Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Blaðsíða 6
sem í sjálfu sér er óefnislegur í þelm skilningi, að hann er aðskilinn frá skynjun okkar með annarri vídd, og þetta hefði þá tekizt með hálf-efnis- legum tækium, þar sem andlegir kraftar mannsins voru einnig að verki (hugsunin m.a.). — Langston Day tók dæmi í bók sinni um notkun þessara tækja til að sjúkdómsgreina fólk í gegnum myndir af orkusviði blóðdropa, en fólkið var ekki nafn- greint, og varð það ekki til þess að styrkja sannleiksgildi bókarinnar, segir Goos. Á þessu var þó ein undan- tekning varðandi tilraun, sem gerð var vorið 1952: Sjúklingur, sem á- huga hafði á starfi de la Warr, skrif- aði Delawarr-stofnuninni og spurði, hvort stofnunin vildi reyna að „fylgj ast með“ uppskurði, sem á honum yrði gerður í London. Sjúklingurinn sendi blóðdropa til stofnunarinnar í Oxford, en samkvæmt kenningum de Wards átti orkusvið blóðdropans að vera í stöðugu sambandi við hefldar- orkusvið líkamans, burt séð frá þeirri fjarlægð, sem var milli líkamans og blóðdropans, en fjarlægðin í þessu tilfelli var milli tilraunastofnunarinn ar í Oxford, þar sem blóðdropinn var, og skurðstofunnar í London, þar sem sjúklingurinn var. Það var og sam- kvæmt kenningum de la Wards, að unnt væri með tilstilli geislunar frá orkusviði blóðdropans að „stilla“ tæki hans inn á líffæri líkamans, með samvinnu þessarar gciislunar og hugsunar mannsins, sem notað'i tæk- ið. Með því að þessi geislun eða kraft ur væri háður tíma og rúmi, væri hægt með ,,.myndatökutæki“ de la Warrs að taka mynd af því í Oxford, sem fram færi i líffærinu, í þessu tilfelli eista — samtímis því sem upp skurður á því færi fram í London! Delawarr-stofnunin hringdi í lækn- inn, sem framkvæma átti uppskurð- inn í London og bað hann að hringja strax og uppskurðurinn byrjaði, og síðan vár blóðdropinn settur í tækið. Það skal tekið fram, að læknirinn vissi ekki, hvers vegna hann var beð- inn að hringja. Áður en lengra er haldið er rétt að reyna að gefa nokkra lýsingu á þessu „undratæki“, þótt hún verði ó- fullkomin og reyfaraleg, því að hér eru engin tök á að skýra innri gerð og vísindalegar forsendur tæk- isins. Það er við^rkassi og á honum eru átta snúanlegir takkar, líkt og á útvarpi. Inni í viðarkass- anum er endurhijómskassi úr málmi. Takkarnir eru í tveim röðum og ofan þeirra eru tvær skálar, og í þær er settur blóðdropi eða annað efni, sem notað er við greiningu. Milli þeirra er fest lóðrétt, hreyfanleg segulstöng. Á tækinu er gúmmíflötur og skema með „töluformúlum“ ihinna ýmsu sjúkdóma, og skálvísir, sem gengur upp og niður skemað eftir því, hvemig tökkunum er snúið. Hægt er að setja önnur skema í stað þessa, t.d. skema yfir líffæri manns- líkamans eða skema yfir frumefni og efnasamsetningur, — og eru þá notuð viðeigandi efni — eða þá sálræn fyrir- brigði, svo sem reiði, hatur, gleði o.s.frv. Eftir áralangar tilraunir og óþrot- legt starf hefur vísindamönnum stofn unarinnar tekizt að finna þessar for- múlur. Aðferðin, sem fundin var til þessa, er í stuttu máli, sem hér segir (Sjálfur hefur de la Warr skrifað mjög nákvæma frásögn um uppgötv- un aðferðarinnar í tímarit stofnunar- innar „Mind and Matter"): Segjum til dæmis, að finna eigi formúluna fyrir berkla. Þá er blóð- dropi úr berklasjúklingi látinn í skál- ina og síðan er honum snúið, þar til hann er í ákveðinni afstöðu til segul- sviðs segulstangarinnar, — þessi af- staða er kölluð „hin krítíska staða“. Sá, sem framkvæmir tilraunina, strýkur nú fíngrl eftir gúmmíflet- inum, um leið og hann einbeitlr hugs- un sinni að berklum, samtímis snýr hann fyrsta stillitakkanum á tækinu, en hann nær yfir mælikvarða, sem skipt er í hundrað einingar. Og nú verður hið ótrúlega: „Hugsanageisl- unin“ skapar endurverkun, sem í sam vinnu við rafsviðið, er núningur fing- ursins á gúmmífletinum hefur skap- að, gerir