Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 18
hafði -mcð sér fjögur af átta börnum sínum og Guðmundar Sigvaldasonar, fyrri manns sins. Með Ólafi Stefáns- syni eignaðist hún 3 börn, fyrst Stef- aníu, sem lengi bjó rausnarbúi á Gilsárvöilum með manni sínum, Jóni Stefánssyni. Gegndi hún um langt árabil ljósmóðurstörfum í Borgarfirði við góðan orðstír og var lika orðlögð fyrir brjóstgæði og umhyggjusemi sína fyrir veiku og lasburða fólki, hreildum og hrjáðum. Má af því marka hvað hún mund hafa viljað vera Guðmundi hátfbróður sínum, hefði hann viljað þýðast hjálp henn- ar og ráð. Önnur dóttir Ólafs og Soffíu var Guðný í Klúku. Hún átti fyrst Þorkel Björnsson. Þeirra sonur var Björn í Hnefilsdal og fleiri börn áttu þau. Seinni maður Guðnýjar í Klúku var Stefán Bjarnason, sem mörgum mun enn vera minnisstæður. Yngstur var Þorsteinn. Hann var lengi meðhjálpari og forsöngvari í Desjarmýrarkirkju. Ólafur átti fjögur börn eftir fyrri konu sína, Stefán, Sigurbjörgu, Þórð og Hallgrím. Komu þarna saman þrenn hálfsystkin, sem flest eða öll vom bróttmikið myndarfólk. Var því von, að Gvendur segði, eins og haft var eftir honum eitthvert sinn: „Já, ekki e nú ættin smá, þó é sé sona“. En ætt Gvendar er hin nafnkunna Gunnarsætt. Ber þar hátt nafn hins fræga skíðamanns, Gunnars Þor- steinssonar á Ærlæk í Öxarfirði, Jónssonar prests á Skinnastöðum. Vil- borg hét kona hans, Þorvarðardóttir bónda á Sandi í Aðaldal. Skíða-Gunnar dó 1813. Hann mun vera sá fyrsti maður, er hefur verið sæmdur verðlaunum af því tægi, sem veitt hafa verið fyrir íþróttaafrek hér á landi, en það var heiðurspen- ingur úr silfri. Um bamafræðslu á þeim tíma, þeg- ar Gvendur var að alast upp, er það að segja, að aðstæður til hennar munu langoftast ekki hafa verið aðr- ar en það, sem heimilin sjálf gátu veitt, en hins vegar kröfur til lær- dóms og kunnáttu ekki strangar, enda áramguiMítið að halda lærdómi að vangefnum börnum, þar sem eng- ir möguleikar til náms eru fyrir hendi. Samt var reynt að kenna Gvendi, svo að hann varð fermdur, þó að ekki væri hægt í því efni að uppfylla kröfur kirkjunnar. Voru honum því kennd utanbókar einhver stutt fræði, sem frændi hans, Sigurð- ur prestur Gunnarsson, tók saman £ida honum. Upp á þann lærdóm ut Gvendur fermingu. Verkkunnátta Gvendar vaj náttúr- lega ekki mikil. Þó gat hann nokkuð unnið, einkum þau verk, sem ekki þurfti mikla lagni við, t. d. ók hann á tún stundum og var við það verk ekki neitt slakur. Hann bar vatn inn 450 og eldivið, en út Skólp og skarn. Þar sem unmið var að veggjahlteðslu, mátti láta hann moka mold og færa að torf og grjót, því að burði hafði hann góða og verður vikið að því síðar. Við. heyvimnu fékkst Gvendur lítið. Þó kom fyrir, að hann var lát- inn bera blaut hey frá rakstrarkon- um á engjum og í hirðingu gat hann vel borið og velt töðuböggum að hey- stæði. Einu sinni hafði þó Gvendi verið fengið orf og skyldi hann slá blett á túninu á Gilsárvöllum. í raun- inni segir sig sjálft, hvemig sá slátt- ur hefur orðið, því að ekki var reynt oftar að notast við slátt Gvendar, en bletturinn, sem hann sló, var lengi síðan við hann kenndur og kallaður Gvendartunga. Auk þess, sem að framan er sagt, hnuðlaði Gvendur oft plagg og þæfði voðir bæði heima á Gilsárvöllum og eins þar, sem hann var á ferð. Var þá siður hans, þegar harun var á fótaþófi, að hann rak með nokkuð jöfnu millibili með fætinum eitt heljarhögg niður í þófið. Hvað hann hefur meint með því, er ekki vitað, nema það hafi átt að vera áherzlumerki um hvað verkimu skil- aði vel áfram eða væri í fullum gangi. Hitt gat og verið, að hann hefði með þessu verið að minna á þófaralaunin, sem oft vora goldin með einhverjum góðum bita upp úr súru, svo sem sviðakjamima, hrútspúng, brmgukolli eða einhverju því, sem þótti