Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 9
Stefán Jónssoti frá Steinaborg: STEINA BORG Á ÁRABÁTAÖLDINNI var enginn Ihægðarleikur að komast byggðarlaga á milli á Austfjörðum, jafnvel þótt ekki væri lengra að fara en úr Beru- firði til Stöðvarfjarðar. Svo var enn, er ég fór að fyrsta skipti að heiman vorið 1912. Æskuheimili mitt var að Steinaborg á Berufjarðarströnd, og ferð minni var heitið að Evri í Fá- skrúðsf. Ég lagði af stað 20. maí me'ð fataleppa mína á bakinu og hélt fyrst til Stöðvarf jarðar og þaðan Víkurheiði til Fáskrúðsfjarðar. Á Eyri í Fáskrúðsfirði bjuggu þá Þor steinn Lúðvíksson og Stefanía Jóns- dóttir. Höfðu áður farið bréf á milli og Þorsteinn látið til leiðast að taka mig fjóra mánuði að sumrinu og greiða mér fjörutíu og fimm krónur í kaup á mánuði, auk fæðis. Ilér hafði þó einhver misskilningur átt sér stað. Þorsteinn taldi, að ég hefði ekki átt að koma fyrr en 1. júní, en lét í það skína, að ég mætti vera, en fengi þá ekki nema fjörutíu krónur á mánuði. Einhvern veginn fannst mér þó, að Þorsteinn vddi vera laus við að fæða mig fram að mánaðamótunum, þegar róðrar áttu að hefjast. Hins vegar bauðst hann til að fara mejð mig inn að Búðum á fjögurra lesta bát, sem hann átti og nefndi Haffrú, því að til mála gæti komið, að þar vantaði menn. Skyldi ég borga honum eina krónu, svo að hann væri skaðlaus af ferðinni, þótt hann segði raunar, að tilkostnaðurinn yrði ein kr. og sjö aur., ef hann reiknaði með smurningsolíu þeirri, er hann eyddi. En eins og á stóð vildi hann sleppa smurolíunni af kostnaðar-reikningi sínum. Hugurinn hvarflaði til, að á strandferðaskipi kostaði farið frá Vest mannaeyjum til Fáskrúðsfjarðar 2,50 kr., og frá Djúpavogi til Fáskrúðs- fjarðar eina krónu. Að vísu í lest. Ég hafði raunar farið með 5 krónur að heiman, en svona bruðlunarsemi hafði ég ekki hugsað að temja mér. Ég vildi ekki borga heila krónu fyr- ir að komast þennan spöl. Ég snaraði því föggum mínum á bak mér og labbaði svo þessa 10—11 km. inn fyr- ir fjörðinn og átti svo mína krónu óeydda. Á Búðum kannaðist ég aðeins við einn mann. Hann hét Magnús Sigurðs- son. Hann var einn hinna mörgu syst kina frá Streitisstekk í Breiðdal, er misstu í bernsku báða foreldra sína á sviplegasta hátt. Atvik voru þau, að kviknað hafði í bænum. Foreldrunum varð fyrst fyr ir að koma börnum sínum út. Var eitt þeirra í reifum, og fólu þau þeim sem eldri voru að gæta þess. Sjálf fóru þau inn í eldinn til þess að bjarga kúnni sinni. En þeim auðnað- ist ekki að komast út aftur. Þau köfn- uðu í göngunum. Öll þessi börn, sem biðu foreldra sinna árangurslaust við brennandi bæinn, urðu hinir nýtustu þjóðfélagsþegnar. Barnið, sem í reif- unum lá, var Torfi Sigurðsson, er kvæntist Ilelgu Jónsdóttur frá Gests- stöðum og bjó öll sín manndómsár á Fáskrúðsfirði, þar sem hann lézt fyr- ir nokkrum árum. Dóttir þeirra, Jóna er þar nú húsmóðir. Hið eina, sem þessl böm fluttu með sér frá Streitistekk, var trú- mennskan, sem þau hlutu þar í vöggu gjöf. Sú trúmennska entist þeim í orði og verði til æviloka. En nú er að víkja að ferðalagi mínu. Mér gekk vel inn fyrir fjörðinn; og spurði ég Magnús fljótt uppi. Eg sagði honum undir eins, hvernig ástatt var fyrir mér, og leitaði eftir því, hvort hann gæti tekið mig á bát sinn. Hann I verinu fyrir 50 árum T I M I N N — SUNNUDAGSBliAÐ 441

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.