Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 12
RÆTT VIÐ SÆNSKAN HERMANN UM KONGG FREDDIE PERSSON ir talsverðri þekkingu á því landi, kunna skil á nöfnum ættbálka þar og stjórnmálamanna og þekkja heiti þó nokkuð margra borga og héraða í þessu víðlenda ríki, og án efa fyrir- finnast þeir, sem hafa á takteinum hinar margvíslegustu skýringar á þeim atburðum. sem gert hafa Kongó svo nafntogað' næstu misserin eftir að sjálfstæði landsins var lýst yfir á miðju sumri áiið 1960. Þá hafði Kongó lotið erlendum yf- irráðum um nær heillar aldar skeið. Þar sem Kongó er inni í miðri Mið- Afríku, komu Evrópumenn seinna þangað en til strandríkja álfunnar. — Það var i Kongó, sem hinn frægi, brezki trúboði og iandkönnuður Dav- id Livingstone, var um árabil týndur umheiminum, áður en Henry Stanley fann hann við Ujiji í Burundi árið 1871, eins og mjög hefur verið rómað í frásögnum. Til þessa hafði Kongó verið hvítur flekkur á Afríkukort- um, en þannig eru ókönnuð landsvæði jafnan merkt. En úr þessu fór fjár- málamönnum í Evrópu að verða ljóst að Kongó var til og væri auðugt land af náttúrugæðum , einkum héraðið Katanga í suðausturhorni núverandi Kongóríkis. Belgíumenn riðu á vaðið með að nytja auðæfi landsins, og kon- ungurinn, Leopold II, hafði þar for- göngu. Árið 1885 hlaut hann viður- kenningu stórvelda Evrópu fyrir því, að Kongó væri persónuleg eign hans. Þá var landið nefnt „Fríríkið Kongó“. Stjórn Leopolds konungs II. á Kongó varð brátt alræmd. Út á við var að vísu talað fagurlega um hið göfuga hlutverk, sem konungurinn og auðfélag hans hefði tekið sér fyrir hendur, að-koma „villimönnunum" til manns og kynna fyrir þeim siðmenn- ingu Evrópu, en i einkabréfi til vin- KRAFTA VERK, AÐ EKKI SKYLDU FLEIRIFALLA — KONGÓ er paradís. Þannig mælti sænskur her- maður, sem ég hitti nýlega að máli, og hann gat talað af reynslu. Hann hafði dvalizt í Kongó í hartnær þrjú ár, her- maður í liði Sameinuðu þjóð- anna, og þar hafði hann þolað bæði súrt og sætt, staðið í vopna- viðskiptum og unnið að öðrum friðsamlegri störfum. Allir, sem eitthvað hafa fylgzt með heimsfréttum siðustu áiin, hljóta að hafa heyrt getið um Kongó. Trúlega eru þeir ekki fáir, sem búa orðið yf- ar síns skrifaði konungur, greinilega í talsverðri hrifningu: „Hvílík dá- semdar kaka”. Og á þeirri köku gæddi hann sér eftir föngum um ára- bil. En að því kom, að augu annarra þjóða tóku að opnast fyrir því, sem var að gerast. „Fríríkið Kongó var lítið annað en þrælariki. Félag kón- ungsins tók sér einkarétt á allri verzl- 444 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.