viðhafn- armatur. Gvendi munu líka ekki oft ha*fa verið greidd önnur laun fyrir vi'k sín en það, sem hann gat þegið í fríðu í það og það skiptið. Kaffi þþtti homum þó lítið í varið og bölv- aði því f sand og ösku. Ekki er vitað, hvenær Gvendur byrjaði að flakka um, sennilega hef- ur það ekki verið meðan hann var 'í vistum, en hann hafi farið til þess eftir að hann var orðimn sveitarómagi á Borgarfirði. Hafa það þá getað orð- ið svona um 20 ár að meðtöMum þeim fimm árum, sem ekki er kunn- ugt um feril hans. Langflestar voru ferðir hans upp að Valþjófsstað til frændfólks síns, en mun þó stundum hafa farið svo vítt og breitt sem er á milli fjalla á Héraði utam frá sjó o.g þangað sem byggð nær upp til dala. Ævinlega var Gvendur gang- andi hvert sem hann fór, en fór sér rólega, óð allar ár, sem væðar voru, en stærri vatnsföll mun hann hafa sætt lagi að komast yfir á ís. Það var vani Gvendar að setjast heMur snemma að, þar sem hann ætlaði sér að gista, en leggja frekar tímanlega af stað að morgni. Aldrei heyrðist annað en Gvendur rataði fylgdarlaust það sem hann vildi komast, en gist- ingu mun hann heldur hafa tekið sér á vissum bæjum, en þar sem hann ætlaði sér að gista, sagði hanm stund- um: „É ætla mé a vera hénna í nótt“. Þannig baðst hann næturgistingar. Gvendur mun rétt alls staðar hafa verið velkominn, þar secn hann vair á ferðinni og oft var kátt í kringum hanm, því að margir höfðu gaman af að víkja að honum orði. TÓk hann því oftast vel, en gat orðið meinyrt- ur í svörum og óhlífinn, ef hann var hvefsaður. Unglingar, einkum strák- ar, urðu honum á stundum full nær- göngulir með stríðni og ertingum, en væri farið að.banna þeim að skipta sér af karlinum, var hanm vamur að segja: „Henn e ekkert a gera, bara ganta vi ann Gend“. Á tsumurn bæjum, þar sem Gvendur gisti oftast, var siður hans að aka á völl á haustin annaðhvort fjós eða hesthúshaug. Gerði hann það ótil- kvaddur. Mun það hafa verið í launa- skyni fyrir veitta næturgreiða á ár- inu. Gvendur var matmaður nokkuð í frekara lagi. Á Gilsárvöllu.m var til skál, sem Gípa var kölluð. Tók hún fimrn merkur (2% 1.). Vanalegt var að skammta Gvendi í Gípu fuilri spónamat á málum og eitthvað af öðrum mat með. Vanalegar góðgerð ir þar sean Gvendur kom — en hann mun hafa tínt upp flesta bæi, þar sem hamn átti leið um — var að færa honum í vænstu skálinni, sem til var á bænutn, Var það oftast skyrhrær- ingur og mjólk út á eða þá bara skyr og mjólk, baunir eða annað, sem fyr- i hendi var í það skiptið. Betra þótti að draga hann ekki lemgi á góðgerð- inni, svo að geðið héldist betur í jafn- vægi, og heldur kaus hann eitt sinn, er hann var látinm velja um silfur- skeið og stóra soppusleif til að éta með, stærra verkfærið, og sagði þá: „Æ, éld sé bezt é hafi þessa“, og tók sleifina. Gvendur var vamur að setja skálina á mdlli fóta sér og gaf ekki upp fyrr en öllu var lokið. Rann þá löngum grautarlækur niður úr skegg- inu ofan bringuna og niður á milli fóta hans þar sem hann sat, en því öllu saman var hann vanur að þurrka í ermi sína. Bitamat stýfði Gvendur úr hnefa, þurrkaði svo sluprinu af fingrunum utan í buxnaskálmarnar. Rétti svo vel úr sér í sætinu, teygði úr hálsinum og ropaði ógurlega, sagði svo í glaðl'egum upphrópunartón: „Sona mundi enginn svangur láta“. Lá þá oft vel á karli og óhætt að segja eitthvað við hann, svo sem minnast á vissan kvenmann í sam- bandi við sjálfan hann. Tók hann því öllu vel og sagði þá oft með léttri, glaðværri gamansemi: „Nú deddur heima, nú deddur heima“, hló við og dró lamigan seim. Aldréi varð þess vart, að Gvendi yrði neitt meint af, þó að hann æti ríflegan skammt eða á annan hátt kenndi neins krank- leika. Enda var hann ailra manna hraustastur. T í M I N N - SUNNÚDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.