Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 20
ir núna, Gvendur minn“. „Æ, skiptu þér ekki af þí, éld þú gefir onum Gendi ekki neina skó“, svaraði Gvendur. „Þé e bezt að hussa um káp una þína, sem fannst í Vestdalsánni“. Sýnir svar Gvendar, að eitthvað hef- ur hann fylgzt með því máli, s'em var þá allmikið umtalað. En það var upphaf þess máls, að mánudaginn 14. janúar 1901 famnst peningakassi bæjarsjóðs Seyðisfjarðar ekki, þegar taka þurfti til hans til að greiða verkamanni kaúp. Gjaldkeri bæjar- sjóðs var þá Árni Jóhannsson, sýslu- skrifari. Fimmtudagsmorguninn 24. janúar fundu drengir bl'áa kápu Jó- hannesar sýslumanns frosna niður við skör að kvísl úr Vestdalsá. Á svipuðum stað fannst peningakassinn sem stolið hafði verið af bæjarskrif- stofunni. Af þessu spunnust mikil málaferli, en aldrei hefur sannazt, hver þjófnaðinn framdi. Oddrún nokkur Sigurðardóttir, sem dvaldi nokkur ár á Seyðisfirði, bar út þá sögu, að hún hefði staðið þá Árna sýsluskrifara og Friðrik Gíslason úr- smið að því að koma kassanum fyrir í ánni eftir þjófnaðinn. Var hún hin versta kjaftakerling og hrökklaðist nokkrum árum síðar af Austurlandi. Eftir kápufundinn fór ekki hjá því, að bæjarslúðrið bendlaði Jóhannes bæjarfógeta við málið l'ika. (Sjá Odd- rúnarnál eftir Jón Helgason í bók- inni íslenzkt mannlíf). Tdja má nokkurn veginn víst, að Gvendur hafi verið fílefldur að kröft- um, ef dæma má eftir útliti hans og sögusögnum af honum. Ein saga hermir, að hann hafi einhvern tíma í Klúku dregið þar einsamall upp úr feni hryssu, sem orðin hafi verið þar föst niðri í og hætt öllum tilraunum við að komast sjálf upp úr. Hafi hún á eftir verið draghölt og aumingja- leg. Hafði þá Gvendur sagt, að „púls- æðin“ væri slitin í merinni og henni nnind; seint batna. Þótti þetta rætast, að hryssunni batnaði ekki heltin og varð að lóga henni, Öðru sinnj var sagt, að Gvendur hefði dregið upp úr pytti eða grafningi hræ af hesti, sem legið hefði niðri vetrarlangt, til þess að geta flegið af honum bjórinn. Fleiri sögur áþekkar eru til um Gvend. Tilsvör Gvendar gátu stundum ver- ið snjöll, svo að þau hafa geymzt en ekki gleymzt. Eilt sinn, er Gvendur var staddur á Seyð’sfirði, kom hann bar -að, sem fjöldi fólks hafði safn- izí :-3.man og horfði á hús, sem stóð í fejörtn báli. Emhver veik sér að Gv.mdi og spyr, hvernig honum gef- iit á '■$ Hta hsúbrunann. Gvendur Iiafð'i ekki svarið alveg á reiðum en segir eftir augnabliks umhugsun: „Það er bæði tignarlegt og hræoilegt". — Vafasamt hvort aðrir hefðu svarað þessu eins vel eða betur. Kona sagði við Gvend, eða svo að hann heyrði, eitthvað á þá leið, að mikið mætti hann verða feginn, aum- inginn, þegar hann fengi að deyja og losna við þetta sífellda rjátl, sem hann væri alltaf á. Gvendur var „gæðakonunni góðu“ ekki meir en svo sammála um það, því að hann sagði: „Æ, éld þa sé nógur tíminn að veltast í moldimni". Þá set ég hér að lokum eina stutta sögu af Gvendi, sem er orðrétt höfð eftir Sigurbirni Snjóffssyni í Gilsár- teigi. Lárus Eiríksson, sem kallaður var snikkari, var bróðir Jónasar fyrrver- andi skólastjóra á Eiðum, föðurbróð- ir Þórhalls hreppstjóra á Breiðavaði og þeirra bræðra. Lárus hafði á viss- an hiátt mikið uppáhald á Gilsárvalla- Gvendi, einkum var það vegna hnytti- legra tilsvara Gvendar, sem hann kunni vel að meta, því að hann var greimdur vel' og gamansamur. Einu sinni sagði Lárus þessa sögu af orðaskiptum Gvendar