Tíminn Sunnudagsblað - 15.03.1964, Blaðsíða 17
Veiðin
Á landnámsöld hefur eflaust verið
mikil fiskimergð í Þingvallavatni,
eins og í öðrum vötnum hér á landi
í þá daga. Þannig mun það hafa ver-
ið langt fram eftir öldum, meðan
lítið var veitt í vatninu.
Annars er mjög örðugt að fá upp-
lýsingar um, hvernig veiði hefur hátt
að í vatninu í gamla daga. í Jarðabók
Árna Magnússonar frá árinu 1708
er nokkuð getið um veiðina í vatn
inu, og eftir því að dæma, sem þar
er sagt, hefur lítil stund verið á veið-
ina lögð, og lítill útbúnaður verið til
veiðiskapar.
Um veiðina í Miðfelli er sagt ,að
hún sé mikil og góð, oftast árið um
kring, ef atorka væri til höfð, en
ekki brúkuð, nema þá vatnið ligg-
ur.
Síðari grein
Að öllum líkindum hefur þá eng-
inn bátur verið til í Miðfelli.
í Mjóanesi er sagt, að veiðin sé
brúkuð um sumartíma um Ólafsmessu
leyti, og á haustin, um krossmessu-
leyti. Er þá veitt af báti með krók-
færi, en á vetrum á ís með dorg og
hoppungi.
Svipað þessu er sagt um aðra bæi.
Hvergi er getið um net, og um Nesja
í Grafningi er það tekið fram, að
þar séu net ekki til.
í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar frá árunum 1752—
1757 er sagt, að Þingvallavatn sé
mikilsmetið sökum fiskisældar. Menn
veiða í vatninu bæði vetur og sum-
ar, bæði með færi frá bátum og með
dorg upp um ís. Dorgin var mjótt
færi með lituðum öngli, oft án beitu.
Við öngulinn var fest rauð dula, og
látúnshnappur, eða einhver slíkur
gljáandi málmur hafður í staðinn fyr-
ir vaðstein, því að silungurinn sæk-
ist eftir slíku. Hinn svo nefndi hopp-
ungur mun lengi hafa verið notaður
? grunnu vatni, þar sem sást til
botns, svo að liægt var að fylgjast
með ferðum silungsins.
Árið 1902 sá Bjarni Sæmundsson
fiskifræðingur einn slíkan öngul í
Mjóanesi og lýsir honum á þessa leið:
Hoppungur sá, sem ég fékk er 11 oi?
14 úr tommu á lengd og bugurinn 3
og i/2 tomma á vídd, og lítur svipað
út og þorsköngull, en innan í bugn
um er annar minni og í bug hans aft-
ur hinn þriðji og minnsti. Eru þeír
báðir negldir við legg aðalöngulsins.
Á framanverðan legginn er fest hvítt
þorskroð, klippt út eins og uggar, með
laufaskurði til beggja hliða. Ofan á
roðinu er aftur ræma úr rauðu klæði.
Þessi öngull var notaður á glærum
ís, þar sem svo var grunnt, að í botn
sæist, því að með honum átti að
krækja fiskinn, er hann synti
buginn. Þegar þessi lýsing er skráð
er algerlega hætt að nota hoppung-
inn.
Það lítur ekki út iyrir, að net hafi
verið notuð við Þingvallavatn neitt
að ráði fyrir lok 18. aldar. í tíð sé>
Björns Pálssonar á Þingvöllum, er
þar var. prestur frá 1828—1844, er
sagt, að notuð hafi verið eitt til tvö
net á bæ úr heimaspunnum togþræ*
Voru þau þá aðeins fyrir bleikjur oe
urriða, því að þá va>- okki o’>
að veiða murtuna.
Um 1850 er talið, að net Ur hampi
hafi verið notuð í Mjóanesi, líklega
þau fyrstu af bví tagi. Um síðustu
aldamót var farið að hnýta net úr
hörtvinna eða baðmullargarni, og
hnýtti þá hver bóndi fyrir sig. Það
hélzt svo fram undir 1915, en eftir
það tóku að flytjast inn tilbúin net
frá útlöndum, og var þá að mestu
hætt að hnýta þau heima. Þessi út-
lendu net voru í kringum 80 metrar
að lengd, en voru síðan felld til
helminga og var þá hin venjulega
lengd bleikjunetanna 20 faðmar.
Möskvastærð þeirra var að jafnaði 1
og % úr þumlungi, eða 1 og %, óg
lítið eitt hefur verið notað af tveggja
þumlunga riðli.
Marglr nota fjórþætt botnvörpu-
netagarn í teina, en betra þykir þó að
hafa gildari neðri tein. Kork er not-
að í flotholt, eða svo nefndar flár, og
eru þær bundnar á efri teininn með
um það bil metra millibili. Jafnþétt-
ir steinar eru svo á neðri teini.
Flestir sauma utan um þá poka úr
striga eða öðru efni, og er þá steina-
pokinn saumaður við teininn. Þetta
TlMiNN - SUNNUDAGSBLAÐ
257