Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Blaðsíða 5
HAI iDÓR KRISTJÁNSSON: Því gleymiég aldrei Mér datt í hug, hvort ég gæti skrifað nokkurn þátt undir nafn- inu: Því gleymi ég aldrei. Tvö bindi liafa veriö gefin út me'ð því nafni. Þar er sagt frá ýmsu eftirminnilegu, voveiflegum at- burðum og furðulegum fyrirbær- um. Ekkert slíkt verður hér. Ég hef í huga ósköp hversdags legan atburð, lítilfjörlegan, jafn- vel ómerkilegan, að því er virð- ast kann, en þó er hann mér ógleymanlegur. Vera má að frá- sögn mín geti verið dæmi þess, hve smámunir daganna geta orð- ið eftirminnilegir og með viss- um hætti þýðingarmiklir. Það var sumarið þegar ég var á áttunda ári. Hestur frá Mos- völlum hafði verið fenginn að láni þann dag. Það var hann Gulur gamli. Svo var ég sendur að skila honum um kvöldið. Það er ekki löng leið niður að Mosvöllum, réttir tveir kílómetr- ar. Ég fór ríðandi og hafði Gul í taumi. Þetta gekk allt vel, þar til leiðin var um það bil hálfnuð. Þar var dálítil kelda á leið minni, þar sem vatnið úr mýrunum hafði afrennsli í ána. Þetta Vár að áliðnu einhverju mesta þurrka sumri, sem menn muna, og keld- an alveg þurr. Seinna, þegar leiðin frá ísafirði að Gemlufalli í Dýrafirði var komin í þjóðvéga- tölu, nefndum við þessa keldu þjóðarskömm. En þó að hún væri þurr og meinlítil í þetta sinn, varð hún þó orsök þess, að Gulur hikaði við og mér varð laus taumur hans, þegar hestur- inn, sem ég reið, hélt áfram. Ég fór af baki, þó að kvíðvæn- legt væri að þurfa að komast á bak aftur þarna á eyrunum. Þó voru þar sums staðar djúpar göt- ur. En nú var að ná hestinum. Gamli Gulur kepptist við að bíta grængresið, og þegar ég nálgað- ist hann, lagði hann kollhúfur og gerði sig illilegan. Og það var nóg. Ég hikaði við. Víst hafði ég heyrt, að það væri ólán að láta hesta sjá á sér hræðslu. Bezt væri að ganga að þeim, hiklaust og óttalaust. Ég hafði jafnvel séð, að þá gátu þeir staðið kyrrir og auðsveipir, þó að þeir yggldust við mér, sem nálgaðist þá hræddur og hikandi. En hvernig átti að fara að gefa sér kjarkinn? Það vissi ég ekki. Hitt vissi ég, að hestinum varð ég að ná. Ég mjakaði mér nær honum, tvísteig þarna hjá hon- um um stund. Einu sinni var ég nærri því að ná í tauminn, en þá vatt gamli Gulur sér allt í einu við og sneri að mér rassin- um. Ég vissi, að afturendinn var mun hættulegri og viðsjárverðari en nokkurn tíma framendinn. Hvað var það þó hestur biti hjá hinu, ef hann sló? Því var ég fljótur að forða mér undan, þeg- ar hesturinn sneri sér við. Nú var illt í efni. Ég hafði litla von um að geta handsamað gamla Gul, þó að ég héldi enn áfram að tvístíga framan í hon- um. Og hvað var þá til ráða? Að snúa heim og segja frá ósigri sínum? Ekki var það álitlegt. Það getur verið ærin raun sjö ára manni að koma heim með ósigur og hafa ekki lokið sínu ætlunarverki. Þá yrði náttúrlega eldri krakki sendur að skila klámum. Sjálfsagt gæti hver sem væri tekið hann svona með beizl- inu — annar en ég. Og þá yrði þetta enn ein staðfesting þess, sem ég hélt, að bæði ég og aðrir vissu alveg nógu vel fyrir, að ég væri kjarkminni og óduglegri en aðrir. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Þetta var heint á móti bænum í Tröð, sem er þarna hinum megin við ána. Þaðan sást því vel til mín. Og nú kom Júlli í Tröð yfir ána til þess að skakka leikinn. Ég man ekki nein orðaskipti okkar, heldur bara það, að Júlli tók gamla Gul, lét mig á bak og rétti mér tauminn á klárnum. Gulur hafði varla fyrir því að leggja kollhúfur, þegar Júlli gekk að honum. Það er líka munur á hálfþrítugum manni eða sjö ára strákpatta. En það mátti gamli Gulur eiga, að engan ójöfn uð sýndi hann mér eftir þetta. Ég kom því fram ferð minni, skilaði hestinum og þakklæti fyr- ir lánið, eins bg til stóð, og sneri sigrandi heim á leið. Ég hef sennilega ekki hugsáð aa Halldór Kristjánsson á Kirkjubóll. mikið um þetta atvik næstu árin. En því hugstæðara Varð það mér, þegar frá leið. Nú hefur mér lengi fundizt, að það hafi átt góð- an þátt í því að kenna mér að meta þá drengilegu góðvild að koma ótilkvaddur til hjálpar, án þess „að koma það nokkuð við“, sem er að gerast. Orðalaust kenndi nágranni minn mér þetta sumarkvöld þarna á eyrunum eina af grundvallarreglum sið- gæðisins — eða má ég ekki segja undirstöðu siðfræðinnar? Reynsla mín þetta kvöld stuðlar þannig að því, að þeir, sem koma eins og Júlli í Tröð, til þess að leysa vanda óviðkomandi manns, án þess „að þeim komi það við“, eiga jafnan samúð mína. Svo þýðingarmiklir geta smá- munir hversdagsleikans verið — svo örlagaríkir og áhrifamiklir um mótun okkar. ★ T f M 1 N N — í’UNNUDAGSBLAÐ 245

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.