Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 4
NY GHSLAORKA FUNDIN - ÓHÁO TÍMA OG RÚMI ÁRIÐ 1960 kom út bók eftir danska heimspekinginn Paul Goos, sem heit- ir á frummálinu „Hinesides vor verd- en“. Bók þessi er ekki heimspekinit eins og ætla mætti í fljótu bragði af titlinum. Ilún fjallar um vísindastarf og tilraunir ensks verkfræðings, Ge- orge de la Warrs, og samstarfsmanna hans undanfarna áratugii á tilrauna- stofnun de la Warr I Oxford, sem við hann er kennd. Hér verður enginn dómur lagður á það, hvort tilraunir þær, árangur og uppgötvanir, sem bókin skýrir frá, hafi við raunveruleg haldgóð rök og sannanir að styðjast, þótt hinu verði hins vegar ekki neitað, að margt virð- ist renna stoðum undir það, að bókin . greini frá vísindastarfi, sem — ef rétt • reynist — eigi eftir að valda alda- - ihvörfum í nútímavísindum og við- borfum. Það er ekki ag efa, að margt af því, sem hér verður borið fram mun láta ótrúlega í eyrum margra, en athuganir höfundarins sjálfs í Dela- vvarr-tilraunastofnuninni í Oxford, rökleiðslur, vísindaleg framsetning og sönnunaraðferðir hámenntaðra vísindamanna, verkfræðinga og lækna, sem starfa vig stofnunina, mega virgast hlutlausum augum nokk ur trygging fyrir því, að þar séu að verki menn, sem setja vísindalegan árangur á vísindalegum grundvelli ofar öllu öðru. í stuttu máli greinir bókin frá því, að de la Warr hafi tekizt að búa til tæki, sem sýni og sanni geisla og krafta, sem ekki eru skynjanlegir með þeim aðferðum, sem til þessa - eru kunnar. Enn fremur hefur hon- um heppnazt að búa til eins konar myndatökutæki, sem nemur þessa krafta og festir orkusvið þeirra á veniulega ljósmyndaplötu — þannig getur hann til dæmis myndað það orkusvið, sem stjórnar hinni efnis- i legu uppbyg.gingu allra efnislegra ! líkama, blóma eða annars efnis. Með sérstökum athugunum og greiningu á blóðdropa í sjúkdómsgreiningar- tæki de la Warrs hefur komið í ljós, að hin kerfisbundna orka, sem bygg- ir upp dropann, er óháð tíma og rúmi. Þetta þýðir, að orkusvið drop- ans er í órjúfandi sambandi og óað- skiljanlegur hluti þess heildarorku- sviðs, sem stjórnar uppbyggingu lík- amans, sem blóðdropinn er úr, — þetta samband helzt burt séð frá því, hvort blóðdropinn er í Oxford og líkaminn (til dæmis) í Smgapore. Leggi maður blóðdropann í greining- artækig og stUli þag (líkt og þeg- ar útvarp er stillt á ákveðna bylgju- lengd) á eitthvert líffæri í líkaman- um, sem blóðdropinn tilheyrir, er hægt á fá fram mynd á ljósmynda- plötu af orkusviðinu, er byggir upp líffærið, sem tækið er „stillt" á. — Stilli maður tækið síðan á-annag líf- færi í þessum sama líkama og hafi sama blóðdropa í greiningartækinu, fær maður mynd af uppbyggingar- sviffi þess líffæris o. s. frv. burt séð frá því, hvort blóðdropinn er í Ox- ford, en lí'kaminn í einhverri ann- arri borg. Enn fremur, — hafi mað- ur fundið „stilli-formúluna“, sem táknar tíðni orkusvæðisins í heil- brigðu líffæri, er hægt að greina hugs anlegan sjúkdóm með því að finna, aff „formúlan" hefur breytzt — þ. e. a. s. tíðnin er þá orðin önnur en í hinu heilbrigða líffæri. De Warr læt- ur einnig í ljós þá skoðun, að mögu- legt sé meff svipuðum hætti að „fjar- lækna“ (þ. e. lækna sjúkling, sem hvergi er nálægur) marga sjúkdóma, sem eiga rót sína að rekja td breyt- inga á tíffni orkusviðanna. Hann hef ur að sögn Poul Goos uppgötvað að- ferð til þess að leiðrétta þessa röngu bylgjutiðni og þar með séu sjúkdóm- ar, sem hún veldur, úr sögunni. ★ Rétt er að taka það fram, áður en lengra er haldiff, að ekki er mögu- legt að gefa neina heildarmynd af frásögn og skýringum Paul Goos á vísindastarfi de la Warr vegna tak- markaðs rúms í blaffinu, því síður að hægt sé að rekja lið fyrir Uð í rök- rænu samhengi tilraunastarf de la Warr, sem leitt hefur til margs kon- ar árangurs og uppgötvana, sem hér verður lítillega greint frá og stiklað á stóru. Poul Goos hefur mál sitt með þvf ag skýra frá, aff áriff 1952 hafi kom- iff út bók hjá bókaforlagi „Pantheon Books Inc-“ í New York eftir ein- hvern mesta kjarneðlisfræðing nú- tímans, nóbelsverðlaunahafann próf- essor Werner Heisenberg, sem var samverkamaður Einsteins. Bók þessi ætti að hafa vakiff mjög mikla athygli meðal raunvísinda- manna, en hafi að líkindum ekki náð nema til fáeinna meffal þeirra. Maður skyldi ætla, segir Goos, að þegar meistarinn talar, hlusti að minnsta kosti hinir leiffandi vísindamenn nú- tímans, aftur á móti virðist ekki greinileg nein breyting á viffhorfum minni spámannanna", sem enn séu að reyna af veikum mætti að telja sam- tíðinni trú um, að grundvöllur raun- vísindanna hafi ekki breytzl til mik- illa muna og það sé enn góð latína aff bera fram grundvallarsetningar efnishyggjunnar frá síðustu aldamót- um. HÚFUNDUR SKÝRiR FRÁ ÞVÍ, AD FUNDiZT HAFI NÝ GEISLAORKA, SEM ER ÓHÁÐ TÍMA 0G RÚMI — TEKIZT HAFI AÐ FESTA GEISLAFORM HENNAR Á LJÓSMYNDAPLÖTU. MEÐ TILSTILLI HENNAR, SEGIR HANN, AÐ UNNT SE AÐ GREINA SJÚKDÓMA GEGNUM ORKUSVIÐ BLÓÐDROPA 0G FJAR-LÆKNA MENN, DÝR 0G PLÖNTUR, MEÐ SAMSTILLINGU ÞESSARAR GEISLAORKU 0G HUGARORKU MANNS- INS. 436 jflllNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.