orkugeislun frá blóðdrop- anum skynjanlega með þeim hætti, að gúmmíplatan líkt og þrýstist að fingrinum, og þar sem fingrinum er strokið fram og aftur á gúmmíplöt- unni, kemur fram lágt samhangandi smellhljóð við það, að platan ýmist þrýstir að eða sleppir. Þegar „sam- bandið“ varð milli fingurs og gúmmí- plötunnar, benti vísir mælikvarðans á 40, og það er því fyrsta talan í for- múlunni. Nú snýr leitarmaðurinn sér að næsta takka, einbeitir huga sín- um aftur að berklum og ,,samband“ myndast, þegar vísirinn bendir á 3 (þessum mælikvarða er aðeins deilt í 10 einingar og sama gildir um þá mælikvarð'a, sem eftir eru). Áfram til næsta takka, þá kemur endurverk- un við töluna 1, en þegar tökkunum, sem eftir eru, er snúið, skeður ekkert. Samkvæmt því er „formúla" berkla með tilliti til tækisins 4031. Nú skulum við segja, að blóðdropi sjúklings hafi verig sendur til stofn- unarinnar og finna eigi, hvaða sjúk- dómur hrjáir hann: Þá fer leitin fram með eftirfarandi hætti: Blóðdropinn er settur í skálina eins og áður, „krít- ísk staða“ fundin, síðan er tækið stíllt til dæmis á „veiru“, sem hefur töluformúluna 97964. Ef ekkert skeð- ur, er hægt að slá föstu, að sjúkling- urinn hefur ekki veirusjúkdóm; nú er stillt á næstu formúlu, t.d. sykur- sýki, og þannig haldið áfram koll af kolli, þar til samband fæst, t.d. á berklaformúlunni: Sem sagt sjúkling- urinn hefur berkla! — Þannig hafa fundizt eftir áralangt starf formúlur fyrir flesta þekkta sjúkdóma, líffæri líkamans, málma og efnasamsetning- ar. Enn fremur hefur tekizt að láta eins konar myndatökutæki verka með greiningartækinu, þannig að ljós- myndaplötur verða fyrir áhrifum geislunar frá orkusviði þess efnis, sem greina skal, og kemur þá fram sýnileg staðfesting á greiningunni. Þetta hljómar ótrúlega, en víkjum nú aftur að tilrauninni til að „fylgj- ast með“ uppskurðinum í London árið 1952. — Blóðdropinn var nú sett ur í tækið og hin „krítíska staða“ fundin, og síðan var stillt á formúlu líffærisins, sem átti að skera í, en það var eins og áður er sagt eista. Frú de la Warr. (sem er hægri hönd manns síns í starfi hans) einbeitti nú huga sínum að sjúklingnum, og á ljósmyndaplötunni kom nú fram óvefengjanleg mynd af orkusviði, að ytra formi sem eista. Það var sem sagt komið „samband“ og allt var tilbúig fyrir tilraunina. Starfsmenn- irnir við tilraunina vissu, að það átti að setja framræslupípu í eistað. Nú hófst uppskurðurinn í London, og samtímis var hringt til Delawarr- stofnunarinnar í Oxford. Þar biðu menn í tiu mínútur aðgerðarlausir, en tóku síðan mynd. Þegar uppskurð inum var lokið í London, tóku þeir i Oxford enn eina mynd. Niðurstaðan var í sannleika furðuleg: Myndirnar þrjár voru gagnólíkar hver annarri, er. menn verða að minnast þess, að sami blóðdropi var notaður við allar myndatökurnar. Fyrsta myndin var, — eins og áður er sagt — að formi líkt og eista; önnur myndin sýndi greinilega, að þetta form var líkt og sundur deilt, — með öðrum orðum: skurður hafði verið gerður í formið. Þriðja myndin sýndi hins vegar eðli- legt form eista með tveim ljósum rákum. Þetta síðasta var merkilegt: Frú De la Warr hafði vitað, að það átti að setja framræslupípu í eistað. Pípan var ekki sjáanleg á myndinni, en það þýddi, ag myndin var ekkii af hugsun hennar, — staðreynd, sem í sjálfu sér var þýðingarmikil. Mynd- in með ljósu rákunum tveim var nú sett í greiningartækið, og það greindi þetta sem silíurþræði. Tilraunin hafði heppnazt, og mynd irnar voru lagðar til hliðar með öðr- um skjölum. Síðan Þðu nokkur ár. Hin opinberu vísindi vildu enn ekki viðurkenna de la Warr, en vísinda- legir árangrar hans voru svo furðu- legir, ag ekki var hægt að þegja þá í ‘hel, og fleiri og fleiri vísindalegir könnuðir — hinir frjálslyndari — komu til Delawarr-stofnunarinnar tfl 438 IÍH1NN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.