við sig: — Ég var við smíðar á Hallormsstað einu sinni sem oftar og kom þá Gvend ur þar á ferðalagi sínu inn Hérað. Það var vandi hans að gista fremur á betri heimilum, auk þess sem hann taldi til frændsemi við Elísabetu á Hallormsstað (móður Sigrúnar Blön- dal og Guttorms skógarvarðar — þeir Gvendur og séra Sigurður Gunnars- son, faðir Elísabetar, voru systrasyn- ir). Segir hann við Lárus, svona til að fá hann í orðahnippingar við sig: „Alltaf ert þú hér“. Lárus anzaði engu. Gvendur heldur áfram: „Kannski þú sért trúlofaður". Ekkert svar frá Lárusi. „Kannski frænku minni“. Þá segir Lárus: „Hel'durðu ég kæri mig um hana, afgamla kerl- inguna". Gvendur sneri sér þá frá Lárusi með hreint ólýsanlegri fyrir- litningu, bæði í orðum og látbragði, og sagði: „Æ, skítt á þig“. — Þegar Guðmundur lá banaleguna, bað hann fólk sitt að skila til Lárusar hinztu kveðju sinni. Eins og áður segir, var Gvendur alltaf einfær um að komast það, sem hann ætlaði sér. Njarðvíkurskriður voru oft, áður en bílvegur var rudd- ur um þær, heldur óárennilegar í hörkum og veðraham á vetrardaginn, sást þá víða ekkert fyrir götu eftir að harðfenni voru komin í skriðurn- ar, og margir voru þeir, sem alls ekki höfðu kjark til að fara þær fylgdar- laust. Þetta fór Gvendur án fylgdar, eins eftir að hann var gamall orðinn, oft með allþunga bagga á baki. Bár það ótvírætt vit'ni um kjark hans og áræði. Seinustu ferðina, sem Gvendur lagði í til Héraðs, kom haon að Snotrunesi að áliðnum degi og gisti þar eins og svo oft áður. Enginn mun hafa fundið á lionum neinn bilbug með að ieggja upp í þessa ferð frek- ar venju, var þó ailmikill snjór og tíðarfar stirt. Lagði Gvendur svo af stað um morguninn, um það bil að fullbjart var orðið, hress og glaður eins og vanalega, án þess að kvíða neinu. Munu þó skriðumar í þetta sldpti hafa verið með lakara móti. Þeta mun hafa verið á góu eða snemma á einmá'nuði 1905. Eitthvað komst hann norður í skriðurnar, en haft hefur verið fyrir satt,' að hann hafi mætt þar sjálfum sér (svipnum sínum). Varð han.n þá hræddur og sneri aftur, kom aðeins við á Snotru- nesi, næst'a bæ við skriðurnar, en slóraði ekki. Komst hann heim að Gilsárvöllum um kvöldið. Var hann þá orðinn veikur af garnaílækju og varð hún hans hani. Munshann þá hafa verið á sjötugasta aldursári. Guðmundur tók hetjulega dauða sinum. Þegar hann fann, að ti'i eins mundi draga fyrir sét, var haft eftir honum: „Þa e bezt a fara a bera mig út' í skemmu, é er dauur hvort sem er“. Rétt á eftir var hann liðið lík. Heimil'dir: Halldór Stefánsson fyrrv. alþingismaður. ísi. þjóð- sögur og sagnir Sigfúsar Sig- fússonar. „Völuskjóða" Erlu skáidkouu. Gunnlaugur Jó- hannesson. Eigið minni og fleira, sem f'ram kemur f þætt- inum. ^2*£££t2t0*2*0*0*0*0#0*0*0*0«oeo*0#0*°*0#0*c*cí2£2£ ■>«q»o«o*o«o*o«o*o»o«o«o*o*o«o*o*o«o»q»o«o»o»o*o*o»o o* Allmörg töIublöÖ af | fyrsta árgangi Sunnu- dagsblaísins hafa lengi | § verií ófáanleg, einkum §§ fyrstu blöíin, er prent- | uð voru í mun minna r. 8§ upplagi en hin sííari. | Gintök af þessum blöS- um kosta nú þegar orcJ- :• iS tuttugu til fjörutíu krónur hjá fornbóksöl- um, og skal fólki, er á þau í fórum sínum, bent á aí fleygja teim ekki, Jjví aS vafalaust hækka þau í verÖi til mikilla muna, þegar fram Iíða stundir. So«o»o»o»o*o»Q*o*o*o»o»o»o*o»o*o«o»o»ofo*oto*o*o« •J»0*0»0*0*QéQ»0»0»Q»0*0*0*Q»U*0«0«0«0*0*0»0»0*. 452 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.