þó að heyrt hafi, en þar sem
ég þekkti til, voru hestarnir skotnir
áður en ,Gvendur hóf sitt slátrara-
starf. Hemingana (skinnið af fótun-
um) átti Gvendur ævinlega í slátur-
laun og margir gáfu honum líka góð
skæði. Vildi hann helzt hafa þau með
hárinu á, taldi skó sína þá endast
mun betur. Gvendur gerði sér ævin-
lega á fæturna sjálfur. Skó sína var
hann vanur að hafa vel stóra, svo að
þeir stóðu bæði aftur og fram af fót-
unum. Vildu saumarnir á þeim oft
bila, bæði að framan og aftan, svo
að vatn átti greiðan gang þar inn og
út, eins og þegar flæðir og fjarar.
Þegar göt komu á sikóna, bætti hann
þá rétt hvar sem hann var staddur,
því að hann var vel útbúinm með skó-
nálar og þvengi, sem hann hafði vafða
utan um nálhús sitt.
Eitt sinn, ,er Gvendur var á ferð
á Neshálsi á milli Loðmundarfjarð-
ar og Húsavíkur, hafði hann gengið
einhvem spöl frá veginum til að setja
sig niður á meðan hann bætti skó
sína. Rakst hann þá á mannsbein,
sem hann grunaði, hvers beim mundu
vera. Frá fumdi sínum sagði Gvendur
á þessa leið: „É fann hanm Jóa ræf-
ilinn, hann er orrinn óýtur“. Ef slitn
aði af Gvendi tala, var hann ætíð van
ur að festa hana strax á aftur, jafn-
vel þótt hann væri staddur á fjallvegi
í hríðarkófi.
Guðmundur var höfðingjadjarfur,
fékkst ekki um, hvort hanm átti orða-
stað við meiri háttar menm eður aðra.
Hamn var eitt simn úti staddur á Gils-
árvöllum, þegar séra Geir Sæmunds-
son (síðar vígslubiskup) reið f hlað
þar og segir: „Góðan daginn, Guð-
mundur“. Gvemdur hélt, að hann væri
að glettast við sig og svaraði önug-
ur: „Æ, kysstu á þig“.
Sagt var, að Gvendur kæmi að Val-
þjófsstað utan af Héraði og hafi þá
gengið þar illkynjaður pestarfarald-
ur. Þegar Gvendur hafi komið heim
á hlaðið, hafi prestskonan opnað
glugga uppi á lofti og kallað td
Gvendar nokkuð höstugt: „Hvað ert
þú að rápa til að bera veikindi á milli
fólks!“ Gvendur glápti upp í glugg-
ann til frúarinnar og sagði: „Þau
hafa getað drepizt, krakkarnir þínir,
þó Gendur geyið hafi ekki komið með
pest til ykkar“. Höfðu þá prestshjón-
in fyrir stuttu misst tvö börn í sömu
vikunni úr skæðri barnaveiki, sem
gekk. Öðru sinni, er Gvendur gisti á
Valþjófsstað, hafði frúin um morgun
tíma komið þar inn, sem Gvendur
var, boðið góðan dag og farið að dá-
sama veðrið, hvað það væri blítt og
yndislegt. Gvendur tók tal frúarinnar
svo, að hún væri að ota sér af staö
og sagði: „Æ, vertu ekki að þessu
bölluðu bulli, Gendur fer ekki fyrr
en búið er að sjóða“. Hafði hann þá
fengið pata af að farið væri að sjóða
baunir, en af þvílíku hnossgæti vildi
hann ekki missa. Sú saga hefur oft ver
ið sögð, að þessi sama kona hafi einu
sinni verið úti í kirkju á Valþjófsstað
að sýna Gvendi myndir. Hafi hún þá
bent á mynd, sem hékk uppi og sagt:
„Þarna er nú mynd af Maríu mey“.
Gvendur svaraði: „Æ, þa getur vel
veri ég hafi sé hana á Seyisfirri, ég
hef sé þar so margar frunsur".
Þá hefur sú saga oft verið sögð af
Gvendi, að hann hafi eitt sinn komið-
að Selstöðum á Seyðisfirði og verið
borin síld að eta, hafi hann þá sporð-
rennt síldunum þar til hann var með
þá fjórtándu eða sextándu, sumir
segja nítjándu. Þá hafi hann dregið
út úr sér dálkinn og sagt: „Þa e þá
bein í síldinni“.
Gvendur átti margar ferðir á Seyð-
isfjörð, þó að han-n væri gamali orð-
inn og yfir erfiða fjallvegi að fara.
Það gæti hafa verið veturinn 1902 á
útmánuðum, að Gvendur fór á Seyðis-
fjörð. Hafði þá hafís rekið inn á
Borgarfjörð og voru samfrosin haf-
þök af ís langt út á flóa, suður með
Víkum og inn á Loðmundarfjörð.
Mig minnir í'Sinn ekki hafa verið
kominn inn á Seyðisfjörð, eða þá
bara litið eitt. Barst þá sú saga, að
ein heldri frúin á Seyðisfirði hafi
gefið sig á tal við Gvend til að fá
fréttir af Borgarfirði. Eitt af því, sem
hún spurði Gvend um, var, hvort ekki
væri óskaplega kalt á Borgarfirði
núna. „Æ, þú fyndir það líklega, ef
þú værir komim með beran rassinn
út á einhvern ísjakann", svaraði
Gvendur. Sagt er, að frúnni hafi mi®-
líkað og þótt Gvendur sýna sér litla
virðingu.
Sú saga var sögð af Gvendi, að
hann hafði komið að Rangá eitt sinn
er framboðsfundur var haldimn þar
og márgt manna var samankomið,
þar á meðal Jóhannes Jóhannesson
sýslumaður og bæjarfógeti á Seyðis-
firði og fl'eiri höfðingjar. Jóhannes
hafði þá hitt Gvend þar úti, heilsað
á hann og farið að tala við karl. Verð-
ur honum þá litið á fæturna á Gvendi
og segir: „Það eru ljótir skórnir þin-
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ
451