Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 15
Þótt í flóttamannabúðum sé, bregða börnin á leik. Og hvað liggur beinna við
fyrir ungling, sem víða hefur ratað, þrátt fyrir fárra ára ævi, en að venja sig
við akstur hjólatækja?
kom fyrir alls konar misskilningur og
jafnvel rígur. En við friðsamleg störf
tókst samvinna hinna ólíkustu þjóð-
ema ágætlega. Og aðalstarf okkar í
Kongó átti að vera friðsamlegt, eigin-
lega lögreglustarf, þótt ekki yrði hjá
því komizt að beita hernaði til þess
að unnt væri að rækja lögreglustörfin.
Og ef frá eru skildir bardagarnir í
Katanga, hafa störf okkar að mestu
verið friðsamleg. Furðu lítið hefur
verið um árekstra milli okkar og íbú-
anna. Auðvitað kemur öðru hverju
upp einhver smáágreiningur, deilur og
jafnvel slagsmál á veitingahúsum og
strætum úti milli okkar manna og
Kongóbúa, eða milli annarra hvorra
innbyrðis, en það er ekkert meira en
kemur fyrir í Svíþjóð, Danmörku og
yfirleitt öllum löndum. Það er sem
betur fer sjaldgæft, að ráðherra
blandist í slíkt eins og fyrir kom í
haust með utanríkisráðherrann, Bom-
koko. Yfirleitt virtust íbúarnir taka
okkur vel, og á kynþáttahatri, óvild
gegn okkur sem hvítum mönnum,
virtist alls ekki bera neitt. Ég held,
að slíkt sé ekki til. Og það virðist sem
fólki finnist, að Belgíumenn hafi
farið of snemma burt úr landinu.
Mörg fyrirtæki hafa lokað við brott-
för þeirra og margir hafa misst at-
vinnuna við það. Eg held, að Svert-
ingjunum finnist þeir þurfa á aðstoð
Evrópumanna að halda enn þá.
Ég spyr Persson að því, hvort það
sé alvanalegt, að liðsmenn í her Sam-
einuðu þjóðanna gegni störfum jafn-
lengi og hann hefur gert, nærri þrjú
ár.
— Nei, það venjulega er, að sami
maðurinn sé í Kongó sex mánuði eða
heilt ár. Það er skipt um hersveitir
á sex mánaða fresti, og hvert sex
mánaða tímabil hafa verið 800 til 1000
sænskír hermenn í einu í Kongó. Ég
er búinn að vera þar ári lengur en
gert var ráð fyrir í upphafi. Annars
hef ég verið víðar en þar. Ég var í
Ghana áður en Kongódeilan hófst, en
þar hafa Sameinuðu þjóðirnar eftir-
Þtsher og hafa _haft síðan 1956 að
Súezdeilan stóð. í Ghaza hafði ég ver-
ið í sjö mánuði, þegar ákveðið var
að senda sænskar hersveitir til
Kongó og voru fyrstu sveitirnar flutt-
ar frá Ghaza. í Kongó var ég svo á
ýmsum stöðum. Fyrst var ég í Kat-
anga og lenti í bardögunum þar
haustið 1961. Þá fékk ég jólaorlof í
þrjár vikur og fór heim, en eftir það
tók ég við störfu-m í aðalstöðvunum
í Leopoldville. Það voru störf af allt
öðru tagi en í Katanga, ekki vígvalla-
hernaður, heldur friðsamleg skipu-
lagsstörf. Síðan var ég um tíma við
flóttamannabúðir í Burundi austan
við Kongó.
— Burundi er nafn, sem líklega
stendur hvergi á landabréfum enn þá.
Það hét áður Urundi, og var í stjórn-
arfarslegum tengslum við Ruanda,
en hvort tveggja voru belgísk vernd-
arsvæði. Þessi lönd hlutu sjálfstæði
1. júlí 1962, og þá var b-i bætt fram-
an við Urundi, svo að löndin heita
núna Burundi og Ruanda. Þegar
þessi lönd fengu sjálfstæði, höfðu
menn víti Kongós til varnaðar, og
sjálfstæðistökunnar var á engan hátt
minnzt þá strax eða nein gleðilæti
höfð í frammi á sjálfan sjálfstæðis-
daginn. Það var ekki fyrr en séð var,
að stjórnarfar landanna ætlaði að
reynast nokkuð traust og engin hætta
var talin á, að veruleg átök brytust
út, að sjálfstæðinu var fagnað, og
þá var komið fram á haust.
Það er þó kannski ofmælt að seg'ja,
að engir árekstrar hafi átt sér þár
stað. Þegar Ruanda hafði fengið sjálf-
stæði, fiúðu þaðan nærri 175 þúsund-
ir manna. Þeir voru allir af Watutsi
ættbálknum, en hann hafði áður ríkt
yfir landinu. Ruanda var áður kon-
ungsriki, og þá voru Watutsarnir (se-m
voru komnir að norðan, frá Etiopiu
og Nílarlöndum, eins og fleiri yfir-
stéttarmenn í Mið-Afríku) þar yfir-
stéttin. En við sjálfstæðistökuna náði
Bahoutu ættbálkurinn_ völdum, enda
miklu fjölmennari. Áttatíu prósent
af íbúum landsins eru af þeim ætt-
bálki, en aðeins fimmtán prósent íbú-
anna eru Watutsar. Nú flúðu Watuts-
arnir sem sagt í allar áttir, til Kongó
í vestri, til Uganda í norðri, til Tanga-
nyka í austri og suður til Burundi.
— í Burundi og reyndar í fleiri
löndum hefur Rauði krossinn sett á
fót flóttamannabúðir til að aðstoða
Framhald á bls. 453.
